25.6.94

Árlegur Hjóladagur Sniglana




ÁRLEGUR hjóladagur Sniglana, Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, var haldinn síðastliðinn laugardag. 

Þá fóru meðlimir samtakana í breiðfylkingu um Reykjavík og enduðu á Ingólfstorgi þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Tilgangur með þessum árlega viðburði er að áminna vegfarendur um að sýna aðgætni í umferðinni og minnast þeirra sem láta lífið í vélhjólaslysum. Ofur Baldur, kynningafulltrúi sniglanna kynnti áhofendum starfsemi þeirra og á eftir honum fluttu Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar-yfirlögregluþjónn, og Sigurður Helgasson, upplýsingafulltrúi Umferðaráðs, ávörp. Að lokm tók Bjarni Tryggvason nokkur lög.






11.5.94

GRÁI FIÐRINGURINN

Grímur að störfum

Þann 30. október síðastliðinn bar það til tíðinda að hópur manna var saman kominn í bíókjallaranum við Hverfisgötu. Allir áttu þeir eitt eitt sameiginlegt en það var ódrepandi áhugi á gömlum mótorhjólum. Þetta mannamót var stofnfundur gamlingja. Meðlimir Vélhjólafjelags Gamlingja verða samkvæmt stjórnarskrá að vera komnir til vits eða ára.  Voru nokkrir þeirra heimsóttir í hið allra heilagasta, skúrana, til að komast að því hvort sú fullyrðing ætti við rök að styðjast.

Grímur Jónsson

Þú ert Aldursforsetinn í Gamlingjum. Hvenær hófst þín hjólamennska?
    " Ég fékk fyrst áhuga á hjólum þegar ég var að læra,svona 1943-1944. Þá eignaðist ég gamalt hjól sem ég kom í geymslu upp á háalofti hjá pabba. Þetta var breskt hjól með sérkennilegu lagi en hvað það heitir man ég ekki. Til stóð að gera hjólið upp en það var allt í rusli en allt var til í það.
     Svo fór ég á sjóinn þegar ég var búinn að læra og fór að kynna mér út í Englandi  hvort ég fengi eitthvað í hjólið. Þegar ég kom heim hafði pabbi fengið hreingerningaræði og hent öllu út af loftinu og þar á meðal hjólinu. Þannig að það fór fyrir lítið. Bróðir minn var líka mikið á hjólum í gamla daga og ég fékk að taka í hjá honum en hjól eignaðist ég ekki aftur fyrr en löngu seinna"
   Voru aksturskilyrði fyrir hjólekki slæmá þeim tíma?
" Nei, þau voru það nú ekki. Hjólið sem bróðir minn átti var Ariel. Það var með lágum þyngdarpunkti og fjöðrun eins og þá tíðkaðist en þótt það væru holur og möl þá var alveg dyrðlegt að keyra það, það lá alveg á veginum"
Hvað komsvo næst?
   "Annað hjólið mitt var og er Henderson 1918. Ég fékk það hjá Inga í Ánanaustum en hann seldi brotajárn. Á motorinn rakst ég inni á lagernum hjá vélsmiðjunni Héðni og fór að spyrjast fyrir um þetta og hvort hann vildi selja mér hjólið. Það var alveg sjálfsagt og lét hann hafa fimmþúsundkall. En þá hafði kallinn látið einhvern strák hafa stellið og allt sem því tilheyrði en hann hafði aldrei borgað það. Það endaði með því til að friða strákinn þá keypti ég restina af honum á 25000 krónur."
Hvað er svona sérkennilegt við þetta hjól?
   "Það er náttúrulega fjögra strokka með toppventlavél, 1168 kúbik og eru aðeins tvö hjól af þessari tegund eftir í heiminum. Hitt er á Nýja-Sjálandi. Þetta er líklega elsta hjólið á landinu."
Hvað tók svo við?
" Næst kaupi ég tvö hjól af þjóðverjum sem komu hingað. Þetta voru Maico hjól frá þýska hernum en þeir fóru yfir hálendið á þeim. Þau notaði ég í nokkur ár fyrir norðan í Hrútafirði. Seinna seldi ég þau Magnúsi Axelsyni fasteignasala. Ég átti líka Royal Enfield '37 módelið sem ég fékk á undan þeim og geymdi líka fyrir norðan."
Hvað með Henderson hjólið?
Hvað þarf að laga í því?
  " Stellið, gafflarnir, brettin, sætin, stýrið og luktin. Þetta er allt í góðu lagi. Tankurinn er þokkalegur en svo er það náttúrulega mótorinn. Það eru vandræði með magnetuna og svo er ég að smíða nýja stimpla og stimpilstöng en mótorinn sjálfur er ekkert skemmdur."
Áttu ekki frá einhverju skemmtileu að segja að lokum?
Þaðvar einu  sinni norður í Hrútafirði að ég lá fyrir gæs. Ég fór meðfram lítilli ársprænu og ætlaði að komast út á litla sléttu skammt þar frá. Þegar ég er kominn næstum niður undir sjó þá gekk ég fram á mótorhjól, gamalt BSA hjól 1945-46 módel. Áfram hélt ég við veiðarnar en hugsaði mér að tala við bóndann sem ég og gerði og fékk leyfi hjá honum til að hirða hjólið. Svo þegar ég kom seinna að ná í hjólið á pick-up þá var það allt í einu horfið. einhver hafði bara tekið þaðen ég missti af gæsinni."
Já það borgar sig að grípa gæsina meðan hún gefst.
 " Já meður verður að gera það. Ég hefði betur rúllaðþví upp eftir og komið því heim."

Þröstur

Þröstur Víðisson, Haukur Richardsson og Torfi Hjálmarsson.

Hvað er lang síðan að þið byrjuðuð með þennan skúr saman?
   Þröstur : það eru svö ár síðan við byrjuðum hérna. Ég og Fuðmundur Gunnarsson, sem á Svarta BMW hjólið, vorum saman með skúr, Haukur var upp í Breiðholti og Torfi bara heima hjá sér í sínum skúr.
Hvaða hjól eru hérna og hvaðan koma þau?
  Haukur og Torfi : Það eru tveir Tridentar, báðir '75 módelið og koma frá ameríku.
Haukur: Og svo Norton Commando en hann kemur frá Hilmari en kom hérna fyrst æi upphafi árs 1975 en þá flutti Fálkinn hann inn, einn af fjórum, og Þröstur með BMW.
Þröstur: Það má eiginlega segja að þeir séu þrír. Það að sjálfsögðu mitt R69S '65, Hjólið hans Gumma R50 '67 og svo R75/6  '73.  Það komu hingað túristar 1970 á R50 hjólinu og keypti Karl Cooper það af þeim og átti í 20 ár áður en Guðmundur fékk það. Mitt hjól er lögguhjól sem selt var á uppboði í kringum 1980 og er ég annar eigandinn af því á eftir löggunni.
Hvað eruð þið búnir að eiga hjól lengi ?
Haukur : Ég eignaðist fyrsta hjólið 1968.
Þöstur:  Og ég eignaðist fyrsta hjólið 1974 held égen það var japanskt og ég tek það fram að það vareina japanska hjólið mitt, svo fór ég í bretana. Svo náttúrulega sá ég að mér og fékk mér BMW.
Torfi : Ég fékk fyrsta hjólið 1987,Triumph Tiger.
Er einhver rígur á milli hjólategunda hjá ykkur?
Torfi: Ekki til. Jú,jú en það er allt á góðu nótunum.
Haukur : Það er skotið á menn en .Það er aldrei skotið undir belti. Það er svona verið að gantast eins og maður segir, annað væri bara óheilbrigt.
Þröstur: Það er til siðs að rísa upp á hjólunum þegar við náum að farafram úr hverjum öðrum til að sýna mönnum óæðri endann.
Torfi: Þannig að það má segja að Þröstur þekki þá hlið okkar ansi vel.
   
Lúrið þið ekki á einhverji skemmtisögu.?
Haukur: Það var um árið að við fórum á 17. júní  á Akureyri 1991.  Við vorum beðnir um að koma með hjólin á sýninguna þar og í bakaleiðinni fengum við alveg djöfull gott veður. Við stoppuðum í Varmahlíð og hittum þar mann á BMWsem var Þjóðverji.  Hann var með landabréf uppi og var eitthvað að reyna að átta sig hvert hann væri eiginlega að fara.
Við sem sannir íslenskir mótorhjólamenn vildum náttúrulega aðstoða manninn og býð ég honum að vera í samfloti með okkur. Í þvíkemur Þröstur og er hann með á bakinu þýska járnkrossinn.  Ég segi við Þjóðverjann að þetta sé nú Þjóðverji líka og tek í öxlina á Þresti og sný honum við.  Hann fölnaði upp og afþakkaði boðið keyrði þarna í nokkra hringi og hvarf svo. Hann hélt greinilega að við værum snarvitlausir, varð bæði hræddur og ráðvilltur. Við skírðum þennan mann Adolf von Snitzel.

Má segja að Gamlingjar hafi verið stofnaðir upp úr þessum félagskap ykkar?
Haukur: Já alveg hiklaust.
Þröstur: Maður kynntist náttúrulega stórum hópi manna út frá þessu. Maður þekkti náttúrulega Timerinn og smátt og smátt myndaðist kjarni góðra manna. Þetta var rætt á milli manna og svo þróaðist þetta svona.
Hvaðer á döfunni?
Þröstur: Við höldum aðalfund í Vestmannaeyjum í ár sem stendur í tvo daga.
Torfi: Þar ætlum við að leggja sumarplan, ákveða hvað við ætlum að gera.
Þröstur: Svo er það Akureyri og náttúrulega sýning í höllinni.
Haukur: Og svo ætlum við að fara í kaffi til Daða austur á Hornafjörð og ég veit að hann á einhvern djöfulinn í kjallaranum hjá sér út í það. 
1994
N.G.
Snigillinn

20.4.94

Bifhiólasamtökin fagna 10 ára afmæli




FYRIR tíu árum birtist í Dagblaðinu auglýsing sem ætlað var að ná athygli mótorhjólaáhugamanna á Islandi. Þeim var boðið að koma að Æsufelli 2 fimmtudaginn 26. janúar til að stofna mótorhjólaklúbb.


Undiritaður var einn þeirra sem ekki lét bjóða sér tvisvar. Á þessum fyrsta fundi hafa verið eitthvað á milli 20 og 30 manns sem beittu á næstu vikum öllum brögðum við að ná til allra sem áttu eða komu á einhvern hátt nálægt mótorhjólum. Ef einhver sást á mótorhjóli úti á götu var hann eltur uppi og boðið að vera með. Formlegur stofnfundur var síðan haldinn í Þróttheimum og er 1. apríl 1984 talinn stofndagur félagsins sem fékk, eftir mikið karp og heilabrot, nafnið „Sniglar, Bifhjólasamtök lýðveldisins."
Tilgangur samtakanna var strax nokkuð ljós, þ.e. að efla félagsanda meðal mótorhjólafólks og vinna að hagsmunamálum þeirra. Formlegu félagsstarfí átti að halda í lágmarki svo og skriffínnsku. Við áttum helst ekki að hugsa um sniglana sem klúbb því það var of uppalegt og ekki sem félag því það var of formlegt. Málið var að vera saman á mótorhjólum því að það var okkar lífsstíll en ekki að vera í félagi til að sitja á fundum. Bifhjólasamtökin voru og eru sameiningartákn einstaklinga með áhuga á mótorhjólum, svo gríðarlega fjölbreytilegt áhugamál sem það er. Eitt var líka ljóst strax í upphafi. Það átti aldrei að vera forseti, leiðtogi eða foringi yfir hópnum.
Það breytti hins vegar engu um það að rétt eins og í öðrum félagasamtökum kostar það vinnu fámennrar stjórnar að halda batteríinu lifandi og þar rakst fyrsta stjórnin á óvæntan þröskuld.

Úthýst af sósíalanum 

 
Eitt af fyrstu verkefnunum var að finna okkur samkomustað. Því var strax leitað til Æskulýðsráðs því undir það heyrir að styðja við allskonar félagsstarfsemi, m.a. að aðstoða með húsaskjól. Við áttum von á því að fá dræm viðbrögð vegna þeirra fordóma sem ríkja í garð mótorhjólafólks en sú var reyndar ekki raunin. Æskulýðsráði hefði ekki verið neitt á móti skapi að vera með puttana í svona starfsemi og hafa einhvern áþreifanlegan flöt á mótorhjólafólki. En ... forsvarsmenn Æskulýðsráðs töldu það vera órjúfanlegt náttúrulögmál að samtök eins og sniglarnir myndu deyja og hverfa þegar upphafsmennirnir hættu afskiptum sínum af starfseminni og því tæki einfaldlega ekki að styðja við svo augljóslega skammlíft félag. Borgarráð var sama sinnis þegar því var sent erindið. Samtökin flæktust því á milli kaffihúsa þar til þau eignuðust sinn eigin samastað í félagi við LÍA á Bíldshöfða 14. Sennilega lúta Bifhjólasamtök lýðveldisins ekki náttúrulögmálum því þau eru á lífí enn, aldrei sterkari, þótt við sem komum þeim af stað séum löngu orðnir víðvaxnir kótilettukarlar.
Áttahundruð og fjörutíu meðlimir hafa verið í sniglunum á þessum tíu árum sem þeir hafa starfað og hálft þúsund eru félagsmenn nú. Samtökin halda uppá afmæli sitt um páskana með veglegri sýningu í Laugardalshöllinni.

Alvara fylgir ánægjunni


Eins og áður sagði er það fyrst og fremst lífsstíll að vera á mótorhjóli. Það er ögrun í því að skera sig úr fjöldanum og endalaus áskorun í því að komast óskaddaður leiðar sinnar og ná betra valdi á akstrinum. Ökumaðurinn öðlast með tímanum sérstakt samband við hjólið, veginn og umhverfið sem er mjög ólíkt því að aka bíl. Einnig þróast smátt og smátt það sem mótorhjólafólk kallar þrjú hundruð og sextíu gráðu huglæga skynjun, sem er sá eiginleiki að geta ímyndað sér allar hættur í umhverfínu og verið viðbúinn þeim. Auglýsing, sem sýnd var í sjónvarpi í fyrra og hittifyrra og var hluti af umferðarátaki snigla, var einmitt um þessa skynjun. Myndavél var fest við mótorhjól og hringur dreginn utan um allt sem hugsanlega gat valdið hættu. Gott innskot sem margir hljóta að muna eftir.


Frumkvæði að framförum


Bifhjólasamtökin hafa verið nokkuð í samvinnu við umferðaryfirvöld í því að fækka mótorhjólaslysum. Þau hafa lengi bent á brotalamirnar í kennslu fyrir bifhjólapróf, sem satt að segja var engin, og í framhaldi af því og annarri uppstokkun í ökukennslu er nú verið að taka á þeim málum. Nefnd á vegum samtakanna hefur verið að reyna fá tryggingafélögin til að breyta reglum sínum og tengja iðgjöldin við aldur ökumannsins og aflið í hjólinu, en víðast mætt ótrúlegu skilningsleysi. Bestu viðbrögðin hafa komið frá Skandia Island og hljóta að minnsta kosti reyndari ökumenn að beina viðskiptum þangað.
Það er persónulegt álit undirritaðs að tengja þurfi ökuréttindi við vélarafl í tveimur til þremur þrepum og gera litlu hjólin fýsilegri með því að snarlækka á þeim gjöldin. Það er enginn vafi á því að þeir sem hafa verið í tvö ár á skellinöðrum áður en þeir fá bílpróf eru betri ökumenn en hinir sem aldrei hafa verið í umferðinni. Sama gildir um stóru hjólin. Nýir ökumenn ættu að öðlast sína reynslu á léttum hjólum sem auðvelt er að ráða við. Þau þurfa samt langt í frá að vera máttlaus. Svo virðist sem tryggingafélög rugli saman háum skaðabótakröfum mótorhjólaeigenda og skaðanum sem þeir valda. Skýrslur sýna að mótorhjólafólk er í rétti í 70-80% tilvika og rökréttara að hækka iðgjöld þeirra sem slysunum valda, þ.e. bíleigenda, og reyna síðan að fá yfirvöld til að slá af geðveikislegum aðflutningsgjöldum af mótorhjólavarahlutum. Það myndi lækka bótafjárhæðirnar til mótorhjólaeigenda. Hitt er annað að öllum slysum þarf að fækka 


Átak gegn slysum


Umferðarátaki snigla var hrundið af stað árið '92 í framhaldi af mikilli iðgjaldahækkun tryggingafélaganna og var hugmyndin sú að lækka iðgjöldin með því að fækka slysum með markvissum áróðri. 15% fækkun slysa var metin sem 60 milljóna króna sparnaður heilbrigðiskerfisins og 10 milljóna króna sparnaður tryggingafélaganna. Það er beinlínis undarlegt að hið opinbera skuli ekki styrkja svona verkefni almennilega. Átakið kostaði tvær milljónir og átti stóran þátt í að afla LÍA viðurkenningar Umferðarráðs fyrir góðan árangur í umferðarmálum á umferðarþingi 1993.
Fjárskortur dró úr mætti átaksins á síðasta ári, en fyrirætlanir eru uppi um að gera betur í ár. Árvissir fundir lögreglu, Umferðarráðs og snigla hafa verið áhrifaríkur vettvangur skoðanaskipta og upplýsingastreymis í báðar áttir og hafa bætt nokkuð samskipti þessara aðila, sem oft lita málin frá ólíkum sjónarhornum.

■ Haraldur A. Ingþórsson
MBl 20.04.1994 

10.4.94

A stanslausu ferðalagi í níu ár


Emilio Scotto ásamt eiginkonu sinni, Monicu, fyrir aftan Svörtu prinsessuna, sem er Honda Goldwin 1100. Á milli sín halda þau á korti þar sem ferðalag Emilios er merkt inn á. Hann hefur verið á ferðinni síðan 14. janúar 1984 og hefur ekki komið til heimalands síns, Argentínu, síðan. Ferðinni lýkur hann í Buenos Aires eftir eitt ár og á þá að baki 750.000 km sem samsvarar ferð til tunglsins og aftur tiljarðar.
Emilio Scotto ásamt eiginkonu sinni, Monicu, fyrir aftan  Svörtu prinsessuna, sem er Honda
Goldwing 1100. Á milli sín halda þau á korti þar sem ferðalag Emilios er merkt inn á.
Hann hefur verið á ferðinni síðan 14. janúar 1984 og hefur ekki komið til heimalands síns,
 Argentínu, síðan. Ferðinni lýkur hann í Buenos Aires eftir eitt ár og á þá að baki
 750.000 km sem samsvarar ferð til tunglsins og aftur tiljarðar.
Emilio Scotto hefur undanfarin níu ár ekki sofið á sama svefnstað tvær nætur í röð, nema í þau
 skipti sem hann hefur lent í fangelsi eða vegna veikinda. Ástæðan er sú að 14. janúar 1985
 lagði hann af stað frá heimabæ sínum, Buenos Aires í Argentínu, í heimsreisu á mótorhjóli.
Takmarkið var að koma til allra þeirra ríkja í heiminum, þar sem stjórn eða landstjóri er
við lýði, hvort sem þau eru opin ferðamönnum eða lokuð.


„Ég varð meira að segja að fara til Tuvalo, sem er svo lítið að þar eru aðeins 24 bílar," sagði hann við blaðamann þegar hann leit inn á ritstjóm Morgunblaðsins í vikunni. Opnaði síðan stórt landakort af heiminum, þar sem ferðalag hans er merkt inn á og benti á örlítinn depil í Kyrrahafi langt frá fastalandinu. „Hérna er Ruvalo, eyja sem varð til í eldgosi,“ sagði hann. Tilgangurinn með ferðinni er einnig að aka 750.000 km eða svipaða fjarlægð og frá jörðinni til tunglsins og aftur til baka. Emilio hefur þegar farið einn hring í kringum hnöttinn og er nú á Ieiðinni til baka.

Að sögn hans eru ríkin alls 215 og er ísland 173. viðkomustaðurinn. Hann kom til landsins með Brúarfossi 5. apríl Og reiknaði með nokkurra daga dvöl hér áður en hann heldur áfram til Grænlands. „Ég veit ekki hvenær eða hvemig ég kemst þangað, því það er of dýrt að fijúga og ég veit ekki hvort nokkurt skip er á leiðinni þangað. Þannig er líf mitt, ég veit aldrei hvað bíður mín.“ 

Greinarskrif og ljósmyndir

Tímann hér notar hann til að safna efni í greinar, en hluta ferðarinnar fjármagnar hann með skrifum og Ijósmyndum í alls kyns spænsk, ítölsk og frönsk tímarit, sem hann er á samningi við. Ferðin er einnig farin í þeim tilgangi að kynnast menningu mismunandi þjóða. „Þetta er eins konar háskóli. Þegar ég var ungur og var spurður hvaða háskóla ég stefndi á og hvað ég ætlaði að verða sagðist ég vilja verða ævintýramaður og ferðast eins og Marco Polo og fleiri.

 „Já, en það er ekki starfsgrein," var þá sagt við mig.
„Jú, ég ætla að gera það að starfi," sagði ég og hét því að gera ferðina að háskóla lífsins, þar sem mismunandi kynstofnar og kynslóðir kenndu mér allt mögulegt. Þetta hefur tekist á undanförnum níu árum. Ég er ekki Argentínumaður á ferðalagi, ég er íslendingur hér á landi, Kínverji í Kína o.s.frv. Þannig hef ég t.d. iært nokkur tungumál, en ég kunni bara spænsku þegar ég hóf ferðina.“ 

Emilio undirbjó sig vel, lærði m.a. landafræði og sögu auk þess sem hann kynnti sér alls kyns málefni á styttri námskeiðum, eins og hvernig ætti að komast af í frumskógum og eyðimörkum. „Þegar ég var þrítugur ákvað ég að láta slag standa, en það hafði enginn trú á ferðalaginu og því fékk ég engan til að styrkja mig. Ég lagði því af stað á Svörtu prinsessunni með einungis 300 dollara í vasanum, nokkur landabréf, en ekki einu sinni mótorhjólahjálm. Ég verð að viðurkenna, að fólkið á götunni var styrktaraðilar mínir fyrstu árin,“ segir hann svo og horfir brosandi á Monicu, eiginkonu sína, „og þá einkum konur“. 

Emilio þykir greinilega tilhlýðilegt að útskýra þetta og segist hafa þekkt Moniciu í tvö ár áður en hann tók þá ákvörðun að leggja I heimsreisuna. „Hún sagði að ég skyldi fara í ferðina og lifa lífinu en hún biði eftir mér. Eg hélt af stað og svaf stundum á fimm stjörnu hótelum í boði hótelstjóranna eða á ströndinni undir berum himni. Stundum buðu konur mér að gista eða þær buðu mér í mat, í sumum tilvikum með samþykki eiginmannsins."

Eftir sjö ára fjarveru bað Emilio Monicu og hún kom til Indlands þar sem hann var staddur. Þegar hann hélt, áfram ferðinni var hún með í för, en síðan sneri hún til Spánar, þar sem þau hyggjast hafa aðsetur í framtíðinni.

Opnar safn í Barcelona

Þegar ferðinni er lokið á næsta ári ætlar Emilio að opna safn í Barcelona, History of the Humans, þar sem allar heimildir um ferðina verða á einum stað, auk þess sem myndir og minjar um aðra þekkta ferðalanga verða einnig að því marki sem Emilio nær að safna heimildum. Hann hefur einnig samið bók um ferðalagið, sem verður gefin út á næsta ári, auk landabréfabókar með myndum. Bækurnar verða fyrst gefnar út á Spáni en síðar á fleiri tungumálum.

Emilio hefur nú þegar tekið 90.000 myndir og munu þær ásamt bókunum gagnast sem mikilvægar heimildir fyrir skóla, fyrirtæki, fjölmiðla og fleiri. „1 hveiju landi kaupi ég einnig sígilda tónlist hvers lands og þegar ég flyt fyrirlestra spila ég tónlist um leið, sem tengist landinu,“ segir hann.

Talinn njósnari Ghaddafis

Emilio segir að ferðin hafi að mestu gengið áfallalaust, hann hafi að vísu einu sinni lent i alvarlegu slysi á mótorhjólinu og lá í viku á spítala, í annað skipti fékk hann malaríu og lá veikur í tíu daga. Auk þess hefur hann setið í fangelsi, m.a. vegna þess að yfirvöld í Chad töldu hann vera njósnara á vegum Ghaddafis. Ástæðan var sú að hann hafði fengið sérstakt leyfi Ghaddafis til að komast inn í Líbýu, sem þá var lokað ferðamönnum. Hann losnaði úr fangelsinu með því að segja fangelsisyfirvöldum að hann hefði fengið góðar móttökur í Líbýu sem var talið „vonda“ landið en hins vegar fengi hann slæma meðferð í þessu „góða“ landi. Þeir sáu sér ekki annað vænna en sleppa honum „vegna þessa leiða misskilnings“, segir Emilio og ypptir öxlum brosandi. 

 Ég var líka settur í fangelsi í Zimbabve, vegna þess að þeir héldu að ég hefði falsað passann. Sömuleiðis í Afríku vegna myndatöku,“ heldur hann áfram. „Eitt sinn var ég þó í lífshættu. Það var í Sómalíu, en ég var þar þegar stríðið hófst og lenti í miðri skothríð milli hermannanna og fólksins. — Hvað um það, þetta er það líf sem ég lifi. Fólk hefur oft spurt mig hvað gerist þegar ég hef lokið ferðalaginu. Hjá mér er aldrei mánudagur eða þriðjudagur eða klukkustundir eða mínútur. Ég lifi bara við það að sólin kemur upp á morgnana og tunglið birtist á næturnar," segir hann. „Ég get aldrei búið við það að eitthvað ákveðið eigi að gerast kl. 8 á mánudagsmorgni eða 9 á þriðjudegi." 

Er nú betri efnum búinn

Á sama hátt og Emilio gekk erfiðlega að fá menn til að leggja fé til ferðarinnar í upphafi hafa streymt til hans styrktaraðilar nú. Má þar nefna Pepsi Cola, sem er stærsti styrktaraðili hans, Honda, ýmsar sjónvarpsstöðvar og fleiri aðilar. „Vegna þessara fyrirtækja get ég frekar einbeitt mér að vinnu í stað þess að vera sífellt að leita fjármögnunarleiða. Nú hef ég efni á að eiga góða myndavél og get þannig gefið fólki kost á að sjá það sem ég sé á ferðalögum mínum.“

Vegna þess að flökkueðlið er orðið Emilio svo eðlilegt segist hann ætla að stofna fyrirtæki og bjóða fólki upp á að kynnast löndum á annan og meira spennandi hátt en tíðkast hafi hingað til. Auk þess muni hann flytja fyrirlestra og gefa út bækur. „Mig langar líka til að búa til kvikmynd um ferðina. Þar sem ég hef ágæt sambönd í Bandaríkjunum ætla ég að reyna að fá Steven Spielberg eða annan þekktan leikstjóra til að taka verkið að sér.“ Hann sér þó ekki sjálfan sig í hlutverkinu heldur góðan leikara, enda er kannski óþarfi að fara í þriðju heimsreisuna strax aftur?  

MBL 10.4.1994
eftir Hildi Friðriksdóttur



4.4.94

Mótorhjólasýning um Páskahelgina (1994)



Mótorhjólasýning um páskahelgina BIFHJÓLASAMTÖKIN halda Dagana 31. mars til 4.

Mótorhjólasýning um páskahelgina BIFHJÓLASAMTÖKIN halda Dagana 31. mars til 4. apríl sýningu í Laugardalshöllinni. Verið er að vinna í skúrum hingað og þangað um landið við að fægja gripina sem þar eiga að vera.
Mótorhjólasýning um páskahelgina BIFHJÓLASAMTÖKIN halda Dagana 31. mars til 4. apríl sýningu í Laugardalshöllinni. Verið er að vinna í skúrum hingað og þangað um landið við að fægja gripina sem þar eiga að vera. Reynt verður að ná um 200 hjólum á sýninguna auk þess sem fyrirtæki verða með kynningar og sölubása. Allskonar hjól hafa verið bendluð við þessa sýningu. Fornhjól og ný, torfæruhjól og götuhjól, þríhjól, keppnishjól og heimasmíðað hjól úr Þingeyjarsýslunni sem er víst engu öðru líkt.
Sérstök áhersla verður lögð á fornhjólin, enda er mikill áhugi fyrir þeim og sérstakur félagsskapur, Vélhjólafjelag gamlingja, starfandi fyrir þá sem eiga slík hjól. Skilyrði fyrir því að komast í þann félagsskap er að vera annaðhvort kominn til vits eða ára. Um 20 fulluppgerð fornhjól verða til sýnis auk þess sem eitthvað verður af hjólum á mismunandi stigum endurbyggingar. Elsta hjólið verður líklega fjögurra strokka Henderson frá 1918 sem er í eigu Gríms Jónssonar. Matchless 500 '47 Hilmars Lútherssonar er eitt og sér næg ástæða til að gera sér ferð á sýninguna því betur verður ekki gert í endurbyggingu á forngripum. Hugsanlega fæst lánað Messerschmidt frá byggðasafninu á Dalvík sem yrði þá í góðum félagsskap hjóla að norðan því Akureyringar koma með um 25 hjól, gömul og ný, á sýninguna.
Í torfærudeildinni verða td. tvö ný KTM hjól sem verið er að hefja innflutning á og Husquarna 610, samskonar því sem heimsmeistaratitillinn í opnu motor-cross vannst á í fyrra.
Á svæðinu verður mótorhjólahermir á vegum Kart-klúbbsins sem líkir eftir akstri á Suzuka-brautinni. Í honum geta tveir keppt í einu og þeir sem ná átta bestu tímunum keppa til úrslita helgina 9. til 10. apríl og hlýtur sigurvegarinn að launum ferð á GP-keppnina í Assen 25. júní.
Hugsanlegur ágóði af sýningunni rennur beint í umferðarátak snigla og því ættu allir sem láta sig umferðarmál einhverju skipta að mæta.
Haraldur A. Ingþórsson
Triumph Tridennt '72 í eigu Hilmars Lútherssonar.
Matchless 500 '46. Eigandi Hilmar Lúthersson.

2.4.94

Bifhjólasamtökin 10 ára (1994)



Hópur af sniglum í Lambakjötsátaki

Bifhjólasamtökin 10 ára

Bifhjólasamtökin 10 ára FYRIR tíu árum birtist í Dagblaðinu auglýsing sem ætlað var að ná athygli mótorhjólaáhugamanna á Íslandi. Þeim var boðið að koma að Æsufelli 2 fimmtudaginn 26. janúar til að stofna mótorhjólaklúbb.

Bifhjólasamtökin 10 ára

FYRIR tíu árum birtist í Dagblaðinu auglýsing sem ætlað var að ná athygli mótorhjólaáhugamanna á Íslandi. Þeim var boðið að koma að Æsufelli 2 fimmtudaginn 26. janúar til að stofna mótorhjólaklúbb.
Undiritaður var einn þeirra sem ekki lét bjóða sér tvisvar. Á þessum fyrsta fundi hafa verið eitthvað á milli 20 og 30 manns sem beittu á næstu vikum öllum brögðum við að ná til allra sem áttu eða komu á einhvern hátt nálægt mótorhjólum. Ef einhver sást á mótorhjóli úti á götu var hann eltur uppi og boðið að vera með. Formlegur stofnfundur var síðan haldinn í Þróttheimum og er 1. apríl 1984 talinn stofndagur félagsins sem fékk, eftir mikið karp og heilabrot, nafnið "Sniglar, Bifhjólasamtök lýðveldisins."
Tilgangur samtakanna var strax nokkuð ljós, þ.e. að efla félagsanda meðal mótorhjólafólks og vinna að hagsmunamálum þeirra. Formlegu félagsstarfi átti að halda í lágmarki svo og skriffinnsku. Við áttum helst ekki að hugsa um sniglana sem klúbb því það var of uppalegt og ekki sem félag því það var of formlegt. Málið var að vera saman á mótorhjólum því að það var okkar lífsstíll en ekki að vera í félagi til að sitja á fundum. Bifhjólasamtökin voru og eru sameiningartákn einstaklinga með áhuga á mótorhjólum, svo gríðarlega fjölbreytilegt áhugamál sem það er. Eitt var líka ljóst strax í upphafi. Það átti aldrei að vera forseti, leiðtogi eða foringi yfir hópnum.
Það breytti hins vegar engu um það að rétt eins og í öðrum félagasamtökum kostar það vinnu fámennrar stjórnar að halda batteríinu lifandi og þar rakst fyrsta stjórnin á óvæntan þröskuld.

Úthýst af sósíalanum

Eitt af fyrstu verkefnunum var að finna okkur samkomustað. Því var strax leitað til Æskulýðsráðs því undir það heyrir að styðja við allskonar félagsstarfsemi, m.a. að aðstoða með húsaskjól. Við áttum von á því að fá dræm viðbrögð vegna þeirra fordóma sem ríkja í garð mótorhjólafólks en sú var reyndar ekki raunin. Æskulýðsráði hefði ekki verið neitt á móti skapi að vera með puttana í svona starfsemi og hafa einhvern áþreifanlegan flöt á mótorhjólafólki. En ... forsvarsmenn Æskulýðsráðs töldu það vera órjúfanlegt náttúrulögmál að samtök eins og sniglarnir myndu deyja og hverfa þegar upphafsmennirnir hættu afskiptum sínum af starfseminni og því tæki einfaldlega ekki að styðja við svo augljóslega skammlíft félag. Borgarráð var sama sinnis þegar því var sent erindið. Samtökin flæktust því á milli kaffihúsa þar til þau eignuðust sinn eigin samastað í félagi við LÍA á Bíldshöfða 14. Sennilega lúta Bifhjólasamtök lýðveldisins ekki náttúrulögmálum því þau eru á lífi enn, aldrei sterkari, þótt við sem komum þeim af stað séum löngu orðnir víðvaxnir kótilettukarlar.
Áttahundruð og fjörutíu meðlimir hafa verið í sniglunum á þessum tíu árum sem þeir hafa starfað og hálft þúsund eru félagsmenn nú. Samtökin halda uppá afmæli sitt um páskana með veglegri sýningu í Laugardalshöllinni.

Alvara fylgir ánægjunni

Eins og áður sagði er það fyrst og fremst lífsstíll að vera á mótorhjóli. Það er ögrun í því að skera sig úr fjöldanum og endalaus áskorun í því að komast óskaddaður leiðar sinnar og ná betra valdi á akstrinum. Ökumaðurinn öðlast með tímanum sérstakt samband við hjólið, veginn og umhverfið sem er mjög ólíkt því að aka bíl. Einnig þróast smátt og smátt það sem mótorhjólafólk kallar þrjú hundruð og sextíu gráðu huglæga skynjun, sem er sá eiginleiki að geta ímyndað sér allar hættur í umhverfinu og verið viðbúinn þeim. Auglýsing, sem sýnd var í sjónvarpi í fyrra og hittifyrra og var hluti af umferðarátaki snigla, var einmitt um þessa skynjun. Myndavél var fest við mótorhjól og hringur dreginn utan um allt sem hugsanlega gat valdið hættu. Gott innskot sem margir hljóta að muna eftir.
Frumkvæði að framförum
Bifhjólasamtökin hafa verið nokkuð í samvinnu við umferðaryfirvöld í því að fækka mótorhjólaslysum. Þau hafa lengi bent á brotalamirnar í kennslu fyrir bifhjólapróf, sem satt að segja var engin, og í framhaldi af því og annarri uppstokkun í ökukennslu er nú verið að taka á þeim málum. Nefnd á vegum samtakanna hefur verið að reyna fá tryggingafélögin til að breyta reglum sínum og tengja iðgjöldin við aldur ökumannsins og aflið í hjólinu, en víðast mætt ótrúlegu skilningsleysi. Bestu viðbrögðin hafa komið frá Skandia Island og hljóta að minnsta kosti reyndari ökumenn að beina viðskiptum þangað.
Það er persónulegt álit undirritaðs að tengja þurfi ökuréttindi við vélarafl í tveimur til þremur þrepum og gera litlu hjólin fýsilegri með því að snarlækka á þeim gjöldin. Það er enginn vafi á því að þeir sem hafa verið í tvö ár á skellinöðrum áður en þeir fá bílpróf eru betri ökumenn en hinir sem aldrei hafa verið í umferðinni. Sama gildir um stóru hjólin. Nýir ökumenn ættu að öðlast sína reynslu á léttum hjólum sem auðvelt er að ráða við. Þau þurfa samt langt í frá að vera máttlaus.
Svo virðist sem tryggingafélög rugli saman háum skaðabótakröfum mótorhjólaeigenda og skaðanum sem þeir valda. Skýrslur sýna að mótorhjólafólk er í rétti í 70-80% tilvika og rökréttara að hækka iðgjöld þeirra sem slysunum valda, þ.e. bíleigenda, og reyna síðan að fá yfirvöld til að slá af geðveikislegum aðflutningsgjöldum af mótorhjólavarahlutum. Það myndi lækka bótafjárhæðirnar til mótorhjólaeigenda. Hitt er annað að öllum slysum þarf að fækka.
Átak gegn slysum
Umferðarátaki snigla var hrundið af stað árið '92 í framhaldi af mikilli iðgjaldahækkun tryggingafélaganna og var hugmyndin sú að lækka iðgjöldin með því að fækka slysum með markvissum áróðri. 15% fækkun slysa var metin sem 60 milljóna króna sparnaður heilbrigðiskerfisins og 10 milljóna króna sparnaður tryggingafélaganna. Það er beinlínis undarlegt að hið opinbera skuli ekki styrkja svona verkefni almennilega. Átakið kostaði tvær milljónir og átti stóran þátt í að afla LÍA viðurkenningar Umferðarráðs fyrir góðan árangur í umferðarmálum á umferðarþingi 1993.
Fjárskortur dró úr mætti átaksins á síðasta ári, en fyrirætlanir eru uppi um að gera betur í ár. Árvissir fundir lögreglu, Umferðarráðs og snigla hafa verið áhrifaríkur vettvangur skoðanaskipta og upplýsingastreymis í báðar áttir og hafa bætt nokkuð samskipti þessara aðila, sem oft líta málin frá ólíkum sjónarhornum.
Mbl
Haraldur A. Ingþórsson
20. mars 1994 |

31.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins 10 ára

Stórsýning í Laugardalshöll um páskana

SNIGLARNIR, bifhjólasamtök lýðveldisins, halda upp á 10 ára afmæli sitt með stórsýningunni Bifhjól á íslandi um páskana. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, opnar sýninguna með formlegum hætti
í Laugardalshöll kl. 15 í dag. Sýningin verður opnuð almenningi kl.
17. Hún er opin til kl. 22 alla daga að frátöldum síðasta sýningardeginum á mánudag. Þann dag verður henni lokið snemma eða kl. 20.

Yfir 200 bifhjól verða á sýningunni. Nærri liggur að hver tegund, sem flutt hefur verið hingað til lands frá 1918, eigi sinn fulltrúa. Félagar í Sniglunum munu bjóða gestum upp á stuttar hjólaferðir ef veður leyfir, vörukynningar verða í salnum og nýr geisladiskur Sniglanna til sölu. Á disknum eru lög eftir meðlimi Sniglanna og hafa aðeins verið gefin út 1000 eintök.

Landsmót Sniglanna verður í Húnaveri fyrstu helgina í júlí og eru allir bifhjólaeigendur velkomnir.
Að auki verður haldið upp á afmæli samtakanna með styttri og lengri hjólaferðum hér á landi og  erlendis. Áttahundruð og fimmtíu félagar hafa frá upphafi verið skráðir í Sniglanna.
Mbl 31.3.1994


26.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins - Sniglarnir 10 ára


Stórsýning á mótorhjólum um páskana


- afmælishátíð á Hótel íslandi í kvöld


Bifhjólasamtök lýöveldisins - Sniglarnir verða tíu ára 1. apríl næstkomandi. Vegna þess aö 1. apríl ber
í ár upp á föstudaginn langa ætla Sniglarnir að halda tíu ára afmælishátíð sína á Hótelíslandií dag, laugardaginn 26. mars, og eru allir áhugamenn um biíhjól velkomnir. f tilefni af tíu ára afmælinu er ýmislegt á dagskrá hjá Sniglunum, svo sem stórsýning á mótorhjólum í Laugardalshöll um páskana þar sem sýna á um 200 mótorhjól. Sérstök áhersla verður lögð á gömul mótorhjó, 20 ára og eldri. Elsta hjólið á sýningunni mun vera frá árinu 1918. Á sýningunni munu einnig verða ýmis fyrirtæki sem kynna vörur sem tengjast mótorhjólum. í tilefni þessara tímamóta sendu Sniglarnir öllum mótorhjólaáhugamönnum á landinu 10 ára afmælisrit sitt, Snigilinn, og er blaðið 32 síður og litprentað. Einnig eru Sniglarnir að gefa út geislaplötu með 14 mótorhjólalögum og eru þau flest  frumsamin af félögum í Sniglunum.

Stofnun Sniglanna

Ýmsir klúbbar hafa verið stofnaðir á liðnum árum í kringum mótorhjól en þeir hafa flestir lognast út af þegar stofnendurnir hættu að vera með.
Þar á meðal má nefna skellinöðruklúbbinn Eldinguna í Reykjavík á árunum um 1960 og nokkra  bifhjólaklúbba, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sniglarnir eiga upphaf sitt að rekja tilsmáauglýsingar í DV snemma árs 1984 þar sem auglýst var eftir áhugamönnum sem vildu stofha bifhjólasamtök.
Laugardaginn 31. mars kom svohljóðandi fréttatilkynhing í DV: „Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 er fyrirhugaður í Þróttheimum við Holtaveg stofhfundur samtaka bifhjólaeigenda. Á tveimur undirbúningsfundum sem haldnir hafa verið hafa um 50 manns skráð sig í félagið en á sunnudaginn á að gera lokaátakið. Inntökuskilyrði eru eingöngu þau að viðkomandi verður að vera orðinn
17 ára og skiptir þá eign á bifhjóli engu máh." Þarna var á ferðinni upphafið að stofhun Sniglanna sem samkvæmt þessu eiga nú tíu ára afmæli.
-JR
Dagblaðið Vísir 1994

14.11.93

Alvöru aksturseiginleikar og fullorðins-vélarafI.


Honda CBR 600F 1993
ÁRIÐ 1987 komu á markaðinn 600 cc mótorhjól sem áttu eftir að afsanna það endanlega, að nauðsynlegt væri að vera á dýrustu gerð af hjóli með stærstu gerð af vél til að vera ekki stunginn af og skilinn eftir í rykmekki. Það hafði svo sem verið tekið eftir því áður að ekki væri allt fengið með vélarstærðinni einni þegar mönnum mistókst aftur og aftur að hrista af sér gömlu Yamaha RD 350-hjólin. Að minnsta kosti var það ekki hægt á þeirra tíma 750 cc járnmótorhjólum.

Bylting í smíði mótorhjóla

 Sú bylting, sem varð í  smíði mótorhjóla á síðasta áratug, var vel á veg komin  árið 1987. Dæmi um hjól sem  breyttu öllum viðmiðunarmörkum og áður voru komin á markað eru Honda VF IntTB erceptor 500 og 750, Kawaj saki GPz 900R Ninja, og  ekki síst Suzuki GSXR 750, sem var líkara keppnishjóli en nokkuð sem áður þekktist. Markaðsaðstæður hafa sennilega verið með besta móti til að taka við „ódýrum" hjólum með alvöru aksturseiginleikum og fullorðinsvélarafli enda gekk dæmið upp hjá Honda þegar þeir buðu CBR 600 F.   í Bandaríkjunum fengu þau nafnið Hurricane og var það vel til fundið. 55.000 eintök hafa stormað yfir Bandaríkin ein frá því þau komu á markað. Auðvitað hafa „allir hinir", þ.e. japönsku framleiðendurnir, sett á markað hjól í sama flokki, en mælistikan hefur alltaf verið á Hondunni. Árin '91 og '92 voru þessi hjól nánast ráðandi í Supersport 600-keppnum, en á síðastliðnu ári hefur oft verið bitið í hælana á þeim af Kawasaki- og Suzuki-hjólum. Þrátt fyrir það verður Hondan, lítið breytt '94, í framvarðasveitinni í sínum flokki.

Fjölnotahjól 

Sennilega er stærsti kosturinn við þessi hjól sá, að þau eru nothæf í fleira en keppni. Bæjarsnattið og landshornarúntar eru innan markanna. Tveir geta jafnvel ferðast á þeim við þolanlega heilsu. Þó finnst lappalöngum nokkuð þröngt á þeim til lengdar og þeir sem eru vanir stórum vélum með mikla seiglu hafa á tilfinningunni að þessar litlu vélar séu eins og „sjúklingur í astmakasti" fyrir neðan 7.000 snúninga. En frá 7.000 og upp í 13.000 snúninga gerast hlutirnir nokkuð valdsmannslega.



 ■ Haraldur Ingþórsson
Morgunblaðið

14.11.1993


Heimildir: Cycle World og Motorcyclist, okt. '93

11.11.93

SNIGLAR á vélhjólakonsert

Aðalsteinn olíuborinn. Hann hefur
þó örugglega skellt sér í freyðibað

Meðlimi Bifhjólasamtaka lýðveldisins má með sönnu kalla unglinga götunnar. 


Á laugardagskvöld stormuðu þeir á blikkbeljunum sínum á unglingatónleika sinfóníunnar í Háskólabíói. Og ekki að ástæðulausu, því fluttur var Vélhjólakonsert eða Snigill á básúnu eftir Svíann Jan Sandström.

 Þá fór og vel á með Sniglunum og Bolero, sem var lokaverk kveldsins.

Jón Páll og Birna, ein þeirra sem mættu
 í sparileðurgallanum á tónleikana.
Flestir mættu Sniglarnir leðurklæddir með olíusletturnar upp á axlir, en sumir létu sig þó hafa það að máta fermingarfötin...
Svava er áhangandi Snigianna
 og eltir þá hvert á land sem er.
Hún var líka í sparifötunum.
Jói Færeyingur og DrulluValdi sögðust ekki hafa
 sést í svona fatnaði frá fermingu. 
Enda kom á daginn að enginn félaga þeirra þekkti þá.

17.10.93

Að staðsetja sjálfan siq í litrófinu .

Harley Davidson FXSTS Springer Softtail

Enn á ný er kominn sá árstími þegar væntanlegir kaupendur þurfa að panta sér nýtt hjól fyrir næsta sumar. Algengt er að það taki 5-6 mánuði að afgreiða þau.


Það er ekki á færi umboðanna að liggja með alla línuna á lager og bíða eftir að við fáum þá flugu í höfuðið að kaupa þegar komið er fram í júní eða júlí. Þótt gangvirki hjólanna sé flókið er þó enn flóknara að staðsetja sjálfan sig í litrófmu. Hvemig á að nota nýja (eða notaða) fína hjólið? Og ekki síður, hvaða ímynd á að skapa með hjólinu, leðrinu og öllu því? Lítum á valkostina.

Svart 

Sumum finnst þeir vera rólyndis kögurtýpa sem líkar best að damla niður Laugaveginn á 20, uppréttir í sætinu, handleggirnir beint fram, opinn hjálmur svo að sólgleraugun sjáist, og rassinn helst ekki meira en tvö fet frá jörðu. 90 km hámarkshraði bara gott mál, ekkert liggur á, og himneskt að fá vindinn svona beint í fangið, en vera samt grjótlöglegur.

Þá er að fá sér hippa. Engin spurning. V-2 mótor, ekkert annað, fullt af krómi, langan, mikið hallandi framgaffal, mjóslegið framdekk, svona skellinöðrudekk næstum, og akfeitt afturdekk. Og engar vindhlífar, takk.
Þeirra draumur er Harley-Davidson. Það er úr mörgum gerðum að velja. Ekki vegna þess það sé betra eða fullkomnara en önnur mótorhjól, heldur vegna þess að Harley Davidson er goðsögn.
Allir fá sjálfkrafa inngöngu í söfnuðinn á Harley og það hefur ekki neitt með tækni eða nýjungar að gera. Oft jafnvel andhverfu þess enda hefur HarleyDavidson stundum sett ótrúlega gamaldags hjól á markaðinn og komist upp með það. Biðlistinn er líka meira en fimm mánuðir eftir framleiðslunni. Harley-Davidson XL/Sportster-línan kostar öðruhvorumegin við milljón, það fer eftir útfærslu, og er til í 883 cc og 1200 cc gerðum, en þeir sem vilja FX-línuna, sem meira er í lagt, geta tvö faldað þá upphæð. Þau hjól eru 1340 cc. En það eru fleiri þrep í stiganum en það efsta. Og öll örugglega tæknilega fullkomnari. í mörg ár hafa verið til flottir hippar frá Japan, stórir og smáir, sá sverasti líklega Kawasaki Vulkan 1500 og Suzuki Intruder 1400 í svipuðum flokki. Honda smíðar Shadow og segja má að Yamaha hafí byrjað V-2 endurvakninguna með Virago. Intruder 1400 kostar um 1300 þúsund og 800-hjólið um 950 þúsund. Honda Shadow 600 og Virago 750 kosta um 770 þúsund í dag. Hér er þó aðeins stiklað á stóru í valkostunum og ekki um neinn tæmandi lista að ræða.

Auðveld í notkun 


Suzuki RF600 R á Teikniborðinu
Þessar stóru loftpressur „toga" og það vel.  Líklega hentar engin vélargerð betur til innanbæjaraksturs en V-2. Þær eru mjóar á þverveginn og með góðan þyngdarpunkt, byrja fljótt að gefa nýtanlegt afl og vinna á breiðu snúningssviði. Það er ekki meginatriði að vera í réttum gír þurfi að bæta smávegis við hraðann. Kannski mælast ekki nema um 70 hestöfl í þessum hjólum en það segir ekki alla söguna. Það er hægt að nota aflið. Það átti hvort eð var ekkert að „reisa" neitt á hippanum, eða hvað?

Honda VFR 750

Hvítt 

Getur verið að það þurfi að eiga tvö mótorhjól, eða kannski enn fleiri, til að eiga eitt fyrir hverja lund og stund?
Sumir vilja fara í skærskræpóttan samfesting og fara út með adrenalínfíklunum sem halda að talan níu núll sé háttatíminn í Svefnbæ. Hér gilda allt önnur lögmál um alla hluti en í Hippalandi.

Tækni, nýjungar og ystu mörk hins mögulega eru kjölfesturnar sem allt byggist á.   Straumlínulagaðar vindhlífar með innfelldum stefnuljósum og baksýnisspeglum, léttmálmar, magnesíum, ál og jafnvel títaníum, koltrefjaefni í allt mögulegt, demparar á hvolfi, frambremsudiskar á stærð við væna pizzu, nær ósýnilegur afturbremsudiskur, keðjudrif, aldrei drifskaft, hástemmdar, kraftmiklar fjögrra strokka vélar með óteljandi ventlum og gírum og snúast um 13.000 snúninga á mínútu og byrja að vinna af einhverju viti á snúning sem myndi liða venjulega bílvél í sundur. Hvert gramm sem hægt er að losna við skiptir máli og hvert hestafl sem kreist er úr vélinni er vel þegið á brautinni í Kapelluhrauninu (eina staðnum sem má nota til að vinda upp á dótið).
Það ærir óstöðugan að telja upp öll hjólin sem fylla keppnis-sportflokkinn og þó að við getum, fyrir um 13-14 hundruð þúsund, keypt 155 hestafla 1100 cc sporthjól þarf það ekki endilega að vera besti valkosturinn.
Mótorhjólablaðamenn hafa margir haldið því fram að stysta leiðin milli A og B sé Honda CBR 600 F2, en kannski eru Suzuki og Kawasaki 600 alveg við það að finna enn styttri leið. Þessi hjól eru á verðbilinu 800-1500 þúsund.
 Nánari umfjöllun um einstök hjól byrjar á þessum flokki á komandi vikum. Þótt umboðin þurfi að fara að skila pöntunum sem á að afgreiða í vor eru engir bæklingar fyrirliggjandi né fast verð og verða líklega ekki til fyrr en um áramót. Því getur kaupandinn ekki reitt sig á fast verð er hann pantar hjólið. Þó má búast við verulegri hækkun á japönskum hjólum vegna gengisþróunar jensins um þessar mundir. Á milli öfgahópanna tveggja sem á undan er lýst er stór hópur eigulegra, skynsamlegra og notadrjúgra mótorhjóla.
Þau svara kröfum sem eru ekki eins skýrt markaðar í eina átt. Þar má finna bestu hjólin og mesta verðgildið.
 Við fylgjumst líka með þeifingum.
 HAI
  Morgunblaðið
17.10.1993


https://timarit.is/files/18011143#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

15.9.93

Met í stökki á vélhjóli bætt um sjö metra um síðustu helgi




Stökk 34 metra í Njarðvíkurhöfn


Njarðvík.
„ÞETTA var rosaleg tilfinning og eitthvað það æðislegasta sem ég hef gert," sagði Jóhannes Sveinbjörnsson ofurhugi úr Njarðvík eftir að hann hafði stokkið 34 metra á vélhjóli sínu í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöldið. „Ætlunin var að slá metið sem Árni Kópsson setti þegar hann stökk 27 metra í Reykjavíkurhöfn og það tókst," sagði Jóhannes ennfremur. 

Jóhannes, sem er 21 árs, og aðstoðarmenn hans höfðu ekki auglýst þetta uppátæki en engu að síður var talsverður fjöldi áhorfenda sem kom til að fylgjast með stökkinu sem hafði spurst út. 
Það var svo um hálf níu sem Jóhannes settist á vélfák sinn, sem er Yamaha 175 árgerð 1982, og geystist af stað. Stökkið var tilkomumikið og allt fór vel en það tók kafara nokkurn tíma að finna hjólið því djúpt er í höfninni og skyggni var orðið takmarkað. - BB  
Morgunblaðið 15.9.1993