6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
  • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
  • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
  • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
  • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
  • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
  • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
  • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar