15.4.19

Bike Cave Reykjavík.

Bike Cave er í Einarnesi 36 í Reykjavík

Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.

Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.

Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.

Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.

Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.

Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.

Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.

Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is