21.2.19

Faðir og sonur: með hraðann í blóðinu (1973)

Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum.

VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tæknimönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hiln missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið í þetta sinn, en hann gerði það ekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var

nokkuð sem allt of sjaldan fór saman veturinn 1966-1967. Auk þess var eitthvað i blóði Campbells, sem rak hann áfram. Donald Campbell var haldinn hraðaástríðu, sem hann hafði tekið i arf frá föður sinum, Sir Malcolm. Campbell fjölskyldan var efnuð og seldi demanta. Þegar faðir Malcolms Campbell lézt, lét hann eftir sig fjórðung milljónar punda. Malcolm, sem fæddist árið 1885, kærði sig lítið um demantakaupmennsku, en hóf störf hjá tryggingafyrirtæki. En það var þó hraðinn, sem hafði mest áhrif á lif hans og réð þar lögum og lofum. Sem drengur var hann vitlaus í bíla og  mótorhjól. Hann tók þátt i sinni fyrstu keppni árið 1906, 21 árs að aldri, og sigraði auðveldlega. Það var mótorhjólakeppni.
 Í hernum fékk hann áhuga á flugvélum og varð flugmaður i konunglega flughernum. En hraði i lofti var honum ekki eins mikil ánægja og hraði á landi — og siðar á vatni og eftir striðið, þegar hann kom niður á jörðina aftur, beindist allur áhugi hans að fjórhjóla farartækjum, i stað tyeggja hjóla áður. Hann vildi nú fremur keppa við klukkuna en lifandi keppinauta.
Sonurinn
Hann hafði tekið methraðabakteriuna. Malcolm Campbell varð frægur á árunum upp úr 1920. Arið 1922 var hraðametið á landi 135 m/klst, en árið eftir kom Campbell þvi upp i 146 m/klst. Árið 1925 jók hann það upp i 150 m/klst, og næstu sex árin gekk metið fram og aftur milli Campbells og annars Breta, Henrys Seagrave, þar til 1931, að Campbell náði 246 m/klst. Þetta var tvöfaldur áfangi i lifi hans: i fyrsta lagi nýtt met, og i öðru lagi var hann aðlaður fyrir þjónustu sina við föðurlandið. En Sir Malcolm átti eftír að fara enn hraðar. 1933 ýtti hann metinu upp i 272 m/klst, og 1935 náði hann 301 m/klst. En nú hafði hann fengið meiri áhuga á heims metinu á vatni, og ákvað að verða fyrsti
maður til að komast yfir 150 milna hraða á þeim vettvangi. Hann gat það ekki, en 142 milna met það, sem hann setti 1939, stóð óhagganlegt til 1950. Sir Malcolm lézt árið 1948, en hann var trúr ástriðu sinni til dauðadags.
Aðeins mánuði fyrir andlátið var hann sektaður um eitt pund fyrir að aka of hratt i Hyde Park i London. Sir Malcolm átti son, Donald, sem fetaði i fótspor hans. Donald, sem fæddur var 1921, hafði alltaf dáð föður sinn, og þeir áttu sameíginleg áhugamál, einkum þó hraðaástriðuna. Donald átti mótorhjól, þegar hann, var ,18 ára, og ók bilum föður sins hvenær sem tækifæri gafst. Hann höfuökúpubrotnaði tvisvar á einu ári, er hann velti mótorhjólinu. Eini verulegi munurinn á Donald og föður hans, hvað hraðann varðar, var sá, að Donald hafði frá upphafi mestan áhuga á hraða á vatni. Hann varð frægur 1955, þegar hann endurheimti heimsmetið á vatni frá Bandarikjunum, og  það var 202 mílur. Hann bætti það um 14 milur mánuði siðar. Þá sneri hann sér að landi, og takmark
hans var að slá bæði metin, á landi og vatni sama árið. Landmetið, sem Bretinn John Cobb átti þá og setti 1947, var 392 milur. Það munaði minnstu að illa færi, þegar Donald reyndi við það met. Hann var á 325 milna ferð, þegar billinn lét skyndilega ekki að stjórn, spann og þeyttist upp i loftið. Þegar hann kom niður aftur, voru bæði hjólin undan hægra megin og hliðin að mestu úr. Donald sjálfur slapp með illa skemmt eyra og enn eitt höfuðkúpubrot, og var einkar heppinn að halda lifinu. En þetta gerði hann bara enn ákafari i að ná takmarkinu en áður. Og hann náði því. Árið 1964 setti hann nýtt hraðamet, 403 mllur, og sama árið vatnshraðamet, 276 mílur. Nú hefði hann átt aö vera ánægður, en svo var þó ekki. Hann hvildi sig varla aður en hann fór að reyna að slá met sitt á vatni. Það gerði hann snemma morguns þann 4. janúar 1967 á Conistonevatni I Lancashire, þar sem hann hafði áður gert
margar tilraunir. Bátur Donalds, „Bluebird", var knúinn þotuhreyflum, sem notuðu tvö tonn af lofti á minútu. Þá komst Donald upp í 320 mílur. Hann reyndi aftur og var kominn á 328 milna ferð, þegar ljóst var, að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Framendi bátsins reis of hátt. Einhver á bakkanum  kallaði til Donalds að taka fótinn af bensíninu, en auðvitað heyrði hann það ekki. Andartaki siðar lyftist „Bluebird" 50fet upp úr vatninu og snarsnerist í ótal hringi, áður en hann féll aftur niður, örskammt frá bát, sem lá við akkeri við brautarendann. Þar lézt Donald Campbell, aðeins sekúndubrotum frá þvi takmarki að fá staðfest heimsmet yfir 300 mílur.

 Sir Malcolm Campbell og sonur hans voru sannkallaðar „míluætur". Þeir lifðu fyrirhraða og Donald dó fyrir hann. Þeir tóku báðir mikla áhættu og færðu margar fórnir. Hvers vegna? Verk þeirra leiddu af sér heilmikinn fróðleik til handa bílsmiðum og skipasmiðum, en það var ekki ástæðan fyrir hraðaþorsta þeirra, heldur sú meðfædda hvöt, sem margt fólk hefur, að komast hærra, dýpra, lengra eða hraðar en nokkur hefur áður gert.

Heimilistiminn  10.tb júlí 1974