23.4.19

1. maí Hópkeyrslan á Akureyri

1. maí hópkeyrslan
er ætluð til að sýna og minna fólk og ökumenn á að Mótorhjólin eru komin á götuna.

Við ætlum að byrja á Ráðhústorgi og endum eftir smá hring um bæinn á Mótorhjólasafninu.
Þar verður boðið upp á eitthvað gott....

Allir Mótorhjólamenn eru velkomnir í Hópkeyrsluna.

Meira um þetta á viðburðinum á Facebook,
https://www.facebook.com/events/2008370499269911/

15.4.19

Miðar á Dimmutónleikana á Skírdag á Græna Hattinum

Dimma
Dimma á fimmtudagskvöld á Græna hattinum og það er uppselt!! Tían sem er hollvinafélag Mótorhjólasafnsins á miða og er að selja niðurgreidda miða til félagsmanna á 3800kr í stað 4500, nú er lag að ganga í Tíuna og styðja við safnið. Árgjaldið er aðeins 3000kr og rennur stór hluti til safnsins.
Komið og sjáið frábæra tónleika í góðum félasskap,,, ath! takmarkað magn miða.

Til að ganga í Tíuna er farið hér https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/…/viltu-ganga-i-bi…
p.s. sem er virkasti mótorhjólavefur landsinns

tian(hja)tian.is

Bike Cave Reykjavík.

Bike Cave er í Einarnesi 36 í Reykjavík

Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.

Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.

Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.

Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.

Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.

Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.

Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.

Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is

6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
 • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
 • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
 • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
 • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
 • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
 • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
 • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar 

31.3.19

Tíuspilið

Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían -  Bifhjólaklúbbur Norðuramts.

Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.

14.3.19

Grill og Vinnudagur Mótorhjólasafninu


Þar sem mæting á miðvikudagskvöldum hefur ekki verið góð þá ákváð Stjórn Tíunnar að breyta aðeins planinu og kallar til Vinnudags á laugardegi já og við grillum og höfum gaman.


Semsagt á laugardaginn 23 mars næstkomandi  milli kl 11 til 15 ætlum við að hafa grill og vinnudag á Mótorhjólasafninu. DJ Trausti verður á Grillinu og mun metta þá sem mæta .......

Við erum að reyna að klára efri hæðina á safninu og það vantar bara heslumuninn.... nokkra virkar hendur og löngun til að vinna.

Það sem er fyrirliggjandi er að mála ,,, Setja upp WC og vaska,,,, Rafvirkjast svolítið(mikið)
og fúga flisarnar og nokkur önnur atriði...  þá er ansi stutt í að hægt verði að fullnýta safnið okkar.

12.3.19

Landsmót Bifhjólamanna 2019 verður 4 - 7 júlí

Já tíminn líður og vorið nálgast hratt. Þá er must að huga að því að merkja inn í sumarleyfið
þ.e setja  Landsmót Bifhjólamanna á sumarleyfisblaðið . 

Turtilhrafnar munu vera með mótið.

 • Og munu Sleipnir MC sjá um leikina.
 • Tjaldstæði
 • Sundlaug  
 • Sjoppa 
 • Kolagrill á staðnum
 • Happadrætti.
 • Borgarfjörður (Syðri).
 • Frítt í Hvalfjarðargöngin ;)
 • Frítt í Vaðlaheiðargöngin... fyrir mótorhjól.

10.3.19

Dimma á Græna Hattinum 18 apríl 2019


 Er ein alla besta Rokkhljómsveit landsins og við í Tíunni fílum Dimmu í botn. Því bjóðum við okkar greiddu félögum 2019 að kaupa miðann á aðeins 3800kr.

Fullt verð er 4500 krónur og það er alltaf uppselt á þessa tónleika.
Takmarkað miðamagn í boði. ATH þetta er fyrir Greidda félaga í Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts. 
Eða sendið okkur Tölvupóst. 
Takmarkað magn í boði og miðarnir fara hratt.   tian@tian.is

8.3.19

Félagskirteini 2019Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.is1.3.19

Skagstrendingurkaupir Gullvæng (1988)

„Flagghjól" Honduverksmiðjanna farskjóti ferðaglaðra húnvetnskra hjóna:

Dýrasta mótorhjól sem sést hefur á íslandi hefur nú verið leyst út úr tolli og keypt til Skagastrandar í
Austur-Húnavatnssýslu. Er það af gerðinni Honda GoldWing GL1500/6 og flutt nýtt inn af Honda umboðinu frá Frakklandi. Kostaði það um 915 þúsund krónur. Eigandinn, Hjörtur Guðbjartsson sjómaður, var staddur úti á sjó um borð í Örvari frá Skagaströnd, er Tíminn náði sambandi við hann.

27.2.19

Vinnukvöld á Safninu á miðvikudögum.

  Mæting á vinnukvöld inn a mótorhjólasafn var ekki mjög góð 3 úr stjórn Tíunnar og þar af ein úr stjórn Safnsins og var málað aðeins,,,,, þetta er aðeins fra kl 20 - 22.

Nóg er eftir að gera... Mætum betur næst i málingargalla.. það þarf að mála meira... tengja þarf salernin og vaska og ganga fra rafmagni.

24.2.19

Er ekki betra að vita hvað maður er að gera áður en maður prófar mótorhjól

Hér á Akureyri bar það við, fyrir rúmum 90 árum, að maður einn fór að rjála við mótorhjól, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan hús í Brekkugötu og var vélin í gangi. Maðurinn var óvanur þessu farartæki, en vanur hjólreiðamaður. Settist hann nú á bak að gamni sínu, en varð þess valdandi í sama vetfangi, að reiðskjótinn skellti á skeið mikið. Maðurinn gat setið og stýrt, en kunni ekki að stöðva hjólið.

Hófst nú ægileg reið um Akureyrargötur, svo að allt hrökk undan. Maðurinn stefndi inn í bæinn og fram Eyjafjarðarveg sem fugl flygi. Sá maðurinn, að hann átti líf sitt undir þvi, að hann gæti stýrt svo, að ekki yrði slys. - Segir ekki af för hans fyrr  en hann er kominn fram hjá Saurbæ, 30 km frá Akureyri. Þá stöðvaðist hjólið af sjálfu sér. Vildi svo heppilega til, að  bensínið var þrotið.

Lofaði maðurinn Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist sleppa vel úr þeysireið þessari.

ps.... ætli hann hafi verið á Henderson ;)

21.2.19

Faðir og sonur: með hraðann í blóðinu (1973)

Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum.

VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tæknimönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hiln missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið í þetta sinn, en hann gerði það ekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var

20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.


18.2.19

Landsmótsleikur !!!!

Ein æfingin er sýnd
 á þessari mynd.

Hér fann ég ævafornann leik sem væri hægt að taka upp á Landsmóti Bifhjólamanna annað slagið. 

Greinina fann ég í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1931 og segir frá því að Lögreglan í London efnir til iþróttamóts á ári hverju og er sá siður ævagamall.
Vitanlega taka engir þátt í mótinu nema lögregluþjónarnir en þeim gefst

16.2.19

Ducati MotoGp


Ducati Desmosedici bikes

 Ducati  teflir fram öflugu liði árið 2019

Ökumennirnir Andrea Dovizioso og Danilo Petrucci (sem kemur frá Pramac Ducati liðinu)

Nýr sponsor er hjá Ducati í ár en Mission Winnow er aðal sponsor liðsins í ár eins og hjá aðalliði Ferrari í F1. En það er undirfyrirtæki tóbaksframleiðandans PMI  Philip Morris International

Andrea Dovizioso er Sikileyingur og er enginn nýliði því hann er búinn að vera í MotoGp síðan 2008 og var þar áður í minni

15.2.19

Suzuki MotoGp Liðið 2019


  Tveir ungir og efnilegir ökumenn prýða Suzuki liðið í MotoGp í ár.


Báðir eru þeir Spánverjar og heita Alex Rins og Joan Mir og hjólin Suzuki GSX-RR

Þeir hafa verið í prufum í allan vetur með hjólin og verið að berjast við að bæta aflið án þess að missa grip, auk þess að bæta hegðun hjólsins inn og út úr beyjum.

  Alex hefur nú klárað tvö keppnistímabil fyrir Suzuki í MotoGp mun því vera reynsluboltinn í liðinu

14.2.19

Norðanmenn eru mótorhausar

Þegar veturinn er sem harðastur hér norðanlands og allt á kafi í snjó þá dettur manni síst í hug að fara út á mótorhjólinu sínu.
Þetta hafa samt sem nokkrir gallharðir mótorhausar leyst með því að breyta mótorhjólinu í Vélsleða á einu skíði.

Milligirkassi til að koma aflinu
út í beltabúnaðinn


Upphaflega hugmyndin er erlend og er þekkt undir nafninu Timbersled, en í því felst er taka hjólin undan mótorhjólinu og setja undir beltabúnað í

13.2.19

KTM MotoGp liðið 2019

MotoGP mótaröðin 2019 hefst 10. mars í Qatar og hafa keppnisliðin verið að kynna nýju hjólin og keppendur undanfarið.

KTM í Austurríki teflir fram tveimur liðum í ár í MotoGP flokknum og kynntu þeir nýju hjólin og keppendur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KTM í Mattighofen 12. febrúar.
 Team KTM Red Bull Factory ásamt „Satellite“ Team Tech 3 KTM Red Bull.
Einnig voru nýjir ökumenn kynntir fyrir bæði liðin.

12.2.19

25 ára samstarf milli Honda og Repsol í MotoGp

Marc Marquez og Jorge Lorenso  

 Á dögunum tilkynnti Repsol Honda MotoGp keppnisliðið á fréttamannafundi í Madrid á Spáni hverjir myndu keppa fyrir þá á keppnistímabilinu 2019.

Og munu það vera Marc Marquez og Jorge Lorenso sem keyra fyrir þá á Honda RC213V

Lorenso sem ók fyrir Ducati liðið í fyrra og sigraði 3 keppnir er mjög sáttur við skiptin.

Marc Marquez er búin að vera nokkur ár hjá Honda og er núverandi

27.1.19

Vissuð þið aðAð herra Suzuki Framleiddi hágæða vefnaðarvélar löngu áður en þeir hófu framleiðslu á Mótorhjólum.

Að herra Honda stofnaði fyrirtækið til að hjálpa Japönum að ferðast um ódýrt eftir síðari heimstríðöldina.

Að Kawasaki var búið að vera skipamíðastöð og síðar í lestarsmíði og ýmsu öðrum þungavélasmíðum áður en þeir smíðuðu mótorhjól.

25.1.19

Partý og ball


Þann 2.febrúar n.k. verður Sniglabandið með sannkallaða stórtónleika á Græna Hattinum á Akureyri,því að á annan tug tónlistarmanna mun koma þar fram.Í tilefni af því mun Tían Bihjólaklúbbur Norðuramts  bjóða greiddum félögum Tíunnar  2018 -19 upp á miða á tónleikana á aðeins 3500 kr.

24.1.19

Harley Davidson Rafmagnshjól 2019

  

Já sum vígi hélt maður að myndu ekki falla en mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidsson sem hefur framleitt mótorhjól frá því 1903 mun bjóða upp á Rafmagnsmótorhjól  á árinu 2019, og er útgáfumánuðurinn ágúst.

Hjólið  á að geta komist frá 0-100km á 3,6 sekundum með drægni

17.1.19

Félagsgjöldin í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían

Jújú þetta árlega er að koma ,, Félagsgjöldin í Tíuna 

Félagsgjald í klúbbinn hefur ekkert hækkað þ.e 3000 kr nema að seðilgjald hefur bæst við.

Við hvetjum félagsmenn til að halda áfram að styrkja klúbbinn. Og þar með safnið.
1000kr af hverju félagsgjaldi fer í að styrkja safnið.
og allir sem eru greiddir félagar í Tíunni fá frítt á Mótorhjólsafnið.

Eftir standa 2000 kr sem við í  Tíunni notum til að halda viðburði og skemmtanir og jafnvel reynum að gera eitthvað meira úr aurnum til að nota í safnið eða annara góðgerða mála.

Stjórn Tíunnar þakkar stuðninginn á síðasta ári við finnum fyrir miklum meðbyr þar sem við unnum mikið óeigingjart starf til að koma hjólamenningunni á hærra svið...

2018Skoðið Skýrslu Stjórnar 
Sigga Dagný Formaður Tíunnar
 afhendir Halla V. Stjórnarmanni í
 Mótorhjólasafninu

200.000 kr styrk. til safnsins

Við gáfum safninu gjafir að verðmæti yfir 500 þúsund.
 Nýtt ofursjónvarp , Örbylgjuofn , og fl.
1 maí hópkeyrslan gekk stórvel ..
Landsmótið sem við héldum 2018 heppnaðist snilldarlega.Við gerðum við Súpupottinn hans Heidda , hann er eins og nýr núna...
Hjóladagar heppnuðst vel, en við viljum stækka þá.

Opnunarhátíð safnsins var frábær sýning er gömlu hjólin voru gangsett.
Hópakstur á Akureyrarvöku.
Haustógleði sem var Snilld.

Víðir afhendir Halla V.
Stjórnarmanni í Mótorhjólasafninu
65 tommu UHD sjónvarpstæki frá
Tíunni til safnsins

Framundan er spennandi sumar 

 • Heiðarlegur dagur
 • Skoðunardagur
 • 1. maí hópkeyrsla
 • Förum á Landsmót Bifhjólamanna
 • Hjóladagar
 • Haustógleði 


Og svo vonandi margar aðrar hjólaferðir í sumar...

Ef þið viljið bæta ykkur á félagatal klúbbsins þá þarftu ekkert annað en að hafa samband í tian@tian.is
Og við svörum fljótt.


Á Tíu árum

15.1.19

Velkomin á Safnið

Mótorhjólasafn Íslands Akureyri í Vetrarbúningi
Það er svalur janúarmorgun á Akureyri við Mótorhjólasafn Íslands"

Það er skylduheimsókn allra mótorhjólamanna sem kíkja til Akureyrar að heimsækja mótorhjólasafn Íslands.
Í vetur er opið á Laugardögum og Sunnudögum frá 13-16

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts hefur einnig aðalstöðvar í þessu glæsilega húsi.

12.1.19

Fyrsti maðurinn sem reyndi fallhlífastökk með mótorhjóli

Fred Osbourne keyrir fram af kletti.

Það þarf líklega sérstakan drifkraft til að fást til að stökkva í fallhlíf,  hvað þá að reyna það á mótorhjóli við að keyra fram af kletti. (video)


Enda fór ekki fyrsta tilraunin ekki eins og best var á kosið.

Árið 1926 reyndi Bandaríkjamaðurinn  Fred Osbourne við að stökkva á Mótorhjóli fram af klettum og opna fallhlíf og reyna

10.1.19

Að byggja upp framtíðar Mótorhjólamann :)


 Hvar byrjar maður :)


Fyrsta mótorhjólið.....
Moto Rocker var hannað til að vera fyrsta "mótorhjólið"  fyrir börn á aldrinum eins og hálfs árs til 4 ára.
Skemmtileg smíði með blöndung og púströrum og jafnvel gírkassa útliti.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða betur.
Moto Rocker 
Hægt er að fá þrjár útgáfur af þessum skemmtilega hönnuðu Ruggustólum  þe.  Cafe Racer, Brat Racer eða Track Racer, og nafn allra ökumanna er sett á grindina með raðnúmerinu.
Hver Moto Rocker hefur dufthúðaða grind, með leðursæti, leðurstýrihandfangi og er heildarþyngd 5 kg.

Þó að það sé hannað fyrir yngri börn, þolir hjólið allt að 50 kg ökumann.

Suzuki Hayabusa ekki á Evrópumarkað né í Japan

GSXR 1300 Búsa
Vegna mengunarreglugerða í evrópusambandinu og í Japan þá hefur Mótorhjólaframleiðandinn Suzuki ákveðið að setja ekki Suzuki  GSXR 1300  Hayabusa 2019 á evrópumarkað né í Japan.

Mótorhjólið uppfyllir ekki lengur mengunarreglur Euro 4 og í stað þess að fara breyta hjólinu fyrir evrópumarkað var ákveðið að setja hjólið ekki á þann markað.
Hjólið má enn selja á Bandaríkjamarkað en líkurnar á því að dagar busunar séu taldir hafa aukist mikið enda hjólið verið framleitt síðan 1999 og hönnunin farin að eldast.

Nafnið Hayabusa er komið frá hraðfleygum Japönskum Fálka sem lagði sér aðalega Blackbird sér til munns en Honda framleiddi einmitt Honda Blackbird mótorhjól sem voru afar hraðskreið en Búsan toppaði það hjól í endahraða sem og Kawasaki ZX12 sem voru þess tíma hraðskreiðustu hjólin.
Kawasaki ZX10 H2
og síðan eru liðin 20 ár og Hraðakóngurinn er nú "Kawaski ZX10  H2 Turbo"

http://www.thedrive.com/motorcycles/25387/the-suzuki-hayabusa-is-dead-thanks-to-tightening-emissions-regulations

9.1.19

Nýr fídus á Tíusíðuna www.tían.is

Nú er kominn sá möguleiki að þýða Tíusíðuna á hin ýmsu tungumál.

Vonandi er það gott fyrir þá erlendu gesti sem kíkja við hér.
Þessi valmöguleiki er í boði hérna efst til hægri.

kv Vefstjóri.

6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

5.1.19

Aðeins 6 mánuðir í Landsmót Bifhjólamanna

Já maður er sko löngu byrjaður að telja niður 

Já Borgarfjörður Tékk.....
en hvar Nákvæmlega....
Jú þið beygjið inn í Lundarreykjadalinn sjá kort....vegur 52

Fyrir þá sem koma að Norðan er stysta leiðin á mótið
að taka leið 53 Hvítárvallaveg
 sem er mitt á milli Baulu og Borgarnes
og bruna þannig beint inn í Lundareykjadal
en nokkur gatnamót samt þar.
(Líklega er það Malarvegur)Áhugavert