17.10.19

Aðalfundur Tíunnar Þann 19. Október   er aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Akureyrar
kl: 13:00

Dagskrá


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Annað

 

Boðið verður upp á dýrindis súpu og brauð á fundinum.

 

Samveru okkar er ekki lokið því Tían býður upp á hina ógleymanlegu Haustógleði heima hjá Jóa rækju að Hrappsstöðum.

Kl: 18:30 verður grillið klárt með dýrindis steik og meðlæti.

Í boði verður Kaldi á 250 kr stk á meðan birgðir endast.

 

 

Ef þú hefur eitthvað að segja, eða hefur gaman af skipulagi og vera með skemmtilegu fólki í stjórn Tíunnar, þá erum við að leita af 2 einstaklingum til að starfa í stjórn Tíunnar.2.10.19

The Distinguished Gentleman's RideÍ lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.
4.9.19

Myndband af 300km pókerrun Tíunnar í ágúst

Nicholas Björn Mason sauð saman þetta myndband af pókerrun Tíunnar.
Magnað að fara meðfram Hestastóði í Skagafirði sem var alltaf að fælast meira og meira.

30.8.19

Fyrir 90 árum


KAPPREIÐAR Á BIFHJÓLUM 


Reykjavík, laugardaginn 17. ágúst 1929. 

Veðreiðar hafa löngum verið ein uppáhaldsskemmtun fólks í stórborgunum að sumarlagi, og það hefur þótt „fínt" að eiga
góða veðhlaupahesta. En siðan bifreiðar og bifhjól komu til sögunnar hefir stórum minkað hestahald í stórborgunum, þvi flestum þykir þægilegra og ódýrara að eiga bifreið. Eigi leið á löngu áður en menn fóru að efna til kappaksturs á þessum tækjum og eru þesskonar kappmót nú orðin að kalla daglegur viðburður í flestum stórborgum, og þeir menn sem skara fram úr á mótunum eftirlætisgoð fólksins.

Lifa sumir þessara ökugikkja á þvi að ferðast borg úr borg og aka á bifreið eða bifhjóli. Á myndunum hjer að ofan má sjá kappakstursmenn á slíkum mótum. Er mikill vandi að sitja bifhjólin, því snarpar bugður eru á kappakstursbrautunum. Það kemur eigi ósjaldan fyrir, að slys verða á þessum mótum, ýmist
renna hjólin út undan sjer og keppandinn dettur, eða að tveir keppendar eða fleiri rekast á.


26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.
Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin

17.8.19

Besta geðlyfið

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is

12.8.19

Mad Max "Stríðsmaður á veginum"

 Það er 40 ár síðan einn af mest elskaða og ein áhrifamesta mótorhjóla bíómynd allra tíma kom  í kvikmyndahúsin.
 Mad Max, útgefin árið 1979,
Bíómyndin varð vinsæl um allan heim en það eru ekki allir sem vita að í henni lék alvöru mótorhjólagengi

Ekki skemmdi heldur fyrir að myndin sem var mjög ódýr í framleiðslu, kostaði 350 þúsund dollara en halaði inn massívum 100 milljón dollurum og setti met í Heimsmetabók Guinness yfir arðbærustu kvikmyndir  sem stóð í yfir 20 ár. 
Myndin kom einnig ferli ástralska leikarans Mel Gibson á flug en hann er í dag farsæll leikari og leikstjóri.

Án Mad Max , myndi mótorhjól í bíómyndum einfaldlega ekki vera það sama.
Hjólamennirnir sem léku í myndinni fengu til dæmis borgað í bjór þar þar sem þröngt var í búi við gerð myndarinnnar.

Sagan um sköpun Mad Max er í raun Sköpunarverk ,George Miller.

4.8.19

Rafmögnuð hringferð Snigla, ON og Electric Motorcycles

Hringfarinn, Kristján Gíslason mun verða með okkur hringinn

Dagskráin
8. ágúst
Við tökum á móti Marchel og Ingrid sem koma til landsins með Norrænu og hafa með sér 6 stykki rafmagnsbifhjól sem við munum aka og kynna, hringinn í kringum landið.

11:00- 13:00
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í boði Fjarðaáls og Dreka

14:00-17:00
Egilsstaðir við ON hleðslustöð á N1 stöðinni. Goðar bifhjólaklúbbur tekur á móti okkur

9. ágúst
13:00-18:00
Húsavík við ON hleðslu. Félagar í Náttfara taka á móti okkur

10. ágúst
Akureyri
11:00-13:00
Spyrna á braut BA að Hlíðarfjallsvegi 13

14:00-18:00
Mótorhjólasafnið Krókeyri 2

11. ágúst
Borgarnes
16:00- 19:00
Samgöngusafnið í Brákarey í boði Rafta

Kominn á sextugsaldur en ungur í anda

„Það er langt í frá að komist jafn oft út að hjóla og mig langar. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. 

Ég eignaðist fyrsta mótorhjólið mitt 1990 en sem unglingur á áttunda áratug síðustu aldar var ég með blæðandi skellinöðrudellu. Ég fékk hins vegar ekki að kaupa mér eina slíka en fékk að sitja aftan á hjá vinum mínum,“ segir Steinmar Gunnarsson formaður Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins. Steinmar segist svo hafa tekið nokkurra ára hlé en farið að hjóla aftur upp úr aldamótunum. „Þá kviknaði áhuginn aftur,“ segir hann.

Sniglarnir eru um margt afar merkilegur félagsskapur. Félagið fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári. Það sinnir hagsmunagæslu fyrir alla bifhjólmenn á Íslandi en á sama tíma hefur félagið beitt sér fyrir slysavörnum í umferðinni svo eftir hefur verið tekið. Sniglarnir hafa í nokkur ár átt fulltrúa í Umferðarráði. Þeir hafa líka sinnt góðgerðarmálefnum og sem dæmi má taka að Kraftaklerkurinn er samstarfsverkefni Snigla, Mótorhjólamessunnar og Grillhússins. Verkefnið skilaði Grensásdeild rúmum 600 þúsund krónum í ár.

Félagsstarf Sniglanna er öflugt. Það eru haldnir hjóladagar og svo er opið hús einu sinn í viku yfir sumartímann. Skráðir félagar eru um 400 en frá upphafi hafa 2500 manns starfað innan vébanda Sniglanna. Það eru talsvert fleiri karlar en konur í félaginu en þeim er að vaxa ásmeginn. „Það er gleðilegt að sjá að konunum er að fjölga og nú eru nokkrir hjólahópar eingöngu skipaðir konum og í hinum ýmsu klúbbum um landið eru hluti félaganna konur, ýmist á eigin hjólum eða sitja aftan á hjá körlunum. Þær eru stundum kallaðar hnakkaskraut, segir Steinmar og kímir.

„Annars er þetta nú þannig að menn koma og fara eins og í öðrum félögum. Okkur finnst nýliðun raunar ekki alveg nógu og mikil hjá okkur. Það vantar yngra fólk ætli meðal aldur félagsmanna sé ekki í kringum fimmtugt í dag, „ segir Steinmar og bætir við; „Það hljómar rosalega hátt. Maður er kominn á á sextugsaldur en mér finnst ég alveg jafn ungur í anda og ég var þetta er spurning um hugarástand og heilsu. Það er oft sagt að mótorhjól sjáist aldrei fyrir utan skrifstofu sálfræðinga vegna þess að það sé svo góð þerapía að aka hjóli. Þetta tekur mann út úr amstri dagsins. Skilningarvitin skerpast, maður heyrir hljóðið í mótornum, vindgnauðið í hjálminum og svo finnur maður lykt af öllu sama hvort það er angandi gróðurlykt eða skítafýla. Að vera á hjólinu krefst óskiptrar athygli, einhver sagði einhvern tíma að það að keyra bíl væri eins og að horfa á kvikmynd en að vera á mótorhjóli væri eins og vera í kvikmynd.“

Steinmar bendir líka á að ástæðan fyrir því að yngra fólki á mótorhjólum hefur fækkað gæti verið sú að hjólin eru dýr og það er dýrt að tryggja þau en fleira gæti komið til.

„Án þess að ég hafi nokkrar vísindalegar sannanir fyrir því þá held ég að yngra fólk sé ekki jafn hrifið af farartækjum sem nota jarðefnaeldsneyti og það var. Það er munur á afstöðu kynslóðanna í þessum efnum. Við fengum þá hugmynd að vekja áhuga á rafmagnshjólum á 35 ára afmæli samtakanna. Við erum með samstarfsaðila í Hollandi sem koma í sumar og kynna rafmagnsbifhjól. Við ætlum að fara hringinn í kringum landið á rafmagnshjólum og hefjum ferðina 8. ágúst á Seyðisfirði og endum á Egilsstöðum viku síðar.

Margir telja að það sé afar hættulegt að aka bifhjólum, Steinmar er því ekki alls kostar sammála. Ég vil nú gerast svo grófur að segja að það fari eftir hegðun hjólamannsins og annarra vegfaranda hvort þetta teljist hættulegt sport eða ekki. Með bættri fræðslu og hertum reglum hefur slysum fækkað. Á síðustu átta árum hefur bifhjólum fjölgað um 20 prósent en alvarlegum slysum hefur á sama tíma fækkað um 57 prósent.Þetta eru tölur frá Samgöngustofu. En hvert slys er einu slysi of mikið,“ segir Steinmar að lokum.

29.7.19

Framundan um Verslunarmannahelgina


Næst á Dagskrá hjá Tíunni !


Tíufundur á Mótorhjólasafninu..
Á síðast fimmtudagsfundi var grillað og farið að hjóla og miðað við veðurspá þá verður líklega farið út að hjóla.
Viðburðurinn

Á föstudaginn er náttúrulega Ein með öllu hátíðin og við tökum þátt í henni með hópakstri um bæinn ásamt Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem endar niður í Göngugötu. Allir hjólamenn velkomnir í keyrsluna ..sem og Fornbílar.
Viðburðurinn

Á Laugardag verður Súpukvöld inn á safni til styrkta Pieta samtökunum
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Frjáls framlög.
Allir að mæta.
Viðburðurinn

9.7.19

Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)

Tían Bifhjólaklúbbur
Norðuramts kynnir

Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí

Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..

Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)

Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....


Dagskrá Hjóladaga :

FÖSTUDAGUR 19 Júlí...

KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00

Skráning í æfingarspyrnuna er hér

kl 21-23 Grillað og með því
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt

Laugardagur 20 júlí

Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu

13:00  Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.

17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk  Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060

Val um 200gr nautalund eða Rib eye 350gr með grilluðu grænmeti, smælki og bernaise sosu a 3990kr .
Svo 150gr bbq hamborgara með karmeluðum lauk, beikoni, salati og frönskum  2790kr .
Einnig bjor a dælu á 750kr og vínglas a 1000kr. 
Svo annars 10% afslátt af öllu öðru.

20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.

Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu 
25.6.19

Tíufundur og ferð á Samgönguminjasafnið á Fimmtudag. 27.júní kl19:30

Já Leikdagur hjá Hjólafólki


Já Leikdagur hjá Hjólafólki verður á Keppnisvæði B.A. á Akureyri á Hjóladögum Tíunnar.


Hvað er Leikdagur,,,, jú við ætlum að æfa okkur á Ljósunum og keyra 100 metra.
Allir geta verið með og eru því margir flokkar til að gera öllum þetta að skemmtilegri og til að sjá hvað við getum...og um leið lærum á hjólin okkar.

Verðlaun fyrir alla flokka.

Flokkarnir eru eftirtaldir
F hjólaflokkur Ferðahjól eða svokölluð F hjól
G- flokkur 800cc og minna
G+ flokkur 800cc og meira og Ofurhjól
Hippar að 1100cc
Hippar yfir 1100cc
Hjól eldri en árg 1985
Og Nýliðaflokkur...

Nú auðvitað er hægt að æfa í öðrum flokkum ef hjólið uppfyllir skilyrði flokksins. þá er bara að skrá sig oftar.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSd_up9oatJ4K9gw2w…/viewform

Árskirteinin kominn

17.6.19

Þjóðhátiðarhelgin ,Bíladagar og Startupday á Safninu


Það var enginn hjólamaður svikin af því að heimsækja Akureyri um helgina .


Æðislegt veður og Mótorsportviðburðir út um allan bæ og meira segja hægt að fá Bæjarins bestu ef einhverjir fengu heimþrá.
Skemmtunin er þó ekki enn búin því Bíla og hjólasýning er í Boganum frá 10-18 og Græjukeppnin verður á samastað kl 13-15

Frábærhjóla og Bílahelgi...
Takk allir og Gleðiega þjóðhátíð og velkomin aftur.

Við Mótorhjólasafnið í gær var Startupdagur þar sem gömul og staðin mótorhjól voru sett í gang eftir langa hvíld og viðruð með smá hjólahring um bæinn.

Myndband frá Safninu þegarhjólin fóru á rúntinn

Á eftir var afmæliskaffi og kökur þar sem haldið var upp 50 ára afmæli Honda CB 750 og 40 ára afmæli Honda CBX 1000 og Kawasaki Z1300

Endilega sendið mér myndir af viðburðunum sem ég get sett í möppur hér á síðunni... tian@tian.is

14.6.19

Njóta Veðurblíðunnar


 Eins og við vitum þá er mikið um að túristar fari um Ísland á Mótorhjólum og oftast koma þeir með ferjunni á Seyðisfjörð...


Tók ég þrjá þeirra tali við Bónus Undirhlíð á Akureyri en reyndar bara tvo þeirra því einn þeirra reyndist vera heyrnalaus og ég ekki sleipur í Rúmensku Táknmáli.
En með honum voru tveir Portugalir Carlos Monteiro
og Joao Marco Primix
og voru þeir hæstánægði með dvölina enn sem komið er því þeir búnir að vera heppnir með veður. Stefndu þeir á að gista Húnaveri og taka Kjöl eftir það.
Rúmenann Marko Istvan hittu þeir bara í ferjunni og ákváðu þeir að ferðast saman um klakann.

Marco er eins og ég áður sagði er hann heyrnarlaus en hann er búinn fara um allar heimsálfur á hjólinu (sjá Kortið) .... getið fylgst með honum https://www.facebook.com/Deaf-World-Motorcycle-Marko-Istvan-384039624990543/.

Afar hressir gaurar og gaman að spjalla við þá....

9.6.19

ÖRYGGIÐ SKIPTIR MÁLI


Baksýnisspeglar eru nauðsynleg öryggi á Mótorhjólum,

En vissulega má ofgera þeim líkt og maðurinn á meðfylgjandi mynd.

Hjálmurinn er vissulega ómissandi öryggisbúnaður en einnig þarf að passa að klæða sig rétt enda ekki gott að detta á malbik í þunnum buxum.18.5.19

Skoðunardagurinn í dag

Viðburðir

Viðburðadagatal Tíunnar er hér til hliðar ef einhver er ekki búinn að átta sig á því.

Vinstra megin þar stendur "Dagatal" og undir "Framundan hjá Tíunni" með ljósmynd af frægum leikara á mótorhjóli.... Athugið þetta sést ekki í farsímaútgáfu vefsins en í flettilistanum er hægt að finna dagatalið.

16.5.19

Glæsilegar framkvæmdir við safnið

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.15.5.19

Minningarferð á Afmæli Heidda

Á miðvikudaginn 15 mai ætlum við í Tíunni að hittast á Torginu og hjóla upp í Kirkjugarð og leggja blóm á leiði Heiðars Þ.Jóhannssonar #10.
Á eftir er kjörið að taka góðann hjóltúr eithhvað....

7.5.19

Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði

Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi.

Um er að ræða Indian Camelback mótorhjól árgerð 1906 en þetta var eitt af fyrstu mótorhjólunum sem smíðuð voru í heiminum. Það er með einsstrokka bensínvél sem skilaði af sér rúmlega tveimur hestöflum.

Aðeins tæplega 1.700 hjól af þessari tegund voru smíðuð á sínum tíma og þetta eintak er eitt örfárra sem enn eru til.

Mótorhjólið var í eigu du Pont fjölskyldunnar sem keypti framleiðslufyrirtæki þess, Indian Motorcycle Manufactoring Company á sínum tíma. Það var síðast keyrt á áttunda áratugnum. Fyrirtækið varð hinsvegar gjaldþrota árið 1953 eftir mikla samkeppni við Harley Davidson.

Sem fyrr segir er mótorhjólið ryðgað og alls ekki í toppstandi. Slíkt er þó talið auka verðmæti þess og ósennilegt er talið að nýr eigandi þess muni gera það upp þar sem slíkt myndi lækka það í verði.
Visir.is 10. janúar 2012 

5.5.19

Á Heiðarlegum degi Tíunnar ætlum við að hjóla frá Akureyri til Borgarnes á Raftasýningu


Heiðarlegur Dagur er hugsaður þannig ...
Að vera með einhvern viðburð þar sem við
gerum eitthvað hjólatengt sem
við teljum að Heidda hefði líkað vel.
Heiddi hefði orðið 65 ára núna 15 maí.

Hleiðólfs fák ek hrindi á dröfn,
úr hreysum sagna láða.
Hvar hann tekur á hauðri höfn,
bifhjólið mun því ráða.

(úr minningargrein)https://www.facebook.com/events/2160378534016075/

Ferðinni var aflýst vegna Veðurs

1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.   

Vaðlaheiðargöngin

Notið hitans í Göngunum
Vaðlaheiðargöng

Göngin hér í Vaðlaheiðinni er mikil samgöngubót og kemur einnig að góðum notum fyrir mótorhjólafólk á köldum dögum.
Hitastigið inn í göngunum er nefnilega á kafla í göngunum vel yfir 23 stig, og þykir okkur hjólamönnum alveg dásamlegt á köldum dögum að renna inn í göngin og ylja okkur í einu af mörgum útskotum sem eru í göngunum.
Myndir : Hjörtur Gíslasson

27.4.19

23.4.19

1. maí Hópkeyrslan á Akureyri

1. maí hópkeyrslan
er ætluð til að sýna og minna fólk og ökumenn á að Mótorhjólin eru komin á götuna.

Við ætlum að byrja á Ráðhústorgi og endum eftir smá hring um bæinn á Mótorhjólasafninu.
Þar verður boðið upp á eitthvað gott....

Allir Mótorhjólamenn eru velkomnir í Hópkeyrsluna.

Meira um þetta á viðburðinum á Facebook,
https://www.facebook.com/events/2008370499269911/

15.4.19

Miðar á Dimmutónleikana á Skírdag á Græna Hattinum

Dimma
Dimma á fimmtudagskvöld á Græna hattinum og það er uppselt!! Tían sem er hollvinafélag Mótorhjólasafnsins á miða og er að selja niðurgreidda miða til félagsmanna á 3800kr í stað 4500, nú er lag að ganga í Tíuna og styðja við safnið. Árgjaldið er aðeins 3000kr og rennur stór hluti til safnsins.
Komið og sjáið frábæra tónleika í góðum félasskap,,, ath! takmarkað magn miða.

Til að ganga í Tíuna er farið hér https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/…/viltu-ganga-i-bi…
p.s. sem er virkasti mótorhjólavefur landsinns

tian(hja)tian.is

Bike Cave Reykjavík.

Bike Cave er í Einarnesi 36 í Reykjavík

Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.

Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.

Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.

Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.

Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.

Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.

Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.

Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is

6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
 • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
 • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
 • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
 • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
 • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
 • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
 • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar 

31.3.19

Tíuspilið

Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían -  Bifhjólaklúbbur Norðuramts.

Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.

14.3.19

Grill og Vinnudagur Mótorhjólasafninu


Þar sem mæting á miðvikudagskvöldum hefur ekki verið góð þá ákváð Stjórn Tíunnar að breyta aðeins planinu og kallar til Vinnudags á laugardegi já og við grillum og höfum gaman.


Semsagt á laugardaginn 23 mars næstkomandi  milli kl 11 til 15 ætlum við að hafa grill og vinnudag á Mótorhjólasafninu. DJ Trausti verður á Grillinu og mun metta þá sem mæta .......

Við erum að reyna að klára efri hæðina á safninu og það vantar bara heslumuninn.... nokkra virkar hendur og löngun til að vinna.

Það sem er fyrirliggjandi er að mála ,,, Setja upp WC og vaska,,,, Rafvirkjast svolítið(mikið)
og fúga flisarnar og nokkur önnur atriði...  þá er ansi stutt í að hægt verði að fullnýta safnið okkar.

12.3.19

Landsmót Bifhjólamanna 2019 verður 4 - 7 júlí

Já tíminn líður og vorið nálgast hratt. Þá er must að huga að því að merkja inn í sumarleyfið
þ.e setja  Landsmót Bifhjólamanna á sumarleyfisblaðið . 

Turtilhrafnar munu vera með mótið.

 • Og munu Sleipnir MC sjá um leikina.
 • Tjaldstæði
 • Sundlaug  
 • Sjoppa 
 • Kolagrill á staðnum
 • Happadrætti.
 • Borgarfjörður (Syðri).
 • Frítt í Hvalfjarðargöngin ;)
 • Frítt í Vaðlaheiðargöngin... fyrir mótorhjól.

10.3.19

Dimma á Græna Hattinum 18 apríl 2019


 Er ein alla besta Rokkhljómsveit landsins og við í Tíunni fílum Dimmu í botn. Því bjóðum við okkar greiddu félögum 2019 að kaupa miðann á aðeins 3800kr.

Fullt verð er 4500 krónur og það er alltaf uppselt á þessa tónleika.
Takmarkað miðamagn í boði. ATH þetta er fyrir Greidda félaga í Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts. 
Eða sendið okkur Tölvupóst. 
Takmarkað magn í boði og miðarnir fara hratt.   tian@tian.is

8.3.19

Félagskirteini 2019Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.isÁhugavert