4.8.18

Hópakstur Tíunnar á Einni með öllu.


 Í gærkvöldi var skemmtilegur hópakstur á vegum Tíunnar frá miðbæ Akureyrar. 


Hópaksturinn var hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Ein með öllu" en Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts  sá um skipulagningu hópakstursins.

Um eða yfir 40 hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna




Ekinn var stuttur hringur um bæinn og og endað í göngugötunni og veitti lögreglan okkur forgang á flestöllum ljósum á leiðinni ásamt því að nokkrir hjólarar lokuðu á hringtorg.



Þegar við komum svo niður í göngugötu skall á okkur alvöru hitaskúr, svo menn hlupu sumir hverjir í skjól og hlustuðu á tónleikana sem voru á torginu,

Við þökkum Lögreglunni á Akureyri kærlega fyrir hjálpina ásamt Fornbílamönnum sem mættu.

Og að sjálfsögðu.
Takk Bifhjólafólk fyrir að koma.



Munið eftir AFL súpunni hjá Köllu í Ránargötu 17. Laugardagskvöld kl 19:00 
Frjáls Framlög til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.