17.7.18

Æðislegir Hjóladagar um helgina


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts

Þakkar gestum Hjóladaga kærlega fyrir frábæra Hjóladaga.


Við byrjuðum helgina á Mótormessu og Vöfflukaffi í Glerárkirkju,

Þrautabrautin var býsna snúin
og skemmtileg
Grilluðum svo á Mótorhjólasafninu um kvöldið í 60 manna grillveilslu og partý fram á nótt.
Í  Snigli 

Á laugadeginum  byrjuðum við daginn á því að mæta á Ráðhústorgið og fá okkur hádegisverð á DJ grill
Race og Hippaburger.




Svo kl 13:30 var hópakstur sem B.A.C.A sá um og voru allavega 35 hjól í þeirri keyrslu sem endaði svo niður á Mótorhjólasafni.

kl 14 var Götuspyrna hjá Bílaklúbbnum

Á Mótorhjólasafninu var Njáll Gunnlaugson formaður Snigla búinn að setja upp þrautabraut og var með æfingahjól þar sem allir máttu spreyta sig á brautinni... 
Dimma frábær á Græna
Kærar þakki Njáll fyrir þennan viðburð.
Stelpurnar tóku fullan þátt í sniglinu.

Á eftir það voru Landsmótsleikar þar sem keppt var meðal annars í mótorkasti , Teigjutogi og skíðagöngu...
en hápúnkturinn var keppni í Snigli og í þetta sinn máttu allir sem vildu fá lánað hjól til að keppa á.
En eftir snarpa keppni þá sigraði Jói Rækja Sniglið og var þar með Snigill ársins.
Njáll Gunnlaugs setti hinsvegar nýtt íslandsmet í Snigli 1:54 sek  ( sjá myndband á Facebooksíðu Tíunnar )

Eftir leikana var svo skemmtilegt grillteiti hjá formanni Tíunnar  og eftir það fóru allir á stórtónleika á Græna Hattinum þar sem Dimma ( sem Tían pantaði sérstaklega fyrir þessa helgi) Spilaði geðveikt rokk fram á nótt....

Takk æðislega enn og aftur fyrir frábær helgi ,,, og er Formaður Tíunnar búinn að lofa stærri og flottari hjóladögum á næsta ári sem verða helgina 19-21 júlí 2019

Myndir á facebooksíðu Tíunnar