23.5.18

Vel heppnaður fundur Snigla og bifhjólaklúbba

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar boðuðu til svokallaðs formannafundar á annan í Hvítasunnu en fundurinn var haldinn til að stilla saman strengi samtakanna og klúbbanna í hagsmunamálum. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu fulltrúar frá bifhjólaklúbbnum Ernir, Ducati klúbbnum, Dúllurum, CMA (Christian Motorcycle Association), Sturlungum, Skutlum, Göflurum, GWRRA á Íslandi og Ruddum.


Auk þess óskuðu fulltrúar Tíunnar á Akureyri og Dreka á Austurlandi eftir samstarfi um þessi mál þótt þeir hefðu ekki náð að senda fulltrúa sinn á fundinn að þessu sinni.



Talsverð umræða var um tryggingamál og er það samhljóma álit að gera þarf gangskör í þeim málum. Endurskoða þarf hvernig málum er háttað varðandi slysatryggingar á Íslandi.

Nokkur umræða var um réttindamál og hvernig stigskipting réttinda væri óréttlát. Loks var rætt um betra samstarf við Vegagerðina og aðra veghaldara þar sem það er eins og bifhjólafólk hafi gleymst í hönnun umferðarmannvirkja að undanförnu og var Miklubrautin tekin sem dæmi í þeirri umræðu.


Kallað var eftir frekar umræðum á milli klúbbana og verður reynt að halda annan slíkan fund seinna á þessu ári. Einnig þarf að vera auðveldara að ná til annarra klúbba en upplýsingar um tengiliði klúbba eru ekki alltaf fyrir hendi á heimasíðum, og er hér með auglýst eftir þeim upplýsingum þar sem það stendur til að setja um sértstaka tengiliðaskrá sem verður uppfærð reglulega.






www.sniglar.is