30.5.18

Flott ferð á samgöngusafnið Ystafelli


Við Olís á Akureyri

Í gærkvöldi Safnaðist saman góður hópur hjólamanna við Olís og fóru  í skipulagða ferð á Samgönguminjasafnið á Ystafelli.

28.5.18

Tíufundur

Miðvikudaginn 6 júní kl 18:30 verður Tíufundur á Mótorhjólasafninu 

Pizza og Kók í boði fyrir duglegar hendur því við þurfum að vinna smá við að tæma Tíuherbergið af hjólum og dóti... og þrífa það.

Ákaflega gefandi fundur framundan og
vonandi mæta sem flestir...

Spall um komandi viðburði ,,, Landsmót og fl,,,

26.5.18

Bjölluminningarathöfn



Þann 1 júní verður Bjölluminningarathöfn inn við Mótorhjólasafn íslands við Krókeyri

Látlaus athöfn þar sem við minnumst bifhjólafólks sem hefur fallið frá.

Til Hamingju með 30 ára Afmælið Óskabörn Óðins



Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts óskar 

Óskabörnum Óðins 

til hamingju með 30 ára afmælið.



Í tilefni 30 afmælis Óskabarna Óðins MC þá verður smá teiti í húsnæði klúbbsins 26.mai   að Kaplahrauni 14 Hafnarfirði.

24.5.18

Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu


Ánægja með samkennd í mótorhjólamessu í Digraneskirkju. Séra Bára Friðriksdóttir segir nær 700.000 krónur hafa safnast til góðgerðarmála. Félagar úr fjandvinaklúbbunum Hells Angels og Outlaws meðal þeirra sem mættu til kirkju.

Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni.

Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára.

Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn.


Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki.

„Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“


Garðar Örn Úlfarsson

gar@frettabladid.is

Bíladagar

Bíladagar verða haldnir á aksturíþróttasvæði Bílaklúbbbs Akureyrar að venju dagana 

14-17 júní næstkomandi

Dagskráin verður eftirfarandi 

Fimmtudagur 14 júní 
Buggy Enduro í gryfjunum                                    kl 19:00
Drulluspyrna  í gryfjunum                                     kl 21:00

23.5.18

Vel heppnaður fundur Snigla og bifhjólaklúbba

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar boðuðu til svokallaðs formannafundar á annan í Hvítasunnu en fundurinn var haldinn til að stilla saman strengi samtakanna og klúbbanna í hagsmunamálum. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu fulltrúar frá bifhjólaklúbbnum Ernir, Ducati klúbbnum, Dúllurum, CMA (Christian Motorcycle Association), Sturlungum, Skutlum, Göflurum, GWRRA á Íslandi og Ruddum.


Auk þess óskuðu fulltrúar Tíunnar á Akureyri og Dreka á Austurlandi eftir samstarfi um þessi mál þótt þeir hefðu ekki náð að senda fulltrúa sinn á fundinn að þessu sinni.



Talsverð umræða var um tryggingamál og er það samhljóma álit að gera þarf gangskör í þeim málum. Endurskoða þarf hvernig málum er háttað varðandi slysatryggingar á Íslandi.

Nokkur umræða var um réttindamál og hvernig stigskipting réttinda væri óréttlát. Loks var rætt um betra samstarf við Vegagerðina og aðra veghaldara þar sem það er eins og bifhjólafólk hafi gleymst í hönnun umferðarmannvirkja að undanförnu og var Miklubrautin tekin sem dæmi í þeirri umræðu.


Kallað var eftir frekar umræðum á milli klúbbana og verður reynt að halda annan slíkan fund seinna á þessu ári. Einnig þarf að vera auðveldara að ná til annarra klúbba en upplýsingar um tengiliði klúbba eru ekki alltaf fyrir hendi á heimasíðum, og er hér með auglýst eftir þeim upplýsingum þar sem það stendur til að setja um sértstaka tengiliðaskrá sem verður uppfærð reglulega.






www.sniglar.is

22.5.18

Pitt Bifhjólaverkstæði býður okkur 10% afslátt af vinnu.


Bræðurnir Gummi og Leibbi hjá
 Pitt Bifhjólaverkstæði bjóða hjólamönnum 10% aflsátt af vinnu verkstæðinu hjá sér við Fjölnisgötu 2b Akureyri.

S467-1777
GSM 8690806

21.5.18

Afsláttur á Hauganesi fyrir Tíufélaga

Baccalá Bar á Hauganesi

Býður Mótorhjólafólki sem kemur við á mótorhjóli upp á Vöfflu eða Köku á 700 kr og fylgir með frítt kaffi.
Fínt er að taka með sundfötin því þarna eru komnir 2 fínustu pottar í fjöruna og flott aðstaða til sjósunds
Tveir heitir pottar flott aðstaða á Hauganesi
Hauganes er mitt á milli Hjalteyrar og Dalvíkur. 

19.5.18

Sniglar boða til Formannafundar


Við þurfum að hafa með okkur meira samstarf að hagsmunamálum mótorhjólafólks,
Og þess vegna hafa Sniglar Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að bjóða formönnum starfandi mótorhjólaklúbba til skrafs og ráðagerða kl 17:00 mánudaginn 21. maí í Sniglaheimilinu.

Að mati Bifhjólasamtaka Lýðveldisins eru það helst þrjú atriði sem brenna á mótorhjólafólki um þessar mundir, en það eru tryggingamál, lagaumhverfið og vegamál. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í tryggingamálum og ýta lagabreytingum og forvörnum í vegamálum áfram. Auk þess má tína til mörg smærri atriði og því viljum við hvetja til þessa samtals.


Vonumst til að sjá sem flesta.
www.sniglar.is

Hvítasunnuferð felld niður

Hvítasunnuferð Tíunnar sem vera átti í dag hefur verið felld niður m.a. vegna slæmrar veðurspár. :(

16.5.18

Viltu ganga í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían ? eða endurnýja kynnin við gamla klúbbinn


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts 

Til að borga félagsgjaldið er einfaldast að leggja 4000kr (fjögur þúsund krónur-) inn á reikning Tíunnar og send kvittun í Tölvupósti í tian@tian.is   (skráið af hverju í skýringu)



1000 kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafns Íslands.

Bankaupplýsingar Tíunnar eru:
Banki: 565-26-100010
Kennitala: 591006-1850

15.5.18

Heiddi hefði orðið 64 ára í dag 15 maí.


Og í tilefni af því lagði formaður Tíunnar blóm á leiði Heiðars frá klúbbnum sem var stofnaður í hans nafni.
Mótorhjólasafn Íslands er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 64 ára ef hann hefði lifað.
Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.

í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts stofnað til minningar um Heiðar ,Snigils nr 10
Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Sem við ætlum aldeilis að gera því Við ætlum að halda LANDSMÓT og HJÓLADAGA og svo Haustógleði....

12.5.18

Heiðarlegur Dagur velheppnaður

Krítarlistaverk í Planinu
Í dag hélt Tían upp á Heiðarlegan dag í fyrsta sinn, en ástæða þess var að koma með viðburð í stað aðalfundar Tíunnar sem var alltaf haldin í kringum afmælisdag Heidda. 15 maí

Grillinu var hent fram á plan ásamt sófasettinu, og stólum...
Grillmeistari var settur á grillið og sá hann um að pyslurnar væru mátulega grillaðar.
Milli 35 ogl 40 manns létu sjá sig og nutu dagsins og skoðuðu safnið.
Veðrið var gott þó sólin kíkti bara annað slagið á okkur ...

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..

10.5.18

Heiðarlegur Dagur 12 maí



Heiðarlegur dagur


Er nýr viðburður hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían, en viðburðurinn varð til við það að aðalfundur klúbbsins var færður frá miðjum maí til október, en lögum um það var breytt á síðasta aðalfundi klúbbsins.


Við munum halda þetta við Mótorhjólasafnið á Akureyri

Laugardaginn 12 maí kl
14:00-17:00

Safnið verður opið Gestum og gangandi.


Hittingur og Samvera.


Kaffi á könnunni


Forsala á Landsmót Bifhjólamanna á Staðnum ásamt
Landsmótsmerkjum


Lifandi Tónlist... (og dauð) :)


Lítil Þrautabraut fyrir hjól.


Landsmótsnefnd opinberar glænýtt Landsmótsplaggat 2018


Grillveisla. Pylsupartí--- ekki Pulsu þetta er norðlenskt


Tökum krakkana smá hring á Hjólunum.


Og ljúkum deginum með smá rúnti Eyjafjarðarhringinn og endum á torginu.

6.5.18

Skoðunardagurinn

Grillað með stæl.
Þvílík veisla.

Á Laugardag fór fram skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja.
Fínasta mæting var og veðrið bara ágætt sól og svolítið svalt.
Bílaklúbburinn bauð svo upp á Grill og gos um hádegið og færum við hér með kærar þakkir til Bílaklúbbsins fyrir skemmtilegan viðburð.

5.5.18

Skutlur hjóla saman

Íris Sigurðardóttir Formaður Skutla

Kvenhjólaklúbburinn Skutlur samanstendur af fríðum flokki kvenna með ástríðu fyrir mótorhjólum
og ferðalögum. Þær hvetja allar hjólakonur til að taka þátt í alþjóðlega kvenhjóladeginum 5. maí.

Ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því ég man eftir mér og sem krakki heima í Eyjum horfði ég öfundaraugum á strákana á skellinöðrunum,“ segir mótorhjólaskutlan Íris Sigurðardóttir sem er formaður kvenhjólaklúbbsins Skutlur. Íris eignaðist sitt fyrsta hjól síðla árs 2005.
„Það var Honda Rebel 250 cc. Þá var ég ekkert að spá í þessi cc og vissi ekki hversu lítill mótorinn
var, en þetta þótti víst fínt byrjendahjól. Ég hjólaði einn rúnt um Hafnarfjörð en næsti rúntur var í Hondu-umboðið þar sem ég keypti mér nýja Hondu Shadow 750 cc og hjólaði á henni í eitt ár.  Sumarið 2007 keypti ég svo hjólið sem ég er enn á en það er Yamaha Roadstar Warrior, 1700 cc.“

Eins og adrenalínsprauta


4.5.18

Félagskyrteini

Núna í maí erum við að fara að gera félagsskyrteini Tíunnar og til að fá þau verður maður að hafa greitt Árgjaldið sem eru litlar 3000 kr sem jafngildir einni pizzu í verðgildií dag.

Félagsmenn Tíunar eiga allir að hafa fengið sendann Gíróseðil í febrúar ,,, en hann gildir til 2019 og safnar engum vöxtum....

1.5.18

Næst á Dagskrá hjá Tíunni (Skoðunardagurinn)


Já þegar einn viðburður er búinn þá tekur sá næsti við.

Skoðunardagur Tíunnar er á Laugardaginn 5 maí
Hinn árlegi skoðunardagur Tíunnar verður þann 5 maí 2018.
Að þessu sinni verðum við í Frumherja á Akureyri og er skoðunin með góðum afslætti fyrir greidda félagsmenn Tíunnar
Sú nýbreytni er að Bílaklúbbur Akureyrar verður með sinn skoðunardag á sama tíma en þeir munu nota stóru skoðunarstöðina en hjólin þá litlu,,
Skoðunardagurinn hefst klukkan 9:00 og mun kosta 4800kr á hjól (40% afsláttur)
Um hádegið verður svo boðið upp á grillveislu á staðnum fyrir Félaga.
ATH ,Skoðunardagurinn er fyrir Greidda félagsmenn Tíunnar og BA. 2018
Og til að ganga í Tíuna eða borga félagsgjaldið smellið hér.
Viðburðurinn á Facebook

1. maí Hópkeyrslan tókst glymjandi vel.

1. maí hópkeyrslan var haldin á Akureyri eins og hefð er komin fyrir.


Safnast var saman hjá Mótorhjólasafninu um kl 13:30 og lögðu 56 hjól  af stað í keyrsluna kl 14:00

Rúllaði hópurinn svo í gegnum bæinn og gekk það vonum framar því að Lögreglan var okkur til aðstoðar og lokaði flestum gatnamótum sem hætta var á að hópurinn hefði slitnað í sundur og þar að auki voru nokkrir aðrir hjólamenn á vaktinni og blokkuðu önnur gatnamót svo að þetta heppnaðist alveg frábærlega og slysalaust.
Undir lokin renndi þessi föngulegi hópur í gegnum miðbæjinn og vakti það mikla athygli , og svo framhjá Hofi þar sem hópurinn lagði svo hjólunum.

Við viljum þakka Lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina sem og því röska fólki sem var á vaktinni fyrir okkur. 

SKILABOÐIN ERU :
  
MÓTORHJÓLIN ERU KOMIN Á GÖTUNA 



Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt,

Hjólakveðja   
             Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Tían óskar eftir myndum....frá hópakstrinum.....
tian@tian.is



Mæli með að kveikja á efra videoinu fyrst ,,
og þegar það er hálfnað
Startið neðra ,,,kemur töff út..

Myndbönd :
Kalla.
.