1.9.16

Vonir um mótorhjólasafn Íslands

Á smágerðum platta sem hangir uppi á vegg í svartmáluðu sýningarrými Mótorhjólasafns Íslands á Akureyri er að finna lítið glerhylki með tönn úr Heiðari Þ. Jóhannssyni. Yfir glerhylkinu er áletrun sem á stendur: „Heiðar Þ.Jóhannsson. Framtíðar jólasveinn.1965–1995.“ Undir plattanum er svo miði með eftirfarandi upplýsingum á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku: „DNA úr Heidda ef einhver vill klóna. Með vinarkveðju og minningum, Ólafur Sveins –2011.“

Þó svo að tönnin úr Heiðari sé sýnd á  Mótorhjólasafni Íslands með kæruleysislegum hætti, gefur húntilefni til alvarlegrar ígrundunar. Tönnin minnir á hugmyndir umsöfn sem grafhýsi og helgistaði mikilvægra einstaklinga. En söfn eru oft stofnuð í nafni ákveðinna einstaklinga og þar með álitin einskonar framlenging á ævi þeirra, störfum og vonum.

Söfnin eru oft kennd við einstaklinginn og sýna persónulega muni sem hann hefur látið eftir sig

Áhugavert