27.9.13

Hin árlega haustógleði Tíunnar


Verður haldin laugardaginn 12. október og hefst klukkan 19.00. 



Staðsetning: Sportvitinn

Matseðill: ( a la Sigga Ben )
lamb, kjúklingur og meðlæti
Skemmtiatriði
Hljómsveit
Happdrætti til styrktar Mótorhjólasafninu ( 1000 kall miðinn ) búið að hækka miðaverð úr 500 í 1000 þar mikið er komið svaðalega flottum vinningum.
Malpokar að sjálfsögðu leyfðir

Verð aðeins 4 stk Brynjólfur Sveinson (mannurinn á þúsundkrónaseðlinum )

Af því tilefni að Binni Sveins er blár verður þema kvöldsins BLÁTT og verða veitt verðlaun fyrir mesta blámann í kvenna og kalla flokki

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku eigi síðar en þriðjudaginn 8. okt til að hægt sé að áætla mat ofan í liðið. Best er að tilkynna sig með því að senda póst á tian@tian.is

Með kveðju
Stjórn Tíunnar

11.9.13

Mótorhjólafólk var duglegt að heimsækja Siglufjörð í sumar



Það var ósjaldan sem maður heyrði drunur í mótorhjólum í sumar.


Bæði stórir og litlir hópar af hjólafólki kom við á Sigló. Mikið af erlendu hjólafólki lagði leið sína í fjörðinn og það er greinilegt að Siglufjörður er kominn á kortið þegar um mótorhjólaferðir er að ræða og ósjaldan sá maður mótorhjól fyrir utan Gistiheimilið Hvanneyri.

Ég náði þessum myndum í sumar af mótorhjólafólki sem kom við á
Sigló og tók einn bryggjurúnt áður en þau lögðu af stað úr bænum.

11.09.2013 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson