27.10.07

Innrás mótorhjóla úr austri

 MARGIR hafa velt fyrir sér auknum innflutningi bíla frá Kína til Evrópu og hugsanlegri sprengingu á markaði ódýrra bíla í kjölfarið. 

Þessi sprengja er hins vegar um það bil að springa í mótorhjólainnflutningi og ekki síður hér á Fróni en á meginlandinu. Á undanförnum þremur árum hafa vel á þriðja hundrað kínversk mótorhjól verið flutt til landsins og er þá ekki talinn með fjöldi fjórhjóla. Í Kína varð sprengingin í framleiðslunni árið 2003 og hún hefur aukist töluvert síðan. Árið 2003 voru framleidd 14 milljón mótorhjól í Kína, sem var 48% af heimsframleiðslunni. 

Kína flytur út mótorhjól til yfir 200 landa, og þá oftar en ekki til þróunarlanda í Asíu og Afríku. Árið 2010 er búist við að Kína og Indland verði með samanlagða framleiðslu upp á 36 milljón mótorhjól á ári. Þar sem annars staðar aukast sífellt kröfur um minni mengun farartækja sem eykur eftirspurn eftir betri eldsneytis- og kveikjukerfum. 

Eitt íslenskt fyrirtæki hefur sett stefnuna á þann markað en það er fyrirtækið Fjölblendir ehf. sem hefur þróað blöndung fyrir minni vélar sem minnkar losun CO2 allt að 80% og HC+NOx allt að 35%.

Útflutningur til Ameríku og Evrópu vex líka hröðum skrefum en útflutningur þangað jókst úr 3,4 milljónum eintaka árið 2002 í 9 milljón stykki árið 2004. Þetta er aukning upp á 123% á tveimur árum og aukning á útflutningsverðmæti úr 650 milljónum dollara í 1,45 milljarða dollara. 

Þessu er líkt farið í mörgum löndum í Suðaustur-Asíu. Mikil aukning er á framleiðslu mótorhjóla í Indlandi en þar er áætlað að framleiðslan aukist um meira en helming á næstu þremur árum, upp í 15 milljónir mótorhjóla á ári árið 2010. Lönd eins og Suður-Kórea og Malasía eru einnig á hraðri uppleið. Í Malasíu jókst framleiðslan frá 2003 úr 352.933 mótorhjólum í 472.726 mótorhjól árið 2004, eða aukning upp á 34%. Flest þau mótorhjól sem framleidd eru í Austurlöndum fjær eru undir 200 rúmsentimetrum.

Morgunblaðið
26. OKTÓBER 2007

26.10.07

Sjálfskipt mótorhjól með „skotti“

ÍTALSKI mótorhjólaframleiðandinn Aprilia hefur nú lært ýmislegt af framleiðslu skellinaðra og ákveðið að bjóða mótorhjól sem gæti heldur betur hleypt lífi í mótorhjólamarkaðinn. Um er að ræða sjálfskipt mótorhjól sem ætti að hafa drjúgt notagildi þar sem það er líka með „skotti“.

Aflið gert aðgengilegt

Það er Aprilia Mana sem mun fást með þessum sjaldgæfa búnaði – í mótorhjólum í það minnsta. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem mótorhjól fæst sjálfskipt því bæði Honda og Moto Guzzi hafa smíðað mótorhjól með sjálfskiptum gírkassa – árin 1979 og 1975. (Þá má geta þess að nýverið kynnti Honda nýja gerð sjálfskiptingar sem lesa má nánar um á bls. 2 í blaðaukanum.)

   Sjáfskipting verður stillanleg á þrjá vegu; með sport, touring og regnstillingu en einnig er handskiptimöguleiki fyrir hendi, líkt og á fínustu lúxusbílum.

Góðir dómar

Mörgum kann að lítast illa á þá hugmynd að hafa mótorhjól sjálfskipt og hafa þannig t.d. ekki stjórn á skiptingum í beygjum en mótorhjólið hefur nú þegar verið tekið til prófunar hjá breska veftímaritinu Telegraph.co.uk og fékk þar mjög góða dóma og var sjálfskiptingin með öllu hrekklaus.

   Hjólið er útbúið 75 hestafla vél, 840 cc, tveggja strokka V-vél með 8 ventlum og er aflið yfirdrifið fyrir sjálfskiptinguna og í raun hentar sjálfskiptingin vel þar sem hröðun úr beygjum og úr lítilli ferð verður snurðulaus.

   Helstu mínusarnir þóttu vera mikill titringur og sú staðreynd að með sjálfskiptingu er vélarhemlun nánast úr sögunni. 

Morgunblaðið 
26. OKTÓBER 2007

10.10.07

Kúaskítur beint í æð


Fimmtán gljáandi, urrandi Harley Davidson mótorfákar með íslenskum knöpum brunuðu um hlykkjótta sveitavegi austurræisku Alpanna í september.


 Alpanna í september. „Mótorhjólaklúbburinn HOG stendur fyrir Harley Owners Group og er stærsti mótorhjólaklúbbur veraldar með yfir milljón meðlimi,“ segir Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri Harley Davidson Íslandi, sem ásamt fimmtán meðlimum í Íslandsdeild HOG gekk frá hjóli sínu í gám til Frankfurt, þaðan sem brunað var á hjólunum niður Móseldalinn í átt til austurrísku Alpanna.

„Íslandsdeild HOG fer utan ár hvert, ásamt því að reiða farþega í kringum Tjörnina á menningarnótt til styrktar langveikum börnum. Nú fórum við á Harleymót til Faak am See, austurrísks fjallaþorps í 550 metra hæð. Alls mættu 50 þúsund manns, en í Ölpunum er ekki þverfótað fyrir mótorhjólafólki í eftirsóknarverðum aðstæðum þar sem hægt er að keyra upp og niður hlykkjótta vegi innan um stórkostlegt landslag og vinalega smábæi,“ segir Jón Örn sem skrapp yfir í ítalska hluta Alpanna og til Ljúblíana í Slóveníu meðan á mótinu stóð. 

„Það er mikil stemning í þessum ferðum. Við forðumst hraðbrautir eins og heitan eldinn því það er hundleiðinlegt ferðalag þar s ekki sést landslag og aðeins stoppað á bensínstöðvum. Svona ferðalag snýst um hjólaleiðina að áfangastað og til baka, en það er mótorhjóladellan í okkur að vera á góðum hjólum á mismjóum, bugðóttum sveitavegum. Maður upplifir náttúruna beint í æð, eins og alla lykt, hvort sem hún er af nýsleginni töðu eða kúaskít,“ segir Jón Örn hlæjandi, en að meðaltali ók hópurinn 250 kílómetra leið á dag. 

„Við áttum einungis bókaða gistingu fyrstu og síðustu nótt ferðarinnar. Því var ekkert stress að keyra á milli náttstaða heldur létum við hvern dag ráðast og stoppuðum í hvert sinn sem eitthvað freistaði,“ segir Jón Örn sem eignaðist sína fyrstu skellinöðru tólf ára gamall.

 „Gamla ímynd mótorhjólamannsins er á hröðu undanhaldi, en lengi þótti annars flokks að vera á mótorhjóli og ógleymanlegt þegar fjörutíu Sniglar fylgdu félaga sínum heim í Mosfellsbæinn og kona hringdi á lögregluna. Í dag eru Harley-eigendur allt frá lægsta launamanni til skurðlækna, milljónamæringa og þingmanna, og allir tala saman á jafnréttisgrundvelli. Harley sameinar fólk og hjólamenn heilsast þegar þeir mætast hér heima og ytra, því þetta er bræðralag. Mótin eru svo ekkert annað en stór partí þar sem skiptast á sýningar og böll með rokkhljómsveitum og fjöri. Þess vegna er maður æstur að fara aftur, ár eftir ár, til að njóta ferðalags, hjólamennsku og þess að vera í góðra vina hópi.




 https://timarit.is/files/40479599#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3lakl%C3%BAbbur%22

5.10.07

BMW á góðri siglingu


Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

   Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.
   Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.
   HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu.
   BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi.
   Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli.
   Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt.


   Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður. 


Morgunblaðið 5.10.2007
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is

BMW á góðri siglingu



Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.

Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.


HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu. BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi. Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli. Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt. Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður.







29.9.07

Þetta er toppurinn

Fjórtán ára gamall eignaðist Halldór Rúnar Magnússon sitt fyrsta mótorhjól, Hondu SS50. Á henni brunaði hann um Laugarneshverfið þar til næsta hjól tók við og síðan hafa fleiri bæst við.

 Í dag rekur Halldór, betur þekktur sem Dóri, verslunina Motors ásamt félaga sínum Merði Ingólfssyni, en hún stendur á horni Nóatúns og Laugavegs 168. 

Í Motors eru fyrst og fremst stór og kraftmikil mótorhjól frá Bandaríkjunum, flest af Harley Davidson-gerð, en þeir félagar stefna að innflutningi á fleiri tegundum.
     „Við eigum til dæmis mjög glæsilegan Triumph, eitt Ducati og svo sérsmíðuð hjól eins og Big Dog Mastiff. Þá eigum við eitt stykki Ultra Cycle Groundpounder sem er líka „chopper“ eins og Big Dog Mastiff,“ segir Dóri og bætir því við að sjálfur myndi hann helst vilja eiga það síðarnefnda. „Big Dog Mastiff er alveg svaðaleg græja með 1.753 kúbiksentimetra vél, sex gíra Baker-gírkassa og „rake“ upp á 39 gráður. Flest hjólin sem við erum með eru í stærri kantinum og gríðarleg orka í þeim,“ segir hann.

Spurður að því hvort hann kjósi mótorhjólið umfram bílinn segir Dóri svo vera. „Það er þessi ólýsanlega frelsistilfinning sem gerir það að verkum að ég vil fremur vera á hjóli og því keyri ég það allan ársins hring svo lengi sem aðstæður leyfa. Á mótorhjóli þarf maður samt alltaf að hafa varann á. Bílar eru morðingjar sem maður þarf að forðast og það er ekkert til sem heitir að eiga réttinn. Ef maður ætlar að nýta sér réttinn þá getur maður eins verið dauður,“ segir Halldór og bætir því við að lokum að best sé að fara á hjólinu út í íslenska sveit. 

„Það er ekkert sem toppar það að bruna um þjóðvegi Íslands á góðu mótorhjóli,“ segir Dóri að lokum og ljóst er að hann meinar hvert orð. 

Fréttablaðið 29.09.2007

20.9.07

Aðalfundur Drullusokkanna:

Þar komu saman ungsokkar, sukksokkar, ellisokkar og kvensokkar 

Drullusokkarnir, félag mótorhjóleiganda í Vestmannaeyjum, hélt aðalfund sinn fyrr í mánuðinum. Mikill fjöldi mætti af fastalaiidiiIII en félagið nær til þeirra sem eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. Um 50 manns sóttu fundinn og settu félagar svip á bæinn þegar þeir fóru í hóp um bæinn á hjólum sínum.
Tryggvi Sigurðsson, formaður Drullusokkanna, var mjög ánægður með fundarsókina. „Fundarhöld voru um daginn en um kvöldið var grillveisla og síðan gieði fram eftir nóttu," sagði Tryggvi. „Markmið okkar er að skemmta sér og hafa gaman af lífinu.  Fundurinn heppnaðist vel og allir alsælir."
Þegar Tryggvi, sem kominn er á miðjan aldur, var spurður að því hvort hann væri ekki vaxinn upp úr því að hafa gaman af mótorhjólum, sagði hann það af og frá. „Þetta er ólæknandi delia sem ég kæri mig ekkert um að losna við. Það eru líka margir eldri en ég sem eru illa haldnir af mótorhjóladellunni og ég sé ekki að það skaði þá á nokkurn hátt."
Margir brottfluttir mættu á fundinn en skilyrði fyrir inngöngu í Drullusokkana er að eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. „Það er löng hefð fyrir mótorhjólum í Vestmannaeyjum og í kringum 1970 var hvergi meira af hjólum á landinu en hér í Vestmannaeyjum."
Með Tryggva í stjórn eru Þorleifur Hjálmarsson, varaformaður, Vignir Sigurðsson, ritari, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Þorsteinn Júlíusson, Steini Tótu, sem er sendiherra félagsins á nyrstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Norðureyjunni, svo notuð séu orð Tryggva. „Félagsmenn eru um 120 og
meðal þeirra er fullt af glæsilegum stúlkum. Við skiptumst í ungsokka, sukksokka, ellisokka og kvensokka. Nú þurfa menn að setjast niður og finna húsnæði sem er lífsspursmál fyrir félagið.

Eyjafréttir 20.9.2007

11.8.07

Komnir heim

Mótorhjólaferðalagi bræðranna Einars og Sverris Þorsteinssona umhverfis jörðina lauk með móttökuathöfn í gær




MÓTORHJÓLABRÆÐURNIR

Einar og Sverrir Þorsteinssynir eru komnir heim eftir að hafa hjólað á mótorhjólum sínum í kringum hnöttinn. Óku þeir síðasta legginn, frá Keflavík til Reykjavíkur, í gærmorgun og var að því loknu sérstök móttaka þeim til heiðurs hjá MotorMax, umboðsaðila Yamaha-mótorhjóla sem framleiddi farartækin.
Einar og Sverrir sögðu í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að ólýsanleg tilfinning fylgdi því að koma aftur heim til Íslands. Þá voru þeir hálforðlausir yfir þeim móttökum sem þeir fengu við heimkomuna. Þegar þeir voru spurðir út í það hvað stæði upp úr eftir langferðina
sagði Sverrir það vera Mongólíu. Hún hefði reynst virkilegt ævintýri. Hvað varðar sambúðina allan þennan tíma segja þeir hana hafa verið góða. Þegar á hafi reynt hafi þeir staðið saman sem einn maður. „
Við töluðum bara íslensku, ensku, innlensku eða útlensku. Tungumálin voru ekki vandamál. Auðvitað var erfitt á köflum að geta ekki spjallað við fólk, okkur langaði mikið til að spjalla. En við lentum hvergi í þeirri stöðu að tungumálið skapaði mikil vandamál,“ sagði Einar spurður út í það hvort ólík tungumál í löndunum þrettán sem þeir heimsóttu hafi verið nokkur hindrun.
Ferðalagið hófst 8. maí síðastliðinn á sama stað og því lauk í gær. Eru þeir Einar og Sverrir fyrstir Íslendinga til að ljúka slíkri langferð. Þeir lögðu að baki ríflega 32.000 kílómetra og völdu ekki auðförnustu leiðina. Hún lá að stórum hluta utan alfaraleiða um torfærar slóðir og fjarri byggð, að því er fram kemur á heimasíðu MotorMax. Óku þeir m.a. um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Rússland, Síberíu, fáfarna slóða Mongólíu, Japan og N-Ameríku.

11.8.2007
Morgunblaðið

10.8.07

Heimsreisan á enda !!! / Round the world is over !!!

  Ótrúlegt en satt, kominn heim og búinn að upplifa drauminn. Draum sem fæddist fyrir nokkrum árum síðan og sem varð að veruleika í desember þegar ég tók þá ákvörðun að verða fyrstur Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli. Þessi ákvörðun hefur verið ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið og ennþá ánægjulegri sú staðreynd að Einar bróðir skyldi slást í hópinn. þessi heimsreisa okkar stóð í 95 daga og eknir voru 31.946 km svo nákvæmlega sé sagt frá. Hjólin okkar, Yamaha XT 660 R hafa staðið sig hreint frábærlega og það yrði ekki mikið mál að halda í aðra reisu á mánudaginn þegar búið væri aðeins að skipta um olíu og olíusíu, keðju og tannhjól og bremsuklossa.


Ég hef sagt það í viðtölum að Mongolia sé eftirminnilegasta landið sem við höfum heimsótt en eins og staðan er í dag er svo margt sem stendur uppúr og svo ótrúlega margt sem ég hef séð og upplifað sem ekki er alltaf hægt að skýra með orðum. Þessi ferð okkar bræðra hefur í stuttu máli verið mikið ævintýri, stundum tekið vel á því, mjög oft erfitt, oft þreyttir, oft endurnærðir, stundum pirraðir, oft óumræðanlega hamingjusamir og allt þar á milli. Í morgun heyrði ég töluvert frá fólki að því hafi fundist allt hafa gengið svo vel og auðvitað er það satt og rétt, en þar sem við vorum mjög vel undirbúnir og erum mjög hæfir að takast á við vandamál og erfiðleika sem uppá koma, þá gekk allt vel hjá okkur og vandamálin urðu bara að verkefnum sem við leystum. Það sem einn lítur á sem vandamál lítur annar á sem verkefni og það tel ég okkur bræður hafa gert. Ég er svona að bræða það með mér hvort ég verði ekki að útbúa myndasýningu því svo margir áhugasamir hafa haft samband sem myndu vilja sjá myndir úr ferðinni. Hugsa það mál á næstu dögum. 


Síðasti dagurinn í New York var frekar langur að líða en við þreyttum tímann með að fara í bíó og horfa á mannlífið. Ég hef fengið nokkrar skammir fyrir að upplýsa ekki hvernig ég hitti frægu leikkonuna Söruh Jessicu Parker, en sorry..gat ekki alveg upplýst það þá því ég ætlaði að færa konunni minni áletrað ilmvatn og fleira flottery frá henni en þetta var ekki merkilegra en það en að ég fór í biðröðina í Macys og þar hitti ég semsagt dömuna og spjallaði bara þó nokkuð við hana og keypti þessa líka fínu gjöf fyrir frúna ! Og er þá þetta leikaramál hér með upplýst. En ferðin heim gekk vel og vorum við heppnir með að fá góð sæti bræðurnir og gátum teygt úr okkur og létum fara vel um okkur en eitthvað gekk mér illa að sofna og líklegast var það spenningurinn við það að koma heim sem olli því. Það var hreint ólýsanlega gaman að koma í gegnum tollinn í morgun og sjá litlu blómarósina mína, afhenda okkur fallega gula rós og hitta alla fjölskylduna sína. Hver vegur að heiman er vegurinn heim segir í laginu og það má með sanni segja að frá fyrsta degi sem við lögðum að stað þá hefur leiðin legið heim og það er mikill léttir að hafa komist frá þessu ævintýri heill á húfi. Hrafnhildur á Rás 2 var mætt í morgunsárið og tók létt viðtal við okkur bræður og pabba sem var ótrúlega kátur með sinn hlut og má hann eiga það og Skúli líka að þeir stóðu sig rosalega vel og gaman að fá þá með í síðasta hlutann. 
 Einn af öðrum mótorhjólamönnum renndu svo í hlað á Leifstöð og mikið fannst mér það gaman að fá þessa fylgd í bæinn af kátum mótorhjólamönnum og konum. Það voru 29 mótorhjól sem fylgdu okkur lokasprettinn. Tryggvi bróðir hafði séð til þess að við gætum sótt hjólin í geymslu hjá Icelandair Cargo og hefur hann aðstoðað okkur mikið með flutningana og erum við honum mjög svo þakklátir. Uppúr klukkan 9 lögðum við svo að stað í bæinn og stefnan var sett á Mótomax og þangað komum við rétt yfir kl. 10 og þar fengum við aldeilis frábærar viðtökur af Mótormaxfólki, ættingjum, vinum og áhugafólki um mótorhjól og ferðina og vil ég bara þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig og þakka kærlega fyrir allan stuðninginn sem ég og við höfum fengið þessa síðustu 3 mánuði. Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan stuðning og gaman að vita til þess að þessi ferðabloggsíða mín hafi verið mörgum góð skemmtilesning. 
 

Ég á nú örugglega eftir að setja inn fleiri myndir inn á bloggið en nú líður samt að lokum þessarar ferðasögu minnar en það hefur verið mjög svo skemmtilegt að geta haldið út nokkuð jafnt og þétt ferðalýsingum og fleiru fyrir ættingja og vini og annað áhugafólk um mótorhjól og ferðamennsku.



En þangað til næst - ÞAKKA FYRIR MIG !!! 
 



Viðtalið á Rás 2 í morgun..aftarlega og út í enda.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331579

Fréttin á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1284740



We’re home and a big dream has become a reality, unbelievable but true! I’ve had this dream for several years now but I decided to attempt to fulfill it in Desember when I started preparing for this trip. This has been one of the best decisions I’ve made so far and it was even better to get Einar with me. This trip took 95 days and we travelled 31.946 km so be exact. Our bikes, Yamaha XT 660 R have been great and it wouldn’t be a problem taking another trip like that on them. I’ve told people that Mongolia was probably the most memorable country but there are so many “highlights” from this trip that I couldn’t possibly pick on thing and I can’t describe it in words. In few words, this trip has been a great adventure where we go from being angry and irritated to being increadably happy and amazed. I heard people saying that everything went very well for us and that’s of course true. But we were of course well prepared and qualified to tackle all problems. What one sees as a problem, another sees as a challange and that’s what Einar and I did. I’m also wondering if I should do a slideshow because many people are interesting in seeing more pictures from the trip. I’ll see what I can do. The last day in New York was really long but we killed time by going to the movies and being around people. People weren’t too happy about it when I didn’t want to say why I met the famous Jessica Parker and I’m sorry...I just couln’t tell you because I was going to bring my wife a signed perfume and other things and I couldn’t give that away. So it wasn’t more exciting than that, I just went in line at Macy’s where I met the actress and I talked to her for a while and bought this present for my wife. So that’s that. But the trip home went well and we got lucky with the seats so we had enough room but we couldn’t sleep though. Probably all the excitement. But it honestly was a great feeling to walk through the arrival gate and see my little girl, where she then gave us all a yellow rose, and my family. The road away from home is the road back home, says in an Icelandic song and I’ve got to say that from day one I’ve been on my way home again and I’m happy to get away from accidents and injuries. Hrafnhildur, from Channel 2, was at the airport early in the morning and interviewed us all, me, Einar, dad and Skúli. Dad was really happy about everything and I’ll give him and Skúli that they did a really good job and it was really fun to be with them the last km. Other bikers showed up at the airport too and it was a lot of fun to have them following us to MotorMax and to the finishline. There were 29 motorcycle following us from Keflavík to Reykjavík. Tryggvi, our brother, made sure that we could get our bikes from Icelandair Cargo and he’s been a great help during the trip with the transportation and we’re very grateful. We started the bikes around 9 am and we got to MotorMax around 10 am where we got a really nice and warm welcome from all the people there, relatives, friends and the people at MotorMax. I just want to thank everybody for their support and it’s nice to know that some people have enjoyed my blog. I’m probably going to put some more pictures on the blog but this is probably the end of my travelling story. It’s been a lot of fun to blog regularly for friends, relatives, bikers, and travelling enthusiast. But until next time – Thanks for everything! =D

Fengið af bloggsíðu Sverris 

Skáru út mótorhjól úr tré

„Við vildum gera eitthvað sem sýndi að við værum mestir og bestir. Og svo erum við náttúrulega allir léttruglaðir,“ segir Jón Adolf Steinólfsson, einn af sexmenningunum sem mynda tréskurðarhópinn Einstakir. Í tilefni af hátíðinni Uppskera og handverk sem hefst í Eyjafirði í dag hefur hópurinn skorið út mótorhjól í fullri stærð og segjast þeir félagar þar með hafa náð að toppa sýningargrip sinn frá því á hátíðinni í fyrra. Þá smíðuðu þeir fjögurra metra háa eftirlíkingu af Telecaster rafmagnsgítar, sem nú er til sýnis á Poppminjasafninu í Reykjanesbæ.

„Okkur var ljóst að við yrðum að gera eitthvað ennþá flottara í ár til að geta staðið undir nafni. Ég á gamalt Ural-hjól með hliðarvagni líkt og Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þá hugmynd að gera skera út eftirlíkingu af því. Við hófumst handa í október á síðasta ári og þetta hefur því verið gríðarlega vinna,“ segir Jón Adolf, en alls áætlar hann að yfir þrjú þúsund vinnustundir hafi farið í útskurðinn. „Við sáum fljótlega að hliðarvagninn yrði allt of mikið mál svo að við slepptum honum. Þetta var mjög tæpt á tímabili en síðasta mánuð höfum við verið að vinna í hjólinu á hverjum degi, frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Og það hafðist,“ segir Jón Adolf, en hjólið var fullsmíðað á þriðjudag og verður sent til Eyjafjarðar í dag. Og þeir félagar eru þegar farnir að huga að því hvernig þeir geti toppað útskorna hjólið á næsta ári. „Það hefur verið rætt um að skera út bíl í fullri stærð en svo er einnig komin sú hugmynd að gera risastóran hamborgara og franskar. Það kemur allt í ljós síðar en það verður allavega eitthvað nógu stórt og magnað,“ sagði Jón Adolf og glotti.

Handverkshátíðin verður sett á morgun í 15. sinn og í tilkynningu segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í ár. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti og gangandi, auk tónleika, tískusýninga og ýmissa listsýninga.
 visir.is 10. ágúst 2007

9.8.07

Hnattreisunni lýkur

Enginn dans á rósum Ferðalag
bræðranna reyndi oft á þolinmæði
 og hreína krafta þegar illa gekk

  Rúmlega þriggja mánaða langri ferð bræðranna Sverris og Einars Þorsteinssona um gervallan hnöttinn á mótorhjólum lýkur á morgun þegar þeir lenda í Keflavík og aka þaðan til Reykjavíkur en þeir eru fyrstir íslendinga til að ljúka slíkum áfanga. 


Ferð þeirra hófst þann 8. maí og hefur ferðaáætlunin því staðist að mestu leyti en þeir gerðu ráð fyrir að hún tæki þrjá mánuði. Hafa þeir eðlilega komið víða við en leið þeirra lá i gegnum Noreg, Svíþjóð og Finnland inn til Rússlands gegnum Síberíu, til Mongólíu og þaðan til Japans. Þá óku þeir Kanada endilangt áður en þeir tóku stefnuna suður til New York þar sem þeir dvelja nú.
Lenda þeir í Keflavik í fyrramálið og er ætlunin að aka þaðan til Reykjavíkur þar sem heimsferðinni lýkur formlega.
Tekið verður á móti þeim við húsnæði MotorMax að Kletthálsi klukkan tiu.

Blaðið

9.8.2007

28.7.07

Smitaður af Ducati áhuga.


Sigurbergur Kristjánsson er einlægur aðdáandi ítölsku Ducati-hjólanna. „Ég fékk áhuga á mótorhjólum þegar ég var þrettán ára og hef verið forfallinn Ducati-áhugamaður í nákvæmlega fjörutíu ár. Eldri bróðir minn var á kafi í mótorhjólum og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Sigurbergur Kristjánsson, mótorhjólaeigandi og meðlimur í félagi Ducati-eigenda á Íslandi. 

    Fyrstu hjólin hans Sigurbergs voru skellinöðrur sem síðan breyttust í stærri hjól og þá helst Ducati. „Ég hef átt hjól nánast óslitið síðan ég var þrettán ára. Nema á baslárunum þegar maður var að byggja þá gat maður ekki leyft sér það. Nú á ég þrjú hjól og einn bíl,“ segir Sigurbergur sem á tvö sígild sýningarhjól árgerð 1974 og 1978 ásamt Ducati-draumahjólinu. „Ég keypti Ducatihjólið á Íslandi í fyrra og lét upp í annað sem ég hafði flutt inn erlendis frá þremur árum áður. Nýja hjólið er árgerð 2007, GT 1000-retró útgáfa af Ducati árgerð 1978, sem var GT 750,“ segir Sigurbergur. Hann hefur ferðast gífurlega mikið á hjóli, bæði erlendis og hérlendis og margoft keyrt hringinn með fjölskylduna aftan á. „Ég á þrjá krakka og hef farið með þau öll hringinn svona um fermingu. Þetta voru æðislegar ferðir þar sem ég var bara einn með krökkunum á hjólinu úti í náttúrunni. Síðan höfum ég og konan mín ferðast mikið um Ísland, farið öll Norðurlöndin og nú síðast þjóðveg 66 frá Chicago til Santa Monica í Bandaríkjunum,“ segir Sigurbergur sem segist þó nota hjólið æ minna dags daglega. 
    „Umferðin hefur breyst svo mikið í Reykjavík. Hún er orðin þyngri og maður er mest keyrandi á milli ljósa. Í þau skipti sem ég fer á því í vinnuna nota ég tækifærið og fer lengri leiðina um Seltjarnarnes og Heiðmörk heim í Grafarvoginn,“ segir Sigurbergur sem segist taka eftir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. 
     „Ég held að aukið fjármagn í landinu sé ein af ástæðum fyrir aukinni mótorhjólaeign landsmanna. Síðan eru margir sem ég þekki að láta gamlan draum rætast á efri árum.
Þar sem ég hef rekist á marga sem eru að kaupa svokölluð hippamótorhjól. En það er ekkert fyrir mig " segir Sigurbergur. 

7.7.07

Sprenging í hjólasportinu


Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, segir gríðarlega söluaukningu hafa orðið á mótorhjólum að
undanförnu.


„Það hefur algjör sprenging orðið í sportinu, sem sést meðal annars á gríðarlegri söluaukningu á hjólum,“ segir Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, sérverslunar með mótorhjól og fylgibúnað, sem er til húsa að Rofabæ 7. „Til marks um það seldust í kringum fjörutíu mótorhjól árið 2001 þegar við opnuðum. Í dag seljast yfir 200 hjól á ári.“
Karl segir ýmsar ástæður fyrir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. Hann rekur hann meðal annars til þess að félög eins og Vélíþróttaklúbburinn, sem annast keppnishald, og Mótorhjóla- og sleðasamband Íslands, sérsamband sem var stofnað í fyrra innan Íþróttasambands Íslands, haldi úti öflugu starfi.
Karl segir ennfremur að bættum skilningi yfirvalda sé að þakka, þar sem þau hafi úthlutað Vélíþróttaklúbbnum sérstöku svæði við Litlu kaffistofuna fyrir þremur árum. Með því móti hafi félagsmeðlimir loks getað iðkað íþróttina á löglegu svæði en ekki utan vega, sem hefur sætt harðri gagnrýni. „Svæðið og verslanir eins og Moto hafa átt sinn þátt í að gera íþróttina, búnaðinn og þekkinguna aðgengilegri og skemmtilegri fyrir almenning,“ útskýrir Karl. „Íþróttin hefur þar af leiðandi smám saman breyst úr einkaíþrótt ungra manna yfir í fjölskyldusport.“ Máli sínu til stuðnings bendir Karl á að kúnnahópur Moto hafi tekið snörpum breytingum á undanförnum árum. Til hans leiti sífellt fleiri konur, börn, ungmenni og fólk alveg upp í sjötugt. „Við höfum brugðist
við breytingunni með auknu vöruúrvali. Til dæmis með því að taka inn sérstakan hlífðarbúnað. Eins
stærri ferðahjól og búnaðinn sem þeim fylgir, svo sem töskur og GPS-tæki. Enda allt gert til að kúnninn fari héðan ánægður.“
roald@frettabladid.is
Fréttablaðið 7.7.2007

27.6.07

Svíarnir unnu á Klaustri

Yfir 500 manns kepptu í gær í stærstu akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar. Um er að ræða alþjóðlegu þolaksturskeppnina Trans Atlantic off road challenge sem haldin var í 6. sinn.

Um 70 keppendur voru í unglinga- og kvennaflokkum og 450 í sjálfri Trans Atlantic keppninni. Keppnin var mjög spennandi þó svo Svíarnir Marcus Olsen og Robert Forsell höfðu nokkuð forskot. Fyrstir Íslendinganna urðu þeir Einar Sigurðarsson og Ragnar Ingi Stefánsson og því í öðru sæti í heildina. Á eftir þeim komu Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Í fyrsta skipti voru sérstök kvennalið í aðalkeppninni og fengu þær að vera 3 í liði á meðan karlarnir eru 2 í liði. 4 lið mættu til leiks og unnu þær Anita Hauksdóttir, Karen Arnardóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.



Úrslit urðu annars sem hér segir:

Trans Atlantic off road challenge
Markus Olsen og Robert Forsell
Einar S. Sigurðarson og Ragnar Ingi Stefánsson
Gunnlaugur R. Björnsson og Valdimar Þórðarson
Gunnar Sigurðsson og Jóhann Ögri Elvarsson

Einstaklingsflokkur
Jónas Stefánsson
Kristófer Finnsson
Gunnar Atli Gunnarsson

Kvennalið
Anita Hauksdóttir, Karen Arnarson og Aðalheiður Birgisdóttir
Sandra Júlíusdóttir, Guðbjörg S Friðriksdóttir og Margrét Júlíusdóttir
Ásdís Olga Sigurðardóttir, Laufey og Jónína

Unglingakeppni 85cc
Eyþór Reynisson
Viktor Guðbergsson
Kjartan Gunnarsson



Unglingakeppni 125cc
Björgvin Jónsson
Jón Bjarni Einarsson
Heiðar Ingi Ársælsson



Kvennakeppni 85cc
Bryndís Einarsdóttir
Signý Stefánsdóttir
Guðfinna Gróa Pétursdóttir



Kvennakeppni 125cc
Hafdís Svava Níelsdóttir
Sandra Júlíusdóttir
Margrét Erla Júlíusdóttir

motocross.is 2007

16.6.07

Bifhjólamenn fordæma ofsaakstur


SAMTÖK bifhjólamanna hafa hver á fætur öðrum sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau fordæma háskaakstur, hvort sem er á bifhjólum eða öðrum farartækjum. Þau benda á að hraðakstur á mótorhjólum sé ekki einkamál þeirra sem þessa iðju stunda heldur hafi hann áhrif á bifhjólamenn um allt land.

 Yfirlýsingarnar koma í kjölfar þess að tveir mótorhjólamenn, sem reynt höfðu að stinga lögreglu af, lentu í árekstri á Breiðholtsbraut aðfaranótt mánudags en við hann hálsbrotnaði annar mannanna. Síðdegis í gær fengust þær upplýsingar á gjörgæsludeild að hann væri enn sofandi í öndunarvél. Hinn maðurinn slasaðist ekki alvarlega. Aðeins um tveimur sólarhringum eftir þetta hörmulega slys mældist stór hópur mótorhjólamanna á um 174 km hraða á Þingvallavegi en þegar lögregla gaf þeim merki um að nema staðar stungu þeir af. Ekki kom til eftirfarar í það skiptið og eru mennirnir ófundnir, eftir því sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í gær.


Gríðarleg fjölgun

Sylvía Guðmundsdóttir, varaformaður Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, sagði samtökin fordæma allan hraðakstur. Nú færi mikið fyrir fréttum af hraðakstri mótorhjólamanna en hún taldi líklegt að það stafaði einfaldlega af þeirri fjölgun sem orðið hefur í þessum hópi á síðustu árum. 

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að sýslumaðurinn á Selfossi hyggst krefjast þess að hjólin sem mennirnir tveir voru á verði gerð upptæk, en við þá kröfu styðst hann við nýtt ákvæði í umferðarlögum. Annað hjólið er reyndar talið nánast ónýtt en það hefur engin áhrif á kröfugerðina. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að hið sama mun ganga yfir ökumenn bifreiða sem verða staðnir að ofsaakstri. 

Sylvía sagði að Sniglarnir gætu ekki lýst sig andvíga þessari ákvörðun sýslumanns enda væri heimildin bundin í lög. Þá vonaðist hún til þess að þessi stefna hefði sem mest forvarnargildi. Hún hefði hins vegar heyrt frá nokkrum bifhjólamönnum að þetta yrði til þess að þeir myndu alls ekki stöðva hjólin ef þeir ættu á hættu að glata hjólunum í hendur lögreglu. 

Morgunblaðið hefur áður fjallað um þá sprengingu sem hefur orðið í innflutningi á bifhjólum eins og sést í töflunni hér að ofan. Um leið hefur þeim fjölgað gríðarlega sem hafa tekið mótorhjólapróf eða úr rúmlega 200 árið 1998 í ríflega 1.000 í fyrra. 

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þrátt fyrir of mörg dæmi um ofsaakstur mætti ekki gleyma því að stærstur hluti bifhjólamanna væri til fyrirmyndar. 




Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is

 https://timarit.is/files/42497224

Meira en hundrað bifhjól á sérstakri sýningu í dag


BIFHJÓLASAFN
er væntanlegt í flóru safnanna á Eyjafjarðarsvæðinu og í dag fer fram sérstök fjáröflun til styrktar því. Hún fer þannig fram að haldin er sérstök bifhjólasýning í Toyota-húsinu á Akureyri á Baldursnesi frá 10-19. Á annað hundrað mótorhjóla frá öllu landinu verða til sýnis. Að auki verður tekið við frjálsum framlögum til að setja safnið á fót. Safnið er stofnað í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar sem lést í bifhjólaslysi 2. júlí á síðasta ári. 

„Bifhjólasafnið mun spanna hundrað ára sögu bifhjólsins,“ segir Jóhann Freyr Jónsson sem unnið hefur að því að stofna safnið. „Við höfum yfir 50 hjól í langtímageymslu sem eiga eftir að fara í safnið, þannig að nú vantar bara húsnæði undir það. Af þessum hjólum skildi Heiddi sjálfur eftir sig ein 22.“


Fannst í Grímsárvirkjun


Meðal hjóla safnsins er eitt af gerðinni BSA Lightning 650cc ’71-árgerð, sem áður var í eigu Heiðars Þ. Jóhannssonar. „Þetta er fyrsta stóra hjólið sem hann eignaðist og hann varð frægur fyrir alls konar kúnstir á því. Hjólið komst bara nýlega í okkar hendur. Stuttu eftir andlát hans gerðist nefnilega sú ótrúlega tilviljun að hjólið fannst í góðu standi í Grímsárvirkjun. Þannig að við fengum það að sjálfsögðu í safnið.“ Hjólið er vel ökufært og var í gær ekið til Akureyrar fyrir sýninguna.




15.6.07

Tían sýnir á Akureyri


 Meðlim­ir Bif­hjóla­sam­taka Lýðveld­is­ins Snigl­anna standa nú fyr­ir mik­illi mótor­hjóla­sýn­ingu á Ak­ur­eyri. Stofnað hef­ur verið mótor­hjóla­safnið Tían sem sam­an­stend­ur að mestu leyti af þeim 50 bif­hjól­um sem voru í eigu Heiðars Jó­hanns­son­ar snigils núm­er tíu sem lést í bif­hjóla­slysi fyr­ir tæpu ári síðan. Bif­hjóla­menna hafa fjöl­mennt á sýn­ing­una sem stend­ur fyr­ir utan hús­næði Toyota á Ak­ur­eyri í blíðskap­ar veðri og stend­ur hún til klukk­an sjö í kvöld.




6.6.07

Hvers vegna heilsast mótorhjólafólk þegar það mætist á vegum?

Allir sem aka mótorhjólum hafa tekið eftir því þegar mótorhjólafólk mætist á vegunum að það réttir upp vinstri hönd og heilsast líkt og riddarar forðum.


Allir sem aka mótorhjólum hafa tekið eftir því þegar mótorhjólafólk mætist á vegunum að það réttir upp vinstri hönd og heilsast líkt og riddarar forðum. Færri hafa kannski velt því fyrir sér hvað er eiginlega á seyði og af hverju mótorhjólafólk heilsast sérstaklega og á þennan hátt. Er það bræðralagið eða eitthvað annað og dýpra sem liggur að baki – og heilsast allir eða bara sumir?
Bílablaðið kynnti sér málið aðeins betur enda engin vanþörf á að líta á jákvæðari hliðar mótorhjóladellurnar eftir fremur dapurlega umræðu um mótorhjólafólk síðustu vikurnar.

Flóknara en virðist við fyrstu sýn

Það er óhætt að segja að handabendingar mótorhjólafólks séu flóknari en virðist við fyrstu sýn og má þá helst líta á tvo þætti sem eru ráðandi, líkurnar á því að heilsast sé og hvernig er heilsast.
Til að byrja með eru í það minnsta þrír þættir sem ráða því hvort ökumaður mótorhjóls heilsar og hvort honum er heilsað til baka.

*Tegund hjólsins skiptir máli. Ef ökumaður mótorhjóls mætir öðrum ökumanni á sömu tegund mótorhjóls, t.d. Honda, eru miklar líkur á að þeir tveir heilsist og meiri líkur en t.d. að ökumenn BMW-mótorhjóls heilsi einhverjum sem er á skellinöðru.

*Stíllinn skiptir líka máli. Ef þessir tveir ökumenn aka samskonar gerðum af mótorhjóli, t.d. svokölluðum hippum, aukast líkurnar á því að þeir heilsist enn frekar. Því lengra sem ber á milli í stíl hjólanna og ökumanna því ólíklegra er að viðkomandi heilsist. Þannig mætti segja að minnstar líkur væru á því að töffarar á "racer" heilsi töffurum á "hippum".

*Útbúnaður og klæðnaður. Ef þeir sem mætast eru í samskonar klæðnaði, t.d. báðir í litríkum leðurgöllum og með lokaða hjálma aukast líkurnar á að ökumennirnir heilsist. Ef hinsvegar annar reiðmaðurinn er með gamlan opinn stálhjálm með spíru upp úr toppnum og íklæddur rifnum gallabuxum og stuttermabol og hinn er með nútíma koltrefjahjálm og íklæddur skrautlegum leðurgalla minnka líkurnar á því að viðkomandi heilsist.

Hvernig er heilast?

Þegar einn ökumaður mótorhjóls mætir öðrum getur svo ýmislegt gerst þegar annar þeirra réttir höndina út í loftstrauminn og heilsar. Það eru reyndar í það minnsta fimm leiðir til að taka á móti kveðjunni.
*Fyrsta leiðin er að gera ekki neitt. Sitja sem fastast með höndina á stýrinu og getur það þýtt allt frá því að móttakandi kveðjunnar hafi ekki tekið eftir henni til þess að honum finnist hann ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim sem hann var að mæta og vilji því ekki endurgjalda kveðjuna, samanber reglurnar sem voru nefndar hér að ofan.

*Algengast er þó að móttakandi kveðjunnar lyfti tveimur fingrum, vísifingri og löngutöng, til að taka á móti kveðjunni en þó er höndin höfð áfram á stýrinu. Það mætti segja að hér sé tekið á móti kveðjunni á hversdagslegan máta og tilvist þess sem upprunalega heilsaði er þar með viðurkennd og fallist á að þeir tveir sem mættust eigi eitthvað sameiginlegt, allt frá því að vera báðir á mótorhjóli til þess að vera með sama smekk í mótorhjóladellunni.

*Þriðja leiðin er að lyfta hendinni af stýrinu, færa hana niður á við og reka vísifingur og löngutöng út í loftið. Ef móttakandi kveðjunnar svarar á þennan hátt er hann að senda skýr skilaboð um að hann virði þig á einn eða annan hátt. Ef einhver heilsar á þennan máta að fyrra bragði er ljóst að sá telur sig eiga mikið sameiginlegt með þeim sem hann er að mæta og líklegt er að hann yrði móðgaður ef honum yrði ekki svarað í sömu mynt.

*Fjórða leiðin er beinlínis til þess fallinn að sýna lítilsvirðingu en þá er sérstaklega haft fyrir því að taka höndina af stýrinu og leggja hana á lærið til marks um það að kveðjan hafi verið móttekin en alls ekki tekið undir hana. Þessi handabending á rætur sínar að rekja til bernskuára mótorhjólagengja og þá var algengt að óvinagengi sýndu hvort öðru vanvirðingu á þennan hátt. Í dag má þó ekki taka þetta of hátíðlega því ökumenn mótorhjóla hvíla einnig oft kúplingshöndina á lærinu.

*Fimmtu kveðjuna má kalla nýliðann en þá er hendinni lyft af stýrinu og beint út í loftið líkt og sagt sé "hæ!". Þetta gera nýir ökumenn mótorhjóla sem eru í skýjunum yfir því að vera loksins komnir á mótorhjól og vilja heilsa öllum öðrum sem líka njóta þessa skemmtilega sports sem það er að keyra mótorhjól.

Fleiri útfærslur

Í dag eru mótorhjól hinsvegar víða orðin mjög algeng sjón og því getur verið þreytandi að vera að heilsa í sífellu án þess þó að ökumaður vilji endilega móðga þann sem hann mætir. Til að bregðast við auknum fjölda mótorhjóla í umferðinni hafa margir því brugðið á það ráð að lyfta einfaldlega lófanum stutt á meðan höndin er höfð á stýrinu.
Öðrum finnst einfaldast að kinka einfaldlega kolli og er það orðin algeng kveðja í dag og oft notuð t.d. þegar óheppilegt er að taka höndina af stýrinu, t.d. í beygjum eða við gírskiptingar.

Einnig tíðkast það að ökumenn ákveðinna gerða mótorhjóla heilsist á ákveðinn hátt. Má þar t.d. nefna ökumenn BMW-mótorhjóla sem láta stundum höndina niður í loftstrauminn og láta svo vindinn bera hana aftur á stýrið.

Fleiri bendingar eru til eins og að slá létt á hjálminn en sú bending á að gefa til kynna að viðkomandi hafi séð lögreglu í nágrenninu, öðrum til viðvörunar.

Það er því ljóst að það eitt að heilsast er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir í fyrstu og á ferðalögum erlendis gæti verið skemmtilegt að kynna sér siði heimamanna áður en lagt er af stað – það er jú óþarfi að móðga annað mótorhjólafólk óafvitandi.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1153912/

23.5.07

Á HJÓLUM HRINGINN Í KRINGUM HNÖTTINN

Einar og Sverrir Þorsteinssynir Bræðurnir munu fara
 hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjólum.

 Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir lögðu fyrr í mánuðinum af stað í heimsreisu á mótorhjólum. Báðir eru þeir þaulvanir mótorhjólamenn og á leið sinni koma þeir meðal annars við í Finnlandi, Eystrasaltslöndunum, Rússlandi, Kasakstan og Mongólíu. Þessa stundina eru þeir staddir í Suður-Rússlandi, rétt austan við Moskvu. Herdís Jónsdóttir, eiginkona Sverris, greindi DV frá ferðalagi þeirra bræðra.



Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir lögðu nýverið upp í risaferð umhverfis hnöttinn á mótorhjólum. Bræðurnir lögðu af stað 8. maí frá Reykjavík og fóru á hjólunum til Seyðisfjarðar. Þaðan sigldu þeir til Færeyja og síðan til Noregs, þar sem þeir komu í land 11. maí. Þaðan fóru þeir á hjólunum sem leið lá norður Noreg eftir strandlengjunni til Svíþjóðar og Finnlands, þaðan sem þeir óku suður þúsund vatna landið áleiðis til Eystrasalts. Bræðurnir fóru því næst í gegnum Eistland, Lettland og Litháen  með viðkomu í höfðuborgum þessara landa. 19. maí komu bræðurnir að landamærum Móður Rússlands, eftir að hafa verið synjað um inngöngu í Hvíta-Rússland.

Þriggja mánaða ævintýri

Þeir bræður eru þessa stundina staddir í suðurhluta Rússlands, rétt austan við Moskvu. DV ræddi við Herdísi Jónsdóttur, eiginkonu Sverris. Herdís segir þá ekki geta gefið upp nákvæma staðsetningu, öll skilti séu á rússnesku en þeir haldi áfram sem leið liggur austur eftir Rússlandi, langt inn í hjarta þessa fyrrverandi heimsveldis. Þeir bræður munu keyra austur í gegnum Kasakstan og inn fyrir  landamæri Mongólíu, þar sem þeir munu fara þvert yfir norðurhluta landsins. Þaðan munu þeir halda norður á leið og inn í suðausturhluta Síberíu, þaðan sem þeir munu seinna í sumar sigla frá  Vladivostok til Japans. Frá Japan munu þeir sigla til Alaska. Þaðan aka þeir í gegnum Alaska, Kanada, austur í gegnum öll miðríki Bandaríkjanna, upp Vesturströndina og endastaðurinn verður New York-borg í lok sumars. Þaðan munu þeir pakka hjólunum upp í flugvél og fljúga heim til Íslands. Sverrir og Einar áætla að ljúka heimsreisunni á þremur mánuðum.


Gamall draumur rætist


Sverrir hefur lengi gengið með þann draum í maganum að ferðast umhverfis jörðina á mótorhjóli.
Lengi stóð til að hann færi einn í ferðina, en í fyrravetur ákvað Einar að slást með í för. „Ég var auðvitað feginn þegar Einar ákvað að fara með honum,“ segir Herdís, eiginkona Sverris. Bræðurnir eru báðir vel tengdir inn í mótorhjólamenninguna á Íslandi og hafa auglýst eftir Íslendingum sem farið hafa sömu leið á mótorhjólum. Enginn hefur ennþá gefið sig fram og því eru allar líkur á því að þeir séu fyrstu Íslendingarnir til þess að ferðast þessa leið. Herdís segir allt hafa gengið að óskum hjá bræðrunum hingað til, þótt þeir séu stutt á veg komnir. „Það er hins vegar allt gríðarlega flókið austur í Rússlandi, til dæmis þurfa þeir að standa í mikilli pappírsvinnu hvar sem þeir gista, bráðlega koma þeir inn á svæði sem er utan farsímasambands og öll skilti og leiðarvísar eru á rússnesku. Þetta er gríðarlega ólíkt því sem þeir eru vanir heima á Íslandi, en á sama tíma rosalega spennandi og mikil upplifun. Að ferðast á mótorhjólum er alveg einstakur ferðamáti.“
Bræðurnir segja frá ævintýrum sínum í mótorhjólareisunni á vefsíðunni rtw.is.
DV
23. maí 2007

18.5.07

Mótorhjólajálkar í ralli


Góður andi

Í kringum keppni sem þessa skapast ævinlega góður andi meðal manna en þarna var saman kominn mikill fjöldi mótorhjóla áhugafólks og sýndu gestir reyndar ekkert minni áhuga á yngri mótorhjólum sem voru einnig á svæðinu.
Meðal þeirra mótorhjóla sem mátti sjá þarna var fjöldinn allur af Harley Davidson en fyrirtækið var stofnað árið 1903 í Milwaukee í Bandaríkjunum, Indian-mótorhjól sem einnig eru frá Bandaríkjunum og voru framleidd á tímabilinu 1922-1953, Nimbus mótorhjól voru einnig í talsverðum mæli enda ekki skrítið þar sem þau eru dönsk og voru framleidd á árunum 1920 til 1957. Þarna mátti einnig sjá nokkur Royal Enfield sem eru bresk en fyrirtækið var stofnað 1890, bresku BSA-hjólin voru þarna líka en fyrsta hljólið af þeirri tegund var hannað 1903 og Henderson sem voru – og eru enn – með glæsilegustu mótorhjólum en þau voru aðeins framleidd í skamman tíma, frá 1912 til 1931, en voru þá með því hraðskreiðasta sem til var á götunum. Einnig gat að líta hjól frá Sunbeam sem er breskt fyrirtæki og framleiddi mótorhjól frá 1912 – meðal annars fögnuðu þau oft sigrum í TT (tourist trophy) kappakstri og síðast en ekki síst BMW sem hóf smíði mótorhjóla árið 1923 með hinu fræga R32.

ALDUR og fyrri störf þurfa ekki að vera nein hindrun fyrir mótorhjól frekar en ökumenn þeirra.
Slík hefði yfirskriftin getað verið í árlegu ralli forn-mótorhjóla sem haldið var í Danmörku í gær en þar er ekið sem leið liggur frá Skagen, nyrsta odda Danmerkur, til Kaupmannahafnar.
Blaðamaður náði keppendum í Álaborg þar sem þeir sýndu gestum og gangandi gripina og var þarna mikið um forvitnileg mótorhjól og ekki síður forvitnilega ökumenn.
Þetta er í 42. skiptið sem rallið er haldið og eru elstu mótorhjólin frá 1914 og þau yngstu frá 1934. Í þetta skiptið voru keppendur 244 talsins og var virkilega gaman að sjá þessi gömlu mótorhjól keyra um götur Álaborgar og sérstök upplifun að heyra í gömlu vélunum. 
   Það kemur á óvart hve þátttakan er góð í keppni sem þessari, í ekki stærra landi en Danmörku og því má leiða líkum að því að jafnvel væri grundvöllur fyrir álíka viðburði á Íslandi – þó vissulega yrði hann smærri í sniðum. Það leynast í það minnsta ótrúlegustu gripir í bílskúrum landsmanna sem eru ekki eingöngu á fjórum hjólum.

Morgunblaðið 18.5.2007

11.5.07

Fordómar og vanþekking (2007)

 Mig rak í rogastans eftir að hafa lesið grein í Blaðinu þriðjudaginn 8. maí með fyrirsögninni

„Óttast kúnstir mótorhjólagæja". í greininni er lýst áhyggjum og efasemdum íbúa í Árbæ vegna fyrirhugaðrar mótorhjólaverslunar þar í hverfinu.  Greinin ber vott um mikla fordóma i garð bifhjóla og bifhjólafólks þó viðmælandi blaðamanns segi íbúa ekkert hafa á móti mótorhjólafólki.  Í umræddu húsnæði hefur í gegnum tíðina verið rekinn banki ásamt því að matvöruverslanir og sjoppur hafa verið reknar í húsi við hliðina þó

3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007

10.3.07

Leggja í langferð

BRÆÐURNIR Sverrir og Einar

Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum


Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum og gera ráð fyrir því að það taki 90 daga. Þeir leggja í hann á þriðjudaginn, 8. maí, kl. 10 og taka Norrænu næsta dag frá Seyðisfirði. Frá Skandinavíu verður haldið í austur, um víðáttur Síberíu og Mongólíu meðal annars.

Mjög spenntir

Sverrir segir þá bræður spennta fyrir ferðinni. „Það er nú ekki hægt annað,“ segir Sverrir. Aðalatriðið sé ekki dagafjöldinn sem ferðin tekur heldur að reisan sjálf. „Við höfum safnað reynslu í mörg ár. Þar fyrir utan skiptir gott skipulag máli, að vera í góðu líkamlegu formi og að þekkja vel tæki og tól.“ verrir segir sérstakt að fara hringinn í kringum hnöttinn í einum áfanga. Bræðurnir ákváðu sjálfir hvaða leið þeir ætluðu að fara en þeir fara ekki um ófriðarsvæði. Sverrir segir þá þó búna undir að ribbaldar og ræningjar verði á vegi þeirra, sem og einhverjar skepnur. Þeir bræður kynna ferðina kl. 12 í dag, í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. Þar verða mótorhjólin og önnur tæki og tól bræðranna til sýnis.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgis@mbl.is
5.5.2007


13.2.07

Geggjuð heimsreisa


Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spennandi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeír hafa ferðast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn" á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum
allan hnöttinn.

    „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf
í áratugi og mótorhjóladellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum," segir Sverrir. Þeir Einar hyggjast
leggja af stað þann 8. maí næstkomandi og áætlað er að ferðalagið taki rúmlega þrjá mánuði.
„Við ætlum að byrja á að fara til Seyðisfjarðar, taka Norrænu til Færeyja og fara þaðan til Noregs og
keyra norður Noreg og til Svíþjóðar, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Síðan förum við yfir Hvíta-Rússland til Rússlands og svo Mongólíu og svo aftur til austurhluta Rússlands.
Þaðan tökum við ferju tíl Japans og síðan austur til Alaska og þaðan í gegnum Kanada og svo Bandaríkin. Að endingu fljúgum við frá New York til Keflavíkur og keyrum þaðan heim til  Reykjavíkur," útskýrir Sverrir.
     Hann segir að þeir bræður hyggist einungis fljúga þegar leið þeirra liggur yfir sjó. Að öðru leyti ætla
þeir eingöngu að ferðast um á mótorhjólum. „Það þarf auðvitað sérhannað ferðahjól fyrir svona langferð og við verðum á Yamaha XT 66oR en þau hjól eru einmitt ætluð miklum akstri yfir fjöll og firnindi," segir hann og bætir því við að þeir hafi sjálfir mikla reynslu af mótorhjólaferðalögum.
     „Síðasta sumar hjóluðum við til dæmis yfir 8.000 kílómetra vítt og breitt um hálendi Islands auk þess
semvið höfum áður hjólað töluvert í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að því leytinu til erum við mjög vel undirbúnir fyrir heimsreisuna. Formlegur undirbúningur fyrir hana hófst þó síðasta haust. Mesti tíminn fer í alls konar pappírsmál þar sem við þurfum að verða okkur úti um nauðsynlegar tryggingar, vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr. Það hefur reynst nokkuð tímafrekt." 
Spurður um farangurinn segir hann að vitaskuld sé plássið afskornum skammti. „Við höfum töskur
á hjólunum og við förum með þær nauðsynjar sem komast í þær, annað ekki. Enda er aukið pláss fyrir farangur í raun ekki valkostur," bendir hann á. Bræðurnir Sverrir og Einar hafa ekki staðið einir í undirbúningi fyrir ferðalagið mikla. „Við erum báðir svo lánsamir að vera vel giftir. Eiginkonur okkar hafa auðvitað sínar áhyggjur en styðja engu að síður við bakið á okkur og hjálpa okkur við allan undirbúning. Svo eigum við fjögur börn hvor þannig að fjölskyldurnar eru stórar og allir leggja sitt af
mörkum," segir Sverrir glaðbeittur að lokum.

Eftir Hildur Edda Einarsdóttir
Blaðið 13.2.2007

25.1.07

Steve McQueen - mótorhjólamaður allra tíma

Steve McQueen.

Hollywoodleikarinn Steve McQueen sagðist víst einhverntíman meðan hann var á dögum, að hann vissi eiginlega ekki hvort heldur hann væri leikari sem stundum tók þátt í kappakstri eða kappakstursmaður sem stundum lék í bíómyndum. En nú, 27 árum eftir dauða sinn af völdum lungnakrabbameins, hefur Steve McQueen verið útnefndur mótorhjólamaður allra tíma.
The image “http://www.fib.is/myndir/Steve-McQueen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Útnefningin var gerð í aðdraganda mótorhjólasýningarinnar MCN London Motorcycle Show og fór atkvæðagreiðsla fram hjá Yahoo á Netinu. Ekki er hægt að segja að þátttaka hafi verið neitt gríðarleg því að 2.254 greiddu atkvæði. Fjórða hvert atkvæði féll á Steve McQueen sem vissulega var mikill mótorhjólamaður. Frægt er atriði í kvikmyndinni Flóttinn mikli þar sem hann stelur þýsku hermótorhjóli og flýr á því úr þýskum fangabúðum og m.a. stekkur á hjólinu yfir girðingu. Það og önnur mótorhjólaatriði í myndinni lék McQueen sjálfur enda vandfundinn sá mótorhjólamaður sem hefði getað gert það betur en stjarnan sjálf.

Steve McQueen var um fimm ára skeið giftur leikkonunni Ali McGraw og bjuggu þau í Hollywood. Sagt er að hún hafi stundum verið ansi þreytt á karli sínum, sérstaklega vegna þess að hann átti það til að hverfa dögum saman eitthvert út í Nevada-eyðimörkina á torfærumótorhjóli án þess að láta neitt vita af sér.
http://www.fib.is/myndir/Steve_mcqueen_essence_of_cool.jpg
MCN London Motorcycle Show verður í sýningarhöll í London sem nefnist ExCeL dagana 1. til 4. febrúar. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á www.londonmotorcycleshow.com.