23.9.00

Styrktartónleikar fýrir tryggingafélög

Bifhjólafólk: 

Á morgun, sunnudag, munu bifhjólaáhugamenn og -freyjur halda styrktartónleika til styrktar tryggingafélögum sem tryggja mótorhjól og bíla. „

Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanfórnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum hefur mótorhjólafólk tekið höndum saman og hyggjumst við safna fé til handa tryggingafélögunum svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir í fréttatilkynningu tónleikanna en að þeim standa Bifhjólasamtök Lýöveldisins, Sniglar, Vélhjólafélag Gamlingja, MC Fafner, Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK og Óskabörn Óðins. Tónleikarnir eru öllum opnir og eru fulltrúar tryggingafélaganna sérstaklega boðnir velkomnir.

Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Bjarni Tryggva, Stimpilhringirnir, Hundslappadrífa og Chernobyl.

Einnig verða til sýnis hjól bifhjólamanna á Ingólfstorgi á meðan tónleikarnir vara. „Ætti að vera hægt að sjá hinar ýmsu útgáfur af hjólum, allt frá sófasettum til drullumallara," segir í tilkynningunni. -SMK

Áhugavert