10.1.91

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.