20.7.84

Motocross „Rosaleg fíling"

Helgi Schiöth

Fróðir menn hafa sagt að þetta sé næst erfiðasta íþrótt íheimi, einungis ameríski fótboltinn er erfiðari. 

Og hér erum við að tala um motocross.

 Nokkrir ungir Akureyringar hafa lagt stund á þessa erfiðu íþrótt og innan tíðar fá þeir í heimsókn motocrossara frá Reykjavík og þá verðurhaldin hér keppni.

Það var sólbjart síðdegi, í malarkrúsunum við öskuhaugana er mikill hávaði og ryk þyrlast upp eins og þar fari hrossastóð. En raunin er sú, að Helgi Schiöth er að æfa sig í motocross. Félagar hans standa álengdar og spá í aksturinn hjá Helga. Ég heyri ekki betur en þeim líki vel það sem þeir sjá.
   Helgi þenur hjólið, geysist yfir hóla og hæðir, svífur fram af moldarbörðum - líklega skárra að hafa demparana í lagi. Eys grjóti og ryki yfir nærstadda. Svo gefur hann sér tíma til að spjalla við blaðamann, og ég spyr hann fyrst hvort þetta sé gaman? 
  „Rosaleg fíling," segir Helgi. Hann og félagar hans hafa stundað íþróttina í 3 ár, og eiginlega voru þeir brautryðjendur hér fyrir norðan. „Ég hef alltaf haft áhuga á motorhjólum, eignaðist fyrst skellinöðru þegar ég var 13 ára." 
    Ég ympra á því hvort hann hafi þá ekki verið ólöglegur til að byrja með, en Helgi gefur ekkert út á það - glottir út í annað. „Ég lék mér bara í túninu heima." Hjólið sem Helgi er á, er reyndar ekki hans eign. „Ég á Husquarna 430 - það er til sölu. Já, það er góður kraftur í því. Það skiptir mestu að krafturinn í hjólinu sé mikill og góður, og fjöðrunin þarf að vera góð. Og svo hefur mikið að segja hvernig hjólið er í akstri, beygjum og ófærum og því um líku. Og að sjálfsögðu má bilanatíðnin ekki
vera há." 
  - Ertu ekkert hræddur við þetta sport? 
Helgi Schiöth: "Skiptir mestu að
krafturinn sé mikill og góður."
 Myndin KGA
    „Ef maður er vel búinn í galla og aðrar hlífar sem tilheyra, þá minnka líkurnar á slysi mjög mikið. Og maður verður áræðnari, síður hræddur við að fljúga. Já, ég hef sloppið stóráfallalaust - fengið smáskrámur en ekkert alvarlegt." Það eru 7 eða 8 motocross hjól hér í bænum, en í kringum hvert hjól eru 4-5 áhugasamir og virkir strákar. Þeir eru félagar í  bílaklúbbnum, en Helgi segir að þeir hafi áhuga á að stofna sérstakan klúbb ef að fleiri fara að stunda motocrossið. 
   En er það ekki dýrt sport? 
    „Ja, það fer eftir því hversu mikið þú keyrir, hvað þú eyðir miklu í bensín - hjólin eyða töluverðu. Og svo hefur það nokkuð að segja hversu heppinn þú ert með hjólið, hvort það bilar oft," segir Helgi. Þeir félagarnir eru ekki alveg sammála um hversu dýrt sjálft hjólið er, en vilja meina að hægt sé að fá notuð hjól á sæmilegu verði. Laugardaginn 21. verður haldið þarna í malarkrúsunum hjá  öskuhaugunum motocross keppni. Þangað mæta Reykvíkingar til keppni og Akureyringar verða einnig með. Má vænta þess að alls verði keppendur um 20 talsins. Keppt verður í fjórum flokkum, og vænta má skemmtilegrar keppni.
 Þegar ég yfirgef þá motocrossara er Helgi aftur farinn að þyrla upp ryki og hafa hátt.
KGA.
Dagur 1984

21.6.84

AC þríhjól Grein frá(1984)

Bílaprófun Vikunnar
Myndir: Ragnar Th. og Friðsteinn Stefánsson Texti: Hörður 

Honda ATC 250 R

Upplagt farartæki fyrir bændur?

Venjulega finnst manni að þríhjól sé eitthvað rautt, með þremur hjólum, sæti á miðjunni og knúið áfram með tveimur fótstigum á hjólinu að framan. Vikan ákvað fyrir stuttu að prófa eitt slíkt nema hvað þetta þríhjól var knúið áfram af vél undir sætinu og komst miklu hraðar en fyrrnefnda hjólið.

ÚPS! 

Við fyrstu sýn virðist hjólið ekki líklegt til stórræðanna, fremur lágt og einhvern veginn eins og barnaleikfang. Annað kom svo sannarlega á daginn. Við fyrstu keyrslu virtist hreinlega ómögulegt að ráða nokkuð við hjólið. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að maður væri að detta og sökum þess var vald manns yfir hjólinu ansi takmarkað og leiddi það óneitanlega til skringilegra akstursleiða. Ekki bætti úr skák að hjólið er ógnarkraftmikið og minnsta snerting á bensíngjöfinni, sem stjórnað er með þumalfingri eins og á vélsleða, hreinlega þeytti hjólinu áfram. Maður reyndi náttúrlega aö hanga á hjólinu með því að grípa eins fast og maður gat um handföngin. Þessar kreistingar leiddu svo til þess að maður kreisti bensíngjöfina um leið — og hjólið tók algerlega völdin og þaut með mann þangað sem því sýndist. Sem betur fer vandist þetta því annars væri Vikan einum starfsmanni fátækari.   

EHEM, JÆJA 

Þegar þessum byrjunarörðugleikum lauk var svo hægt að fara að keyra hjólið af einhverju viti og kanna hvernig það hagaði sér í raun og veru. Aðallega var ekið í umhverfi Mosfellssveitar, vegir, slóðar, hestaleiðir, fjörur, drullupyttir, ár og mýrar voru farnar og reynt að finna hvar svona hjól eru nothæf. Því miður vantaði snjó en næstum öruggt er að hjólið kemst leiðar sinnar við slikar aðstæður því að í reynsluakstrinum kom aldrei upp sú staða að hjólið gæti ekki meir. Þetta er ótrúlegt en satt. Þetta hjól kemst næstum því allt og það sem meira er, hjólið veldur sama og engum landspjöllum. Ástæða þess eru hin breiðu dekk, nánast belgir, sem valda því að hjólið flýtur yfir jafnvel blautustu mýrar án þess að nokkuð sjáist. Á tímum landgræðslu og landverndar er vert að taka þetta til athugunar þegar menn ætla að velja sér farartæki til að þeysa á um holt og móa.  

AÐ AKA HONDU 

Allur akstur á hörðu undirlagi er auðveldur og nánast þægilegur. Lítið loft er haft í dekkjunum og þegar maður keyrir yfir steina og aðrar smáar misfellur í veginum gleypa dekkin hreinlega allt í sig. Þar ofan á er fjöðrunin verulega slagstór og hjólið hegðar sér sérlega vel í alls kyns meiriháttar ójöfnum. Það er helst á mikilli ferð sem hjólið vill skoppa svolítið þegar maður fer í lítil og djúp hvörf. Reyndar er það með ólíkindum hversu lítið þessa gætir. Að framan er hjólið eins útbúið og hvert annað mótorhjól, tveir vökvafylltir gafflar, en að aftan er svokólluð Pro-Link fjöðrun. Þessi útbúnaður var upphaflega hannaður með mótorhjól í huga og byggir hann á einum dempara í stað tveggja. Í tilfelli þríhjólsins er búið að færa demparann þar sem afturhjólið er á mótorhjólum, milli tveggja gaffla, og síðan kemur öxullinn heill í gegnum gafflana fyrir aftan demparann. Þetta er, eins og reyndar hjólið allt, mjög traustlega gert.
Í akstri í vatni er það alltaf sama sagan: Það er hreinlega ómögulegt að ofbjóða hjólinu með vatni. Miklu meiri líkur eru til þess að ökumaöurinn drukkni löngu áður en hjólið hefur fengið nóg. Einu verður maður samt að passa sig á. Dekkin eru svo breið að hjólið á það til að hreinlega fleyta kerlingar á vatnsfletinum ef ekið er hratt og þá þarf að passa sig á að hafa jafnvægispunktinn á hárréttum stað því annars getur annar endi hjólsins stungist á kaf og illa farið. Að öðru leyti er hægt að komast hvert sem maður þorir á hæfilegum hraða. 
Í drullu er, eins og áður sagði, mjög auðvelt að komast yfir pytti án þess að sökkva. En í tilfellum þar sem pytturinn er nánast kviksyndi er ekki um neitt annað að ræða en að draga andann djúpt halda honum í sér og gefa í. Í flestum tilfellum æðir hjólið yfir með látum og drulluaustri en í örfá skipti, þegar drullan er akkúrat svo þunn að hjólið flýtur ekki en hefur talsverða fyrirstöðu fyrir framdekkið, getur verið erfiðleikum bundið að komast leiðar sinnar án einhverra tilfæringa. Í akstri sem þessum er eins gott fyrir ökumann að hafa einhverja hlíf fyrir vitum sínum og augum því að á vissri ferð, þegar hjólið spólar sig áfram, moka dekkin beinlínis yfir mann jarðveginum og olli það í nokkur skipti því að blaðamaður fékk ókeypis smökkun á hinum ýmsu jarðvegstegundum Íslands. 

EFTIRÁ AÐ HYGGJA. . .

 Eftir frábæran dag hér og þar í nágrenni Mosfellssveitar varð þó að skila hjólinu til réttra eigenda. Allan tímann hugsaði maður sér þetta sem leikfang, en eftir á að hyggja fór maður nú að hugsa: Er eitthvað hægt að gera við hjólið annað en að leika sér að því? Í ljósi fenginnar reynslu var svarið auðvelt. Þetta er eitt það sniðugasta sem bændur gætu notað við hin margvíslegu störf á bújörðum sínum.
Hagsmunir þeirra eru að geta farið sem mest án þess að valda landspjöllum og þetta hjól gerir minna að því en hvaða farkostur sem er, jafnvel hestar. Einnig er þetta vel nothæft fyrir veiðiverði hvers konar, þar sem oft barf að komast hratt yfir ýmiss konar ófærur. Þessi hjól gefa kost á skemmtilegri ferðamáta en flest annað þannig að ferðafrík og sportveiðimenn hvers konar geta vel notað hjólið. Mælingamenn, landkönnuðir, vísindafólk, jarðvinnufólk og jafnvel skíðafólk getur notað hjólið og svona er lengi hægt að telja, notagildið er ótrúlegt.   

UTBUNAÐUR 

Til síns brúks er hjólið mjög vel útbúið. Engir mælar eru á hjólinu enda er þeirra ekki þörf. 60 vatta ljós er að framan með háum og lágum geisla og einnig er aftur- og bremsuljós þannig að maður ætti að sjá og sjást. Hugsað hefur verið fyrir ýmsu, til dæmis er handbremsa á hjólinu og varnargrind yfir ljósinu. Að neðan er hjólið einnig mjög vel varið, sterklegar hlífðarplötur bæði undir vél og undir tannhjólinu og bremsudiskinum að aftan. Sætið er stórt, mjúkt og nær upp á tankinn en auðvelt er að rispa afturbrettin, "sem eru úr plasti, þegar menn leggjast út á hlið í hraðakstri. 

GALLAR?

 Veikir punktar hjólsins eru fáir. Í akstri ber helst að varast að fara of brattar brekkur því hjólið hefur það gott grip að maður steypist beinustu leið aftur yfir sig og það er ekkert grín að ætla að redda málunum veltandi niður brekku. Þegar startað er sparkar maður startsveifinni fram á við og óvanir gætu auðveldlegatognað með því að reka hælinn í fótstigið. Þessu hefði verið hægt að bjarga með því að smella fótstiginu upp en það er ekki hægt. Varast ber ennfremur að styðja sig með fótunum í akstri því að þá hreinlega keyrir maður bara yfir sig. Afturhjólin eru nefnilega rétt fyrir aftan fætur manns og renna upp á hælinn um leið og maður rekur fæturna niður, sem er óþarfi því hjólið er mjög stööugt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

 Vél og drif: Tvígengis. Einn strokkur, loftkældur, 247 cm', 26 hestöfl við 6500 snúninga á mínútu. Snúningsseigla: 3,33 kg-m við 6000 snúninga á mínútu. Magnetukveikja. 5 gírar. Keðjudrif. Hemlar: Einn gataður diskur að framan og aftan. Vökvaátak. Fjöðrun: Framan: Loft-og vökvafylltir gafflar. Slaglengd: 22 cm. Aftan: Stillanlegur gasfylltur þrýstings- og fráslagsdempari (Pro-Linkj. 
Mál og vog: Hæð; 1,09 metrar. Lengd: 1,86 metrar. Breidd: 1,1 metri. Eigin þyngd: 133 kíló. Hæð undir lægsta punkt: 12 sentímetrar. Tankrúmtak: 10,5 lítrar af 5% olíublönduðu bensíni. Verð: 126.300 krónur. Umboð: Vatnagörðum24. 

18.5.84

Hætti í Apótekinu og hóf að senda leigubíla hingað og þangað.


Margir í Keflavík hafa þekkt LínU Kjartansdóttur sem ,,snaggaralegu stúlkuna í apótekinu sem þeysist um á mótorhjólum." Hún er menntaöur lyfjatæknir. En eftir rúmlega tíu ára starf í apótekinu í Keflavík sagði hún þar skyndilega upp. Ekki að henni leiddist. Hún vildi bara breyta til. 
Nú vinnur hún í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.  Eina stúlkan á Íslandi sem gegnir starfi slökkviliðsmanns. Hún hóf þar störf 14. nóvember síðastliðinn.
 
Varla var hægt að hefja rabbið án þess að spyrja hvernig karlmennirnir hefðu tekið því að fá konu í slökkviliðið? 
,,Jú, jú, þeir hafa bara tekið mér vel. Þetta er góður vinnustaður og mér hefur liðið ágætlega hér," svaraði hún að bragði og hressilega. 
— En hvernig bar það til að hún fór að vinna sem slökkviliðsmaður? 
„Ég sá starfið auglýst og sótti um. Og í framhaldi af því var ég ráðin."


Úr apótekinu í prins póló

Leið Línu lá þó ekki beint úr apótekinu og í slökkvilið. Þegar hún sagði upp í apótekinu réði hún sig á Aðalstöðina í Keflavik. Þar fór hún að selja sælgæti, meðal annars þjóðarréttinn sjálfan, kók og prins póló. Og þá fólst starfið í því að senda leigubila hingað og þangað.
„Eftir þetta færði ég mig yfir í bensínið, ef svo má segja, fór að afgreiða bensín. Þar var ég í níu mánuði eða þar til ég fór í slökkviliðið." Við fórum aðeins að gantast með níu mánuðina. „Já, er það ekki gjaldgengur tími, hvar sem er?" var strax svarað. 

Nú ert þú þekkt fyrir að þeysa um á mótorhjólum. — Hvenær fékkstu mótorhjóladelluna?
Fékk skellinöðruleyfi 14 ára  Ég fékk áhugann snemma. Eldri bræður mínir áttu skellinöðrur og þannig kviknaði neistinn. Þeir höfðu sig hins vegar aldrei upp úr skellinöðrunum." „Það var svo þegar ég var 14 ára sem ég fékk æfingaleyfi á skellinöðru. Síðan tóku mótorhjólin við. En ég hef einnig átt bíla inn á milli. Eg segi oft í gríni að ég hafi byrjað i 50 kúbíkunum og fikrað mig upp í 750 kúbíkin." 

Óhætt er að taka undir þau orð hennar. Þvi fyrsta hjólið var Honda 50. Siðan komu Hondu-mótorhjólin hvert af öðru. Þau fyrstu voru 350 kúbíka og þá tóku 500 kúbíkin við. 
„Það síðasta sem ég átti var Honda 750, en ég seldi það á siðasta ári er ég fjárfesti í nýjum bíl."

Saknar 750 kúbitanna


— Saknarðu 750 kúbíkanna?
„Já, það geri ég. Það er viss tegund af frelsi að aka um á mótorhjólum. Maður tekur meira eftir umhverfinu við að ferðast þannig. Það er eins og vera ein í heiminum."
— En nú eru hættumar margar og mörg mótorhjólaslysin ? 
„Það er vissulega rétt. En aðalatriðið á mótorhjólum er það að treysta engum. Treysta engum öðrum í umferðinni. Það er númer eitt." 

Það hafa margir orðið hissa að sjá Línu þeysast um á mótorfákunum, ekki síst þegar hún er með Tönju Tucker með sér. „Tanja er hundurínn minn, skírð í höfuðið á kántrísöngkonunni. Þetta er lítill poodle." 

Tanja Tucker á bögglaberanum

— Hvar kemurðu henni fyrir á hjólinu?
 „Ég hef hana innan á mér og læt höfuðið standa upp úr. Það þýðir ekkert annað en leyfa henni að njóta útsýnisins."
 — Hvað um að binda hana á bögglaberann ?
„Nei, það held ég að gangi ekki upp.  Eigum við ekki að segja að hún tolli illa þar."
— Ertu í Hundavinafélaginu? ,
,Já, það dugir ekkert annað. Eg er hverfastjórí hundavinafélagsins í Keflavík.  Reyndar hef ég mikinn áhuga á að fara út i að læra hundatamningar i framtiðinni. Það eru góðir hundatamningaskólar í Bandaríkjunum og Englandi sem ég reikna með að sækja um inngöngu í. Það er bara verst að þeir vilja ekki nema hermenn og lögreglur í þessa skóla." 

Og áhugamálin eru fleiri.  Lína er i Skotíþróttafélagi Keflavíkur, þá er hún i skíðasportinu og hefur stundað dans, jassballett og likamsrækt.

Að finna sér tíma fyrir áhugamálin


— Ekkert vandamál að finna tíma?  
„Það er með mig eins og marga aðra, að ég hef stundum orð á því að
sólarhringurínn dugi ekki. En aðalatriðið er bara að finna sér tíma. Þetta gengur allt saman einhvern veginn upp, hafi maður áhuga á því." Talið barst næst að Keflavíkinni, hvernig væri að búa þar og svo
framvegis.
Í rælni spurði ég sisvona hvort hún væri ættuð úr Keflavik?
„Ekki beinlinis. Ég er  strandaglópur. Steig min fyrstu skref á Vansleysuströndinni en hef lengst af búið í borginni suður með sjó." 


Blæs á móti á Suðurnesjum


— Hvað með rokið umtalaða? 
„Það blæs jú oft vel á móti, það er rétt. ,  Sumir Suðurnesjabúar segjast reyndar merkja við á almanakinu, sjái  þeir logn hér á veðurkortinu í sjónvarpinu. En hér er gott að búa og fullt af skemmtilegu fólki." Undir þessu síðustu orð Linu gátum við tekið. Vel að merkja, svo framarlega sem hún er dæmigerður Keflvíkingur. 
-JGH.
DV. MIÐVIKUDAGUR18. APRIL1984.



https://timarit.is/page/2489137?iabr=on#page/n9/mode/2up/search/%C3%81%20M%C3%B3torhj%C3%B3lum

1.4.84

Sniglarnir Stofnaðir

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar voru stofnaðir vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins,.

Fjölbreytileiki mótorhjóla



Jón S. Halldórsson
Það gera allir sér ljóst að bílar flokkast undir ýmsa notkunarhópa og tegundirnar eru næstum óteljandi. En hér á íslandi gætir meiri þröngsýni í garð mótorhjólanna sem eiga reyndar miklu betra skilið. Hjólið var jú framleitt á undan bílnum og má segja að bíllinn sé hannaður upp úr hjólinu. Hjólið sjálft hefur gengið í gegnum mörg breytingaskeið og má líkja þróuninni við ættartré  mannkynsins. Fyrst kom þetta einfalda, tveggja hjóla, fótstigna apparat með gríðarstórt framhjól sem síðan hefur getið af sér: götuhjól, enduro hjól, móto-cross hjól, þríhjól, kvartmíluhjól, stríðsframleiðsluhjól og svo framvegis, en þessar megingerðir flokkast svo enn betur í tegundir og gerðir frá hinum ýmsu framleiðsluþjóðum.

SKELLINAÐRA
Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margargerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcentimetrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skellinaðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð útgáfa.   Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli andspyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna". Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra.
En fyrst verður fólk að gera sér ljóst. 
„Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun einstaklingsins."
 Á þetta við um flugvélar, bíla, báta,
hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna þess að þeim stýra  yngstu einstaklingarnir sem oft hafa hvorki þroska né kunnáttu til þess. En þeirra er ekki sökin.
Fullorðnir hafa séð um þessa lélegu kennslu og þeir hinir sömu sýna vítavert gáleysi gagnvart hjólunum í umferðinni. Og það merkilegasta við þetta allt saman er að það ber meira á þessu hér
á íslandi heldur en erlendis einfaldlega vegna þess að hér ríkja alltof mörg boð og bönn. Það er bannað að snerta skellinöðru fyrr en 15 ára aldri er náð. Það er hvergi til æfingasvæði fyrir hjól né
annað nema ef vera skyldi að einhver kallaði göturnar æfingasvæði. Það eru framleidd mótorhjól og vélsleðar fyrir krakka niður í um það bil 8 ára aldur. Þannig tæki er ekki hægt að flytja inn til Íslands með góðu móti og sá sem það myndi gera væri eflaust álitinn snargeggjaður. Reyndin er hins vegar sú að hjól og bílar eru nauðsynleg farartæki og því fyrr sem barnið fær að kynnast þeim, því betra. Erlendis eru barnamótorhjólin mjög vinsæl og er keppt á þeim í nokkrum aldurshópum. Það er stórfurðulegt að hjá annarri eins bílaþjóð skuli nöldurhóparnir hafa náð að drepa niður þessa byrjunarkennslu en afleiðing þess er einmitt það sem allir kvarta yfir, slysin. Farartæki eru nauðsynleg bæði sem hlutur til að koma fólki frá stað A til B og einnig til þess að njóta þeirra sem leikfangs eða jafnvel hálfgerðrar mublu.

TORFÆRUHJÓL
Undir þennan flokk teljast enduro, trial og móto-cross hjól. Þau síðasttöldu eru fyrir hinar frægu móto-cross keppnir sem fara fram á lokuðum erfiðum brautum. Hjólin eru létt, spræk og með geysilanga fjöðrun. Keppt er í fjórum stærðarflokkum: 50-125-250 og 500 cc. Trial hjól eru mestu torfæruhjólin. Gerð til að klöngrast hægt yfir hinar ótrúlegustu torfærur. Góður lágsnúningskraftur, hátt undir lægsta punkt og mjög létt. Hvorug þessara hjólgerða eru notuð óbreytt til götuaksturs. Enduro hjólin eru milligerð þessara tveggja keppnishjóla og eru hugsuð fyrir þá sem vilja bæði hjóla á götunni og utan vega.

ÞRÍHJÓL
Undir þennan hóp má telja mótorhjól með hliðarvagn svo og hina nýju gerð þríhjóla sem hafa mjög breið kubbadekk og komast léttilega yfir mýrlendi, snjó og aðrar torfærur. Fara inn á svið vélsleða en koma einnig að gagni á auðu landi. Auðveld í notkun og er vaxandi eftirspurn eftir þeim sem  vinnuþjarki fyrir bændur, fjölskylduleikfangi eða bara sem farartæki í öllum veðrum.

KVARTMÍLUHJÓL
Eru sérbyggð venjulega upp úr stærri götuhjólum. Vonandi verður þessi grein til þess að opna augu einhverra gagnvart mótorhjólinu og notkunarmöguleikum þeirra. Þau eru ekki eingöngu fyrir  kolvitlausa krakkaglanna. Og að endingu lesandi góður, næst þegar þú ekur fram á mótorhjól í umferðinni, hugsaðu hlýlega til ökumanns hjólsins.

BFÖ blaðið 12 árg. 1.4.1984