20.1.18

Eigum enn Landsmótsmerki frá síðustu árum á lager...

Tían liggur enn með smá lager af Landsmótsmerkjum sem ekki hafa selst.

Merki frá 2010-2011 -2012-13-14-15 eru til einnig merki frá árinu 2017
2016 merkið er uppselt.
Kíkið i Verslun Tíunnar á Facebook og pantið..
Einnig smá úrval af tíubolum.

 smellið hér


Brautin upp í hlíðarfjalli í framtíðinni

Já hún er ekkert slor framtíðarsýn Bílaklúbbs Akureyrar.

Þessi stórkoslega braut er vonandi að koma á næstu árum.
En þar til notum við núverandi braut sem er og á þessari teikningu  bílastæðið á teikningunni.

Myndin tekin upp á braut á Akureyri sumarið sumarið 2017 í 22 stiga hita. 

Frábært þegar þetta verður að veruleika og mun gera Akureyri að motorsport höfuðborg íslands..


                                                                                        Víðir #527

11.1.18

Tilboð til Tíufélaga.

 • Öryggismiðstöðin býður Greiddum Tíufélugum 15% afslátt af vörum og þjónustu.

 • Securitas 15% af vörum og þjónustu.

 • Borgarbío 20% af miðaverði á staðnum . 

 • Rakarastofu Akureyrar Hafnarstræti 88 Tíufélagar fá 10% afslátt af vörum.

 • B.Jensen.ehf býður Tíufélugum 10% afslátt úr búðinni á Lónsbakka. 

 • Ab varahlutir bjóða Tíufélugum 15% afslátt 

 • Greifinn 10% afsláttur af veitingum í sal.

 • KELI Seatours býður meðlimum Tíunar í Hvalaskoðunarferð á tilboði. En ferðin kostar 6000kr ef sýnt er gilt félagskyrteini. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

 • Mammdreki býður Tíumeðlimum 15% afslátt af öllum ljósmyndum. Mammadreki (Díana Dreki) var ljósmyndanemi frá NYIP. Tek að mér allskyns myndatökur, T.d fjölskyldumyndir, mótorsport og tónleika.
  ( Mammadreki á Facebook)

 • Orkan 10kr afsláttur af eldsneyti fyrstu 5 dælingu.
  8 kr hjá skeljungi
  8 kr hjá Orkunni
  15 kr á Afmælisdaginn þinn.
  10-15% afslátt af bíltengdum vörum hjá Samstafsaðilum Skeljungs
  Tían fær 1kr af hverjum seldum bensínlítra.

  ný félagskyrteini koma svo í sumar...  mundið að greiða Tíuseðilinn.. Þar til gildir Orkukortið sem félagsskyrteini....        

________________________________________________________________________________


3.1.18

33 Landsmót Bifhjólamanna..... 2018???


Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur enginn klúbbur boðið sig fram um að halda Landsmót Bifhjólamanna 2018.

Landsmót Snigla/Bifhjólamanna hefur verið árlega síðan 1986. og er móti haldið fyrstu helgina í júlí.


En það eru ekki margir sem vita að fyrsta landsmót Snigla var haldið í Húsafelli dagana 29-31 júní 1984. og hefur verið haldi óslitið síðan 1986 alls 32 sinnum.

En árið 2007 gerðist það að landsmótin voru ekki lengur Landsmót Snigla,,, heldur Landsmót Bifhjólamanna.   og upp frá því fóru klúbbar að halda mótin með góðum og fjölbreyttum árangri. :)Listi yfir Landsmót...í gegnum tíðina

1984 Húsafell Borgarfirði
1985 Ekkert mót
1986 Húnaver
1987 Húnaver
1988 Húnaver
1989 Húnaver
1990 Húnaver
1991 Skógar
1992 Trékyllisvík á Ströndum
1993 Hallormstaður í skóginum í stóru partítjaldi
1994 Húnaver  10 ára afmæli Snigla
1995 Tunguseli
1996 Hrífunes
1997 Végarður Fljótsdal
1998 Ketilás Fljótum
1999 Tjarnarlundur Dölum
2000 Húnaver
2001 Húnaver
2002 Hamraborg Berufirði
2003 Njálsbúð
2004 Húnaver   Afmælismót 20 ára
2005 Tjarnmarlundi Dölum
2006 Hrífunes
2007 Skúlagarður  (Fyrsta Landsmót Bifhjólamanna)  Kelduhverfi
2008 Lýsuhóll Snæfellsnesi
2009 Húnaver
2010 Húnaver  (Óskabörn Óðins)
2011 Húnaver  (Raftar)
2012 Húnaver   (Mc Skál)
2013 Húnaver  (Sober riders )
2014 Húnaver   (Sniglar Afmælismót 30ára)
2015 Vestmannaeyjar  (Drullusokkar)
2016 Iðavellir   Héraði (Goðar)
2017 Núpi  Dýrafirði  (Mc Tigerlillys)

Við bíðum spennt eftir að einhver klúbbur taki af skarið finni stað og haldi enn eitt ógleymanlegt mótið.....
Landsmótauglýsing frá 2010

Endilega sendið athugasemdir vegna þessarar upptalningar á tian@tian.is
listinn er byggður á gloppótu minni ....hehe..

2.1.18

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.
Málið er nefnilega það að þessi brjálaða tilfinning sem fæst eingöngu á mótorhjóli er til einskis nema maður hafi einhvem til að deila henni með og Landsmót Snigla er náttúrulega toppurinn á því.
Þarna hittist fólk sem þekkir hvort annað bara af afspurn og býttast á gömlum og nýjum lygasögum, áfengi & ælum og náttúrulega hjólum & konum með kuldahrolii og bros á vör við góðan varðeld.
 Landsmót gekk annars vel fyrir sig með fínu samstarfi flestra Snigla um eldamennsku, ruslahirðu og öðru sem stundum hefur lent á of fáum og kostað leiðindi og þras. Meira að segja Tugtinn var ánægður með aksturinn á okkur og er það alveg hreint helvíti gott mál fyrir okkur ef við getum sýnt smá lit á svona ferðahelgi Snigla því það eru 360 aðrir dagar á árinu sem koma Landsmóti. Snigla hreint ekkert við. Að vísu var einn lögreglumað Manni dettur si svona í hug hvort þetta sé í raun nokkuð nauðsynlegt því það eru nokkuð mörg ár síðan ég uppgötvaði galdurinn við að keyra eins og vitleysingur en hann er sá að gera það hljóðlega og það er ekki af hreinni elli og heimsku sem flestir þeir sem keyrt hafa lengi hafa ekki hátt, þeir vilja bara eiga teininn áfram
Eitt smá stórvandamál brennur á mér eins og öðrum Sniglum en það er vísitölukæran. Allir sem maður heyrir ( um málið eru sammála því að hún nær örugglega 10.000 snúninga símtölin sem spýtast úr skrifborði Tugtans á góðviðriskvöldum vítt og breitt um Klakann.
Ef maður er með opið út og sándar eins og Lögreglukórinn á æfingu í risastórri rotþró og botnar eina meðalgötu þá er Tugtinn mættur á staðinn á undan manni með sviftingar og sektir flæðandi upp úr öllum vösum.
Ef fimm eru að purra saman og einn með sánd þá eru fimm kærðir fyrir ofsaakstur þó enginn hefði tekið eftir hinum fjórum væri sá tónelski ekki með.
Hávaðinn háir manni oft ef maður á ekki fyrir sektum því maður getur ekki gefið í hvar sem er, allir vita jú að við þurfum að gefa í annað slagið, trixið er bara að komast upp með það. (lesist: undirritaður er heiðvirður góðborgari sem slysast örsjaldan upp á vélhjól og ekur þá ævinlega varlega! Sem er reyndar ekki það sama og hægt) .

Fífl og fól Bilað hjól    
Steini Tótu 1991  

Gleðilegt hjólaár 2018.
Tían


Óskar hjólamönnum / konum og fjölskyldum þeirra, gleðilegs hjólaárs með þökk fyrir það liðna .

21.12.17

GLEÐILEG JÓL

Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Óskar félagsmönnum sínum gleðilegrar hátíðar.
Með þökk fyrir árið sem er að líða.

2.12.17

Búið að malbika við Mótorhjólasafnið....


Þar kom að þvíVið náðum þeim áfanga að malbika planið fyrr í mánuðinum. Þetta á eftir að stórbæta alla aðkomu að safninu og gestir okkar þurfa ekki lengur að klöngrast eftir mölinnni.

Við viljum þakka Uppbyggingarsjóði norðurlands eystra sem styrkti okkur til verksins síðastliðið vor.  Eins eru það  verktakarnir sem unnu verkið, GV gröfur sem sá um alla undirbúningsvinnu. KM malbikum sem keyrði og lagði malbikið og Norðurbik sem útvegaði malbikið.  Allir þessir verktakar eiga hrós skilið sérstaklega þegar kom að reikningsgerð, því við náðum aldeilis góðum samningum við þá alla.

Frétt fengin af facebooksíðu Mótorhjólasafn Íslands
14.11.17

20% afsláttur í bíó fyrir félaga í Tíunni

Borgarbíó á Akureyri veitir Tíufélögum 20% afslátt af
miðaverði gegn framvísun félagskyrteynis.

Kjörið tækifæri til að skella sér í bíó á td.  heimildarmyndina um Reyni Sterka.

Gildir á allar sýningar

Borgarbíó

5.11.17

Genf opnar fyrstu Strætóreinina fyrir mótorhjól

Með hjálp og stuðningi FEMA aðildarfélags; IG Motorrad, er mótorhjólum nú heimilt að nota strætóreinar á götukafla þar sem umferð er mjög þung á álagstímum. Þetta gerir það að verkum að umferð mótorhjóla nær mjúku flæði á 650 metra löngum kafla og minnkar þar með álag á aðrar akreinar.


Luc Barthassat, yfirmaður umhverfis- samgöngu- og landbúnaðarmála, í Genf (Kantóna) opnaði sjálfur kafla Route de Jeunes (Gata Ungddómsins) að viðstöddum mótorhjólamönnum frá IG Motorrad.

Til að byrja með, er strætóreinin opin mótorhjólum til almennra nota, í eitt ár. Fyrstu niðurstöður umferðartalninga verða svo kynntar eftir 3 mánuði. Ef áhrif þessarar opnunar verða góð, er gert ráð fyrir að reinin verði opin mótorhjólum til frambúðar.

Forseti IG Motorrad, Bernard Niquille, var ánægður með opnunina og sér hana sem niðurstöðu góðs samtarfs milli bifhjólasamtakanna og pólitískrar ákvarðanatöku.

Fyrir 3 árum kynnti IG Motorrad margar tillögur til úrbóta í umferðinni. „Við vonum að á grunni þessara tillagna, verði fleir strætóreinar opnaðar fyrir mótorhjólum og götuskráðum skellin-ðrum. Allir notendur slíkra farartækja geta lagt sitt af mörkum til tilraunarinnar með áframhaldandi virðingu fyrir núverandi umferðarreglum“ sagði Bernard Niquille.

Í framahaldi þessarar fréttar, má velta því fyrir sér hvort mætti reyna þetta æi Reykjavík. Eitt sem mælir með því, fyrir utan að auka öryggi mótorhjólafólks, er að á Íslandi er ekki leyfilegt að keyra á milli bíla (e. filtering) og það með væri hægt að auka plássið sem bílar hafa á götum þar sem umferðarþungi er oft mikill, til dæmis eins og á Miklubraut.

Greinin er þýdd og staðfærð af síðu FEMA sambandsins. http://www.fema-online.eu/website/index.php/2017/10/27/geneva-bus-lane-for-motorcycles/

Wim Taal/ísl.þýð. Steinmar Gunnarsson

www.sniglar.is

Sniglar telja veggjöld á mótorhjól óraunhæf

Í umræðu um uppbyggingu þjóðvega út frá höfuðborgarsvæðinu og innheimtu veggjalda í framhaldi af því vilja Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar koma eftirfarandi á framfæri:

Vegir þeir sem lagt hefur verið til að innheimta veggjöld á.

Fyrirsjáanlegt er að kostnaður fyrir bæði veghaldara og bifhjólafólk vegna innheimtu veggjalda yrði mikill þar sem að það krefst meiri tæknibúnaðar fyrir ómannaðar stöðvar. Tekjur af slíkri innheimtu yrði á móti mjög lítill þar sem að bifhjól borga mun minna af slíkri notkun en bílar. Til samanburðar er ein ferð í Hvalfjarðargöngin með bíl 1.000 kr en fyrir bifhjól 200 kr. Því leggja samtökin það til að einfaldlega verði sleppt að rukka bifhjól um veggjöld þar sem ekki eru mönnuð hlið til innheimtu.

Að auki hafa Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar áhyggjur af hvernig vegbúnaður þessara stofnbrauta verður. Ef notkun víravegriða verður með sama hætti og hingað til þar sem víravegriðin eru þétt upp við akbrautina mun það auka hættu á alvarlegum meiðslum, falli bifhjólamaður í götuna á slíkum stað. Vilja Sniglar því hvetja veghaldara til að íhuga alvarlega aðra möguleika, sé þess nokkur kostur.

fengið af vef Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Sniglar
 www.sniglar.is

15.10.17

VÍRAVEGRIÐ (OSTASKERAR)

Víravegrið eru ekki hættulegri en aðrar tegundir vegriða


Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til dæmis til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.

Vegagerðin leitaði til varaforseta Alþjóða vegasambandsins (International Road Federation, IRF) Michael Dreznes, sem sagði að það væri í gangi töluverður misskilningur varðandi vélhjólafólk og vegrið. Hann bendir á að IRF og umferðaröryggisnefnd á vegum TRB rannsóknarráðsins hafi rannsakað þetta fyrir nokkrum árum og komist að þeirri niðurstöðu að víravegrið væru ekki hættulegri mótorhjólamönnum en venjuleg bitavegrið eða steypt vegrið. Rannsóknin fór fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Ljóst er að það eru stólparnir sem eru hættulegastir fyrir óvarða vegfarendur eins og vélhjólafólk ekki vírinn. En staðreyndin er sú að vegrið, víravegrið þar á meðal, bjarga mannslífum.

Sjá svar Michels hér fyrir neðan á ensku.

Vegagerðin leitaði einnig til sænsku Vegagerðarinnar, þar sem upphaf núllsýnarinnar svo kölluðu er að finna. En þar á bæ hafa menn góða reynslu af víravegriðum enda er það eitt það mikilvægasta í umferðaröryggismálum að aðskilja akstursstefnur. Og einnig er horft til mótorhjólanna. Svíarnir hafa af þeim áhyggjur og leita leiða til að mýkja vegriðin en benda á að það er ekki vírinn sem skapar hættuna fyrir vélhjólafólk heldur stoðirnar. Að skilja að akstursstefnur eykur líka öryggi þeirra sem aka um á bifhjólum. Annars vegar af því að þá er ekki hætta af því að fá á sig umferð á móti auk þess sem mótorhjólafólk einfaldlega ekur hægar í nánd við miðjuvegrið, segja þeir sænsku.


Lars Ekman, PhD í umferðaröryggi hjá sænsku Vegagerðinni:
"We are of course concerned about barrier and MC. We are looking for barriers that are less hard for them. However it is the poles and the top rather than the wire that are harming motorcyclists.  Our result is still a big reduction also for MC when introducing mid-barrier with wires. The effect is believed to come from two factors first that the MC benefits a lot for not having cars coming over on the wrong side and that the motorcyclist drive slower and more careful on roads with mid-barrier."

Michael Dreznes, executive Vice President IRF:
"There is significant confusion regarding motorcyclists and barriers. IRF and the Transportation Research Board (TRB) Roadside Safety Design Subcommittee on International Research Activities conducted an investigation into this issue a few years ago and concluded that cable barriers are no more dangerous to motorcyclists than steel barriers or concrete barriers.  This was based on evaluation of documents prepared in the United States, Australia and Europe."

Fengið af vef Vegagerðarinnar. 

10.10.17

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 27. okt 2017 kl. 20.00


Hefðbundin aðalfundarstörf.
Veitingar í boði eftir fund.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.
Hvetjum sem flesta til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Vilhjálmsson

Áhugavert