14.11.17

20% afsláttur í bíó fyrir félaga í Tíunni

Borgarbíó á Akureyri veitir Tíufélögum 20% afslátt á miðaverði gegn framvísun félagskyrteynis.

Kjörið tækifæri til að skella sér í bíó á td.  heimildarmyndina um Reyni Sterka.

Gildir á allar sýningar

5.11.17

Genf opnar fyrstu Strætóreinina fyrir mótorhjól

Með hjálp og stuðningi FEMA aðildarfélags; IG Motorrad, er mótorhjólum nú heimilt að nota strætóreinar á götukafla þar sem umferð er mjög þung á álagstímum. Þetta gerir það að verkum að umferð mótorhjóla nær mjúku flæði á 650 metra löngum kafla og minnkar þar með álag á aðrar akreinar.


Luc Barthassat, yfirmaður umhverfis- samgöngu- og landbúnaðarmála, í Genf (Kantóna) opnaði sjálfur kafla Route de Jeunes (Gata Ungddómsins) að viðstöddum mótorhjólamönnum frá IG Motorrad.

Til að byrja með, er strætóreinin opin mótorhjólum til almennra nota, í eitt ár. Fyrstu niðurstöður umferðartalninga verða svo kynntar eftir 3 mánuði. Ef áhrif þessarar opnunar verða góð, er gert ráð fyrir að reinin verði opin mótorhjólum til frambúðar.

Forseti IG Motorrad, Bernard Niquille, var ánægður með opnunina og sér hana sem niðurstöðu góðs samtarfs milli bifhjólasamtakanna og pólitískrar ákvarðanatöku.

Fyrir 3 árum kynnti IG Motorrad margar tillögur til úrbóta í umferðinni. „Við vonum að á grunni þessara tillagna, verði fleir strætóreinar opnaðar fyrir mótorhjólum og götuskráðum skellin-ðrum. Allir notendur slíkra farartækja geta lagt sitt af mörkum til tilraunarinnar með áframhaldandi virðingu fyrir núverandi umferðarreglum“ sagði Bernard Niquille.

Í framahaldi þessarar fréttar, má velta því fyrir sér hvort mætti reyna þetta æi Reykjavík. Eitt sem mælir með því, fyrir utan að auka öryggi mótorhjólafólks, er að á Íslandi er ekki leyfilegt að keyra á milli bíla (e. filtering) og það með væri hægt að auka plássið sem bílar hafa á götum þar sem umferðarþungi er oft mikill, til dæmis eins og á Miklubraut.

Greinin er þýdd og staðfærð af síðu FEMA sambandsins. http://www.fema-online.eu/website/index.php/2017/10/27/geneva-bus-lane-for-motorcycles/

Wim Taal/ísl.þýð. Steinmar Gunnarsson

www.sniglar.is

Sniglar telja veggjöld á mótorhjól óraunhæf

Í umræðu um uppbyggingu þjóðvega út frá höfuðborgarsvæðinu og innheimtu veggjalda í framhaldi af því vilja Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar koma eftirfarandi á framfæri:

Vegir þeir sem lagt hefur verið til að innheimta veggjöld á.

Fyrirsjáanlegt er að kostnaður fyrir bæði veghaldara og bifhjólafólk vegna innheimtu veggjalda yrði mikill þar sem að það krefst meiri tæknibúnaðar fyrir ómannaðar stöðvar. Tekjur af slíkri innheimtu yrði á móti mjög lítill þar sem að bifhjól borga mun minna af slíkri notkun en bílar. Til samanburðar er ein ferð í Hvalfjarðargöngin með bíl 1.000 kr en fyrir bifhjól 200 kr. Því leggja samtökin það til að einfaldlega verði sleppt að rukka bifhjól um veggjöld þar sem ekki eru mönnuð hlið til innheimtu.

Að auki hafa Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar áhyggjur af hvernig vegbúnaður þessara stofnbrauta verður. Ef notkun víravegriða verður með sama hætti og hingað til þar sem víravegriðin eru þétt upp við akbrautina mun það auka hættu á alvarlegum meiðslum, falli bifhjólamaður í götuna á slíkum stað. Vilja Sniglar því hvetja veghaldara til að íhuga alvarlega aðra möguleika, sé þess nokkur kostur.

fengið af vef Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Sniglar
 www.sniglar.is

15.10.17

VÍRAVEGRIÐ (OSTASKERAR)

Víravegrið eru ekki hættulegri en aðrar tegundir vegriða


Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til dæmis til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.

Vegagerðin leitaði til varaforseta Alþjóða vegasambandsins (International Road Federation, IRF) Michael Dreznes, sem sagði að það væri í gangi töluverður misskilningur varðandi vélhjólafólk og vegrið. Hann bendir á að IRF og umferðaröryggisnefnd á vegum TRB rannsóknarráðsins hafi rannsakað þetta fyrir nokkrum árum og komist að þeirri niðurstöðu að víravegrið væru ekki hættulegri mótorhjólamönnum en venjuleg bitavegrið eða steypt vegrið. Rannsóknin fór fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Ljóst er að það eru stólparnir sem eru hættulegastir fyrir óvarða vegfarendur eins og vélhjólafólk ekki vírinn. En staðreyndin er sú að vegrið, víravegrið þar á meðal, bjarga mannslífum.

Sjá svar Michels hér fyrir neðan á ensku.

Vegagerðin leitaði einnig til sænsku Vegagerðarinnar, þar sem upphaf núllsýnarinnar svo kölluðu er að finna. En þar á bæ hafa menn góða reynslu af víravegriðum enda er það eitt það mikilvægasta í umferðaröryggismálum að aðskilja akstursstefnur. Og einnig er horft til mótorhjólanna. Svíarnir hafa af þeim áhyggjur og leita leiða til að mýkja vegriðin en benda á að það er ekki vírinn sem skapar hættuna fyrir vélhjólafólk heldur stoðirnar. Að skilja að akstursstefnur eykur líka öryggi þeirra sem aka um á bifhjólum. Annars vegar af því að þá er ekki hætta af því að fá á sig umferð á móti auk þess sem mótorhjólafólk einfaldlega ekur hægar í nánd við miðjuvegrið, segja þeir sænsku.


Lars Ekman, PhD í umferðaröryggi hjá sænsku Vegagerðinni:
"We are of course concerned about barrier and MC. We are looking for barriers that are less hard for them. However it is the poles and the top rather than the wire that are harming motorcyclists.  Our result is still a big reduction also for MC when introducing mid-barrier with wires. The effect is believed to come from two factors first that the MC benefits a lot for not having cars coming over on the wrong side and that the motorcyclist drive slower and more careful on roads with mid-barrier."

Michael Dreznes, executive Vice President IRF:
"There is significant confusion regarding motorcyclists and barriers. IRF and the Transportation Research Board (TRB) Roadside Safety Design Subcommittee on International Research Activities conducted an investigation into this issue a few years ago and concluded that cable barriers are no more dangerous to motorcyclists than steel barriers or concrete barriers.  This was based on evaluation of documents prepared in the United States, Australia and Europe."

Fengið af vef Vegagerðarinnar. 

10.10.17

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 27. okt 2017 kl. 20.00


Hefðbundin aðalfundarstörf.
Veitingar í boði eftir fund.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.
Hvetjum sem flesta til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Vilhjálmsson

26.9.17

Styrktaraðili óskast

Tían ætlar á næsta ári að gefa út félagsskírteini fyrir Tíumeðlimi en óskar eftir styrktaraðila.
Í staðinn mun aðilinn /fyrirtækið prýða bakhlið félagsskírteinisins.

Áhugasöm fyrirtæki eða einkaaðilar hafið samband við okkur í
tian@tian.is

ATH .Fyrstur kemur fyrstur fær.

24.9.17

Vel heppnuð Haustógleði

Haustógleði Tíunnar var haldin í gærkvöldi og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi heppnast vel.

Vel á þriðja tug gesta mættu og grilluðu  
Gömul og góð vinátta.
á Haustógleði 2017
(mynd:Siddi)
Skarað í Kamínunni
(mynd: Katý)
Veðrið lék við okkur, stjörnubjart og milt en fyrr um daginn hafði rignt mikið og jörð því blaut.  Þess vegna voru við ekki með leikina sem við höfðum hugsað okkur að vera með, en þeir verða pottþétt að ári.

Svo var bara haft það kósy fram á nótt og gleðin var við völd.


21.9.17

15 ár frá síðustu Haustógleði á Hrappstöðum


Keppt var meðal annars
 í Staurakasti árið 2002
Í dag eru nákvæmlega 15. ár síðan Sniglar héldu Haustógleði á Hrappstöðum hér fyrir ofan Akureyrarbæ.

Og er því viðeigandi að Tían (sem ekki var til árið 2002 ) heldur núna Haustógleði á Hrappstöðum.
Heiddi var þá eigandi og gestgjafi á Hrappstöðum en nú er það frændi hans sem verður gestgjafi Jói Rækja.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Hrappstaðir
Skráningu lýkur í dag í teitið, en hún er til að áætla fjöldann sem kemur.  

6693909 í SMS

2 grill á staðnum , þið komið með mat og drykk, Við verðum með meðlætið
Hlökkum til að sjá ykkur.


19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

6.9.17

Haustógleði Tíunnar 23 September MUNA AÐ SKRÁ ÞÁTTÖKU! 6693909


MUNIÐ að skrá þáttöku..    6693909 

   
Haustógleði. Verður haldin þann 23 september í gamla Sumarbústaðnum hans Heidda við
Lögmannshlíðarveg (Lögmannshlíðarhringnum) Þess má geta að bústaðurinn heitir Hrappsstaðir og gilið Hrappsstaðagil.


Staðsetning
Það verður Grillað
Það verður Sungið
Það verða Leikir
Það verður Varðeldur
Það verður Gaman.

(Hljóðfæri velkomin og Söngolía)

Mynd frá Síðustu Haustógleði á þessum stað.....
Gunnar Möller er að reyna að komast upp í bústað,,
, hefur hefur sinn djöful að draga. !

Allir að mæta með sinn Grillmat Tvö stór grill verða á staðnum. ... Tían verður með meðlæti Hrásallat og svoleiðis.

Endilega skráið ykkur inn á viðburðinn svo við sjáum nokkurnveginn hversu margir koma.

Skráning á Viðburð.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 6693909 eða með SMS

3.9.17

Fallið...

Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.


"Fallið"
Eftir Heidda Snigil no.10
Til minningar um fórnarlömb mótorhjólaslysa.
Gefið af Sniglum Bifhjólasamtökum Lýðveldisins.
Í tilefni 100 ára afmælis Mótorhjólsins á Íslandi 2005

1.9.17

Stjórn Tíunnar


Sigríður D Þrastardóttir Formaður
Arnar Kristjánsson Vara-Formaður
Víðir M Hermannsson Fjölm.Fulltr.
Trausti Friðriksson Gjaldkeri
Björn Baldursson Ritari
Víðir Orri Hauksson 
Jóhann F Jóhannsson 

tian@tian.is

26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið. Á Húsavík var farið í Orkuskálann og eftir smá ís, drógu allir spil nr2.
 Svo var ekið yfir Hólasand yfir í Fuglasafnið í Mývatnsveit og safnið skoðað í fylgd Axels Stefánssonar staðahaldara,  Þar var dregið spil nr 3. Nú var farið að rigna talsvert en það stoppaði engann og var því næst ekið í Dalakofann í Reykjadal, þar var dregið spil nr 4. og stoppað stutt til að taka bensín.


Fuglasafnið.  Mynd Jokka
Síðasti áfangastaðurinn var svo DJ Grill og þangað mættu allir um kl 18, rennandi blautir en glaðir með góðan hjólatúr.
Þar var 5 spilið var dregið og pókerhendurnar skoðaðar...
Við Dj Grill. Mynd Jokka
Og eftir að þær voru skoðaðar þá kom í ljós að Kalla var með bestu spilin 2 pör og fékk hún pottinn í verðlaun. Alls 10500kr.

Alls voru hjólaðir 250km í þessari ferð24.8.17

Kæri Félagsmaður

Nú er unnið í að uppfæra félagsskrá Tíunnar.

Og ef þú ert með breytt 


Netfang ? 
Breytt símanúmer ?
Heimilisfang ?

Eða kannski viðnefni endilega láttu okkur vita á netfangið

tian@tian.is

P.S Liggur þinn greiðsluseðill ógreiddur inn í þínum heimabanka er ekki komin tími þá að greiða hann. :)
Félagsgjgjaldið í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tíunnar er aðeins 3000 kr,,,
Eitt þúsund af þeim krónum er beinn styrkur við Mótorhjólasafnið.
greiddir Tíufélagar fá frítt á mótorhjólsafnið eins oft og þeir vilja.
rest - félagsgjalda fara í að halda  viðburði fyrir hjólafólk, og kostnað í kringum það.

kv Stjórn

Áhugavert