19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

6.9.17

Haustógleði Tíunnar 23 September MUNA AÐ SKRÁ ÞÁTTÖKU! 6693909


MUNIÐ að skrá þáttöku..    6693909 

   
Haustógleði. Verður haldin þann 23 september í gamla Sumarbústaðnum hans Heidda við
Lögmannshlíðarveg (Lögmannshlíðarhringnum) Þess má geta að bústaðurinn heitir Hrappsstaðir og gilið Hrappsstaðagil.


Staðsetning
Það verður Grillað
Það verður Sungið
Það verða Leikir
Það verður Varðeldur
Það verður Gaman.

(Hljóðfæri velkomin og Söngolía)
Mynd frá Síðustu Haustógleði á þessum stað.....
Gunar Möller er að reyna að komast upp í bústað,,, hefur hefur sinn djöful að draga. !


Allir að mæta með sinn Grillmat Tvö stór grill verða á staðnum. ... Tían verður með meðlæti Hrásallat og svoleiðis.

Endilega skráið ykkur inn á viðburðinn svo við sjáum nokkurnveginn hversu margir koma.

Skráning á Viðburð.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 6693909 eða með SMS

3.9.17

Fallið...

Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.


"Fallið"
Eftir Heidda Snigil no.10
Til minningar um fórnarlömb mótorhjólaslysa.
Gefið af Sniglum Bifhjólasamtökum Lýðveldisins.
Í tilefni 100 ára afmælis Mótorhjólsins á Íslandi 2005

1.9.17

Stjórn Tíunnar


Sigríður D Þrastardóttir Formaður
Arnar Kristjánsson Vara-Formaður
Víðir M Hermannsson Fjölm.Fulltr.
Trausti Friðriksson Gjaldkeri
Björn Baldursson Ritari
Víðir Orri Hauksson 
Jóhann F Jóhannsson 

tian@tian.is

26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið. Á Húsavík var farið í Orkuskálann og eftir smá ís, drógu allir spil nr2.
 Svo var ekið yfir Hólasand yfir í Fuglasafnið í Mývatnsveit og safnið skoðað í fylgd Axels Stefánssonar staðahaldara,  Þar var dregið spil nr 3. Nú var farið að rigna talsvert en það stoppaði engann og var því næst ekið í Dalakofann í Reykjadal, þar var dregið spil nr 4. og stoppað stutt til að taka bensín.


Fuglasafnið.  Mynd Jokka
Síðasti áfangastaðurinn var svo DJ Grill og þangað mættu allir um kl 18, rennandi blautir en glaðir með góðan hjólatúr.
Þar var 5 spilið var dregið og pókerhendurnar skoðaðar...
Við Dj Grill. Mynd Jokka
Og eftir að þær voru skoðaðar þá kom í ljós að Kalla var með bestu spilin 2 pör og fékk hún pottinn í verðlaun. Alls 10500kr.

Alls voru hjólaðir 250km í þessari ferð24.8.17

Kæri Félagsmaður

Nú er unnið í að uppfæra félagsskrá Tíunnar.

Og ef þú ert með breytt 


Netfang ? 
Breytt símanúmer ?
Heimilisfang ?

Eða kannski viðnefni endilega láttu okkur vita á netfangið

tian@tian.is

P.S Liggur þinn greiðsluseðill ógreiddur inn í þínum heimabanka er ekki komin tími þá að greiða hann. :)
Félagsgjgjaldið í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tíunnar er aðeins 3000 kr,,,
Eitt þúsund af þeim krónum er beinn styrkur við Mótorhjólasafnið.
greiddir Tíufélagar fá frítt á mótorhjólsafnið eins oft og þeir vilja.
rest - félagsgjalda fara í að halda  viðburði fyrir hjólafólk, og kostnað í kringum það.

kv Stjórn

20.8.17

Vikan 21-27 ágúst POKER RUN

Aðeins einn viðburður verður þessa vikuna hjá okkur í Tíunni.

En það verður PokerRun á Laugardag

Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum


Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr  Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..

ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.

p.s  Endilega hakið ykkur í viðburðinn.


Tían komin með Twitter,,,

Tían er semsagt komin með Twitter

Og fyrir þá sem nota svoleiðis þá er slóðin hér

https://twitter.com/tianvkn
Haust ógleði Tíunar verður 23 sept.2017

23. september
Nánari upplýsingar síðar.


17.8.17

Aukaaðalfundur vel heppnaður.

Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían.

Góð mæting var á fundinn.
Fráfarandi stjórn 2017 Hrefna og Jokka (vantar Palla og Hinrik).
Og mun ég telja fram það helsta sem þar fór fram.

Fyrsta mál á dagskrá voru lagabreytingartillögur.
Þar má fyrst nefna tillögu um að færa aðalfund tíunnar til 15 október. (næst 2018)  Var það samþykkt .
Næst var samþykkt að formaður yrði kosinn á aðalfundi.
Og að lokum var samþykkt að framboðsfrestur til stjórnar var felldur út.
 Og má bjóða sig fram á aðalfundinum. Var það samþykkt.
Fráfarandi Stjórn 2016-17
Súsanna,Sigurvin og Jónína.

Næst var það stjórnarkjör...   úr stjórn fóru Jokka. Hrefna, Palli og Hinrik.

Fram komu sex framboð og voru niðurstöður kostninganna þær að Arnar Kristjáns. Jói Rækja .Víðir Orri og Bjössi málari náðu kjöri.

Þar á eftir voru framboð til formanns Sigríður Dagný ritari óskaði eftir formannsætinu og varð það niðurstaðan með  26 atkvæðum gegn 1


Fráfarandi stjórn og reyndar líka fráfarandi stjórn  frá síðasta aðalfundi voru svo leyst út með blómum .
Víðir#527Lög Tíunnar


Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.

1. Nafn Klúbbsins
Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
*       Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
*       Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
*       Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér annað slagið ("getum við ekki látið eins og hálfvitar")

3. Merki
Merki félagsins er mynd af Fallinu, listaverki eftir Heidda #10. Myndin er hvít á svörtum bakgrunni, og er nafn félagsins skrifað með gylltum stöfum. Taumerki skal borið ofan mittis.

4. Inntökuskilyrði.
Að umsækjandi sé orðinn fullra 18 ára og teljist þess verður að bera merki félagsins að mati stjórnar. Hafi umsækjandi ekki náð 18 ára aldri getur hann skráð sig í klúbbinn með skriflegu samþykki forráðamanns og telst hann ungliði. Ungliðar eru ekki rukkaðir um félagsgjöld og eru ekki atkvæðisbærir á aðalfundi, en færast sjálfkrafa upp þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Við inngöngu fær viðkomandi úthlutað félagsnúmeri.
Félagsnúmerum er ekki endurúthlutað.

5. Refsingar og brottrekstur.
Refsing við brotum á lögum klúbbsins er Voff. Hafi félagi fengið þrjú voff skal hann gerður brottrækur.
Hægt er að vísa félaga úr klúbbnum hafi hann sannanlega sýnt að hann sé ekki þess verður að bera merki klúbbsins. Til að gera félaga brottrækann þarf skrifleg rök frá 20 fullgildum félögum.

5.1. Um Voff
Prófmissir vegna ofsaaksturs 1 Voff
Prófmissir vegna ölvunnaraksturs 2 Voff
Slæm hegðun á viðburðum í nafni klúbbsins (Að mati 5 félaga) 1 Voff
Drykkjulæti á Aðalfundi 1 Voff
Opinbert nýð um klúbbinn eða einstaka félaga 1 Voff
Stjórn getur ákveðið að Voffa á félaga ef meirihluti stjórnar er samþykkur.
Voff skulu fyrnast á einu ári.

6. Tekjur
Tekjur klúbbsins byggjast að mestu á félagsgjöldum. Félagsgjöld hvers árs skulu ákveðin af stjórn fyrir 15. febrúar.
Félagsgjöld notast í framleiðslu á merkjum og leigu á húsnæði og annan kostnað í þágu allra félaga. Félagsgjöld skulu að öllu jöfnu notuð í skemmtanir og er klúbbnum frjálst að taka hóflegt gjald fyrir einstaka viðburði á vegum hans.

Félagi telst fullgildur og atkvæðisbær, greiði hann félagsgjald ár hvert.

7. Aðalfundur
Haldinn skal aðalfundur sem 15. október ár hvert. Þar skulu fara fram venjuleg aðalfundarstörf og
reikningar síðasta árs lagðir fram.

Dagskrá fundar skal vera nokkurn vegin eftirfarandi.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning  nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.8. Stjórn
Stjórn klúbbsins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi auk tveggja meðstjórnenda.
Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi, til tveggja ára í senn sem hér segir:  Annað árið skulu fjórir stjórnarmenn kosnir, en þrír hitt árið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og skal því lokið eigi síðar en tveimur vikum eftir aðalfund.
Í allar fastar nefndir skal kjósa á aðalfundi. Ennfremur skal skipa tvo skoðunarmenn reikninga.
Öllum Lög lgildum meðlimum klúbbsins, er heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Framboðum til stjórnarsetu skal skilað inn til stjórnar í síðasta lagi á aðalfundi.

Ef ekkert mótframboð kemur við sitjandi stjórn, telst hún sjálfkjörin.

9. Slit.
Klúbburinn verður aðeins leystur upp á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta fullgildra félaga.
Leysist klúbburinn upp, ganga allar eignir klúbbsins til Mótorhjólasafns Íslands.Upprunaleg lög
Samþykkt 9. okt 2006.
Breytingar samþykktar á aðalfundi Tíunnar 14. maí 2011

Breytingar samþykktar á aukaðalfundi 17 ágúst 2017

Sigríður Dagný Þrastardóttir
Trausti Friðjónsson
Víðir Már Hermannsson
Arnar Kristjánsson
Jóhann Freyr Jónsson
Björn Baldursson
Víðir Orri Hauksson

Nýtt tilboð fyrir Tíufélaga.

Rakarastofa Akureyrar Hafnarstræti 88


Bíður Tíufélugum upp á 10% afslátt af vörum sínum.

Sjá meira á tiboðsíðunni okkar á Facebook.

15.8.17

Tíuferð 15 ágúst

Nokkur hjól skelltu sér í skipulagða Tíuferð í kvöld en samkvæmt plani var áætlað að fara í Vaglaskóg en í framhaldi af því þar sem allt er lokað í Vaglaskógi þá var haldið áfram í Dalakofann við Lauga í Reykjadal og fengu menn sér pizzu og aðrar veitingar.
Svo var aftur rennt í bæinn og var orðið dimmt er félagarnir komu niður á torg.  Rúmlega kl 23:00

Þrælskemmtileg ferð.. smábleyta en ekkert sem góðir gallar þola ekki.

Myndir Hlöðver og Víðir
Áhugvert